Vísbending


Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 1
/ V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29. september 2000 39. tölublað 18. árgangur Framleiðni Framleiðni, það er hversu margar einingar koma út fyrir hverja ein- ingu sem fer inn, er grundvallar- mælistika á efnahagslegt heilbrigði þjóðar. í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, World Economic Outlook, er því spáð að heimsframleiðslan aukist um 4,7% á þessu ári og 4,2% á því næsta. Því er spáð að ríku löndin muni hægja eitthvað á sér, Bandaríkin úr 3,9% niður í 3%. Bandaríkin hafa verið leiðandi alla tuttugustu öldina hvað framleiðni varðar. í lok átjándu aldar og mestalla nítjándu öldina var Bretland hins vegar efst á blaði. En þó að framleiðni Bret- lands hafi einungis verið einu prósenti minni en helstu viðskiptalanda þess á tuttugustu öldinni, nægði það til þess að á einum mannsaldri datt Bretland úr leiðtogasætinu niður í annars flokks efnahagskerfi. Það er því auðveit íyrir eina kynslóð að draga verulega úr samkeppnishæfni þeirrar næstu með óskynsamlegum ákvörðunum og með því að gleyma því að aukin framleiðni fyrirtækja er forsenda betri lífskjara. Vonin er framleiðni etri lífskjör eða meiri þjóðarfram- leiðsla eru nátengd aukinni fram- leiðni þjóðar. Flestir vita að það eru í grundvallaratriðum þrjár leiðir til þess að bæta lífskjör, alla vega til skamms tíma: Að vinna meira, að fá lán eða selja eignir eða að auka framleiðni sína. Eins er það með þjóðina í heild, hún getur ijölgað þeim sem eru á vinnumarkaði, t.d. hefúr meiri atvinnuþátttaka kvenna ýtt verulega undir þjóðarframleiðsluna, tekið lán eða selt eignir og aukið með því framleiðnina. Tveir fyrstu kostirnir eru takmörkunum háðir. Þegar allir þeir sem vettlingi geta valdið eru komnir út á vinnumarkaðinn og hver og einn þeirra vinnur baki brotnu myrkranna á milli er ekki eftir fleiru að slægjast. Það erheldur ekki hægt að taka endalaus lán þar sem verslað er með framtíðartekjur, þá er hægt að rýja sig inn að skinni en þar við tak- markast eignasalan. Aukin framleiðni er þar með eina raunverulega von þjóðar til bættra lífskjara og það sem markar samkeppnishæfni hennar. Þó að upphafleg skilgreining á fram- leiðni hafi verið einingar þá er nær að tala um að framleiðni þjóðar samanstandi af því virði sem gæði (vörur og þjónusta) hennar hafa á markaði og á hversu hagkvæman eða skilvirkan hátt þau eru framleidd. í sjálfu sér þarf aukin vöru- framleiðsla á hvern einstakling þess vegnaekki að skila sér í bættum lífskjör- um þar sem öflugri samkeppni getur ýtt verðinuniður.Þarmeðermeiri skilvirkni ekki trygging lyrir bættum lífskjörum. Hitt hefur flestum orðið Ijóst að sköpun gæða sem hafa hærra virði á markaði er líklegri leið til bættra lífskjara. Slík verðmætasköpun fæst þó einungis með nýsköpun, að gera eitthvað nýtt eða á nýjan hátt. Fólk ogfyrirtæki Framleiðni þjóðar er samanlögð fram- leiðni allra fyrirtækja og stofnana. Aukin framleiðni er fyrst og fremst verkefni þeirra. Hvernig til tekst ræðst ekki einungis af skilvirkni þeirra heldur því hvernig þau leita leiða til þess að fullnægja þörfum neytenda eða skapa nýjar þarfir. Tölvuframleiðandinn Dell Computers bjó til nýtt framleiðslukerfi sem gerði viðskiptavinum sjálfum kleift að raða saman tölvunni sinni á Netinu og fá hana svo senda innan fáeinna daga. Þessi nýjung varð til þess að veltuhraði birgða varð fimm til sex sinnum meiri en hjá Compaq, fyrirtækinu sem Dell tók við af sem markaðsleiðtogi í Bandaríkjunum. Fjárfesting, nýsköpun og hæfni fólks eru þættir sem oftast eru nefndir sem lykilþættir til að auka framleiðni þjóðar. Aukið fjármagn á hvern ein- stakling eykur framleiðni hans, þ.e. maður með skóflu er líklegri til þess að vera fyrr búinn að moka holu en maður sem enga skóflu hefur. Allt fram á tuttugustu öldina var það hins vegar tekið sem gefið að vinnuafl, án aukins fjármagns,gæti aðeinsaukiðframleiðslu sína með því að vinna meira eða lengur. Þetta breyttist hins vegar með tilkomu Fredericks Taylors sem sýndi fram á að hæfni vinnuafls og framleiðni felst í því hvernig það vinnur. Hann sýndi t.d. fram á að með því að breyta hreyfmgum við mokstur og betrumbæta skófluna væri jafnvel hægt að grafa holu miklu hraðar en áður. Að hugsa um hvernig á að vinna verk er ein mesta nýjung fram- leiðnibyltingarinnar. Færiband Henrys Fords var byggt á þessum hugmyndum og gæðastjórnun Demings og endur- skipulagning fyrirtækjaað hætti Hamm- ers eru sóttar í smiðju Taylors. Að nota þekkingu til þess að ákveða hvað skuli gera og hvernig skuli vinna hefur síðan verið eitt af meginhlutverkum fyrirtækja. Handafl og hugvit Framleiðniaukning hefur verið 3% að jafnaði á tuttugustu öldinni sem þýðir að verg landsframleiðsla í heim- inum hefur nítjánfaldast á þeim tínia. Tölvu- og netbylting síðasta áratugar hefur gefið hagfræðingum von um að enn sé hægt að bæta lífskjör mikið með því að auka franileiðni. Þessi bylting hefur lækkað ýmsan kostnað fyrirtækja sem kemur best fram í því að mögulegur vöxtur bandaríska hagkerfisins hækkaði úr 2,25% í 3,25% undir lok aldarinnar. Astæðurnar eru þó fleiri, lægri kostn- aður, aukin fjárfesting, nýsköpun og betra viðskiptaumhverfi, aðallega vegna alþjóðavæðingar. Hluthafamenning, frumkvöðlamenning og skilningur á frjálsum viðskiptum leika þar stórt hlutverk. Viðskiptalíkan fyrirtækja hefur ekki mikið breyst þó að umbætur til þess að lækka kostnað hafi litið dagsins ljós. Skilningur á því að það sé ekki skyn- samlegt til lengri tíma að fækka starfs- mönnum til að auka framleiðni fyrirtækis hefur þó glæðst. Þó að kostnaðarhliðin sé mikilvæg þá er það tekjuhliðin sem skiptir sköpum fyrir vaxandi framleiðni fyrirtækj a. Hlutverk fyrirtækja er að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna, að kenna þeim að vinna rétt, að virkja hug- vitið eins og handaflið var bætt í byrjun tuttugustu aldarinnar. Það verkefni verður þó aðeins leyst með sameigin- legu átaki þjóðar. 2j Aukin framleiðni skiptir ^ RunóIfurSmári,dósentvið ^ Þorvaldur Gylfason pró- a Evrópu háir verulega fram- I sköpum fyrir heilbrigði 1 Háskólaíslands.fjallarum -2 fessor fjallar um vinnu- /| fórum og fiamtíð Eviópu- X þjóðar og er meginmark- þekkingu og þekkingar- J markaðinn. Ósveigjan- sambandsins. Vandinn er mið fyrirtækjareksturs. stjórnun. legur vinnumarkaður í staðbundinn. I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.