Vísbending


Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Um þekkingu og þekkingarstj ómun Runólfur Smári Steinþórsson viðskiptafræðingur Innan viðskiptafræðinnar hefur áhugi á þekkingu og stjómun þekk- ingar innan fyrirtækja, stofnana og á milli aðila í athafnalífinu orðið æ fyrir- ferðameiri á undanförnum ámm. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa á sama tíma gert opinbert, með einum eða öðmm hætti, að þau skilgreina sig sem þekkingar- fyrirtæki.Hver er skýringin á þessum áhuga og aðgerðum fyrirtækjanna? Hvað er átt við með hugtakinu þekk- ingu? Hvað felst í fyrirbærinu þekkingar- stjórnun og hvernig tengist það hug- tökum eins og lærdómsfyrirtæki eða þekkingarfyrirtæki? í þessari grein er leitast við að svara þessum spumingum á almennan og hnitmiðaðan hátt. Þekking er auðlind Mikilsmetnir fræðimenn, eins og Peter Drucker' og Ikujiro Non- aka2, benda á að þekkingin sé að verða sú auðlind sem mestu ráði um afkomu fyrirtækja og samkeppnishæfni þeirra. Þeir, og ýmsir fleiri,3benda á að þekk- ingin sé sjálfstæð en óáþreifanleg auð- lind. Þessari auðlind er stundum lýst sem pýramída, samsettum úr fjórum lögum. I neðsta laginu er vísað til gagna og upplýsinga í því næsta. I þriðja laginu er þekking orðin til og í fjórða og efsta laginu er auðlindinni lýst sem visku. Sem einfalt dæmi um þessa stigskipt- ingu bendir David Skyrme4 á að upplýs- ingar eins og veðurspá verða að þekk- ingu þegar ályktun er dregin af spánni, t.d. að truflanir geti orðið á starfsemi, og síðan visku þegar ráðist er í aðgerðir sem eyða þeirri ógnun sem fyrir liggur. Þekkingin verðurtil gegnum ákveðið ferli sem í raun reynist sérstakt fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Það sem gerir ferlið sérstakt er samtvinnunin á upplýs- ingum, reynslu úr fyrirtækinu og ráðandi gildismati meðal þeirra sem að málinu koma. I stjómun fyrirtækisins skiptir síðan miklu að þróa aðferðir og búa til umgjörð sem gerirþví kleift, á skilvirkan og árangursríkan hátt, að skapa þekk- ingu, ná utan um hana, safna henni saman,breiða hana út og síðast en ekki síst að nota þá þekkingu og fæmi sem tiltæk er. í þessum aðferðum, sem fyrir- tækið tileinkar sér, er fólgið það lær- dómsferli sem heldur við og eflir þekk- ingu fyrirtækisins. I samræmi við það em þau fyrirtæki og stofnanir sem huga vel að þekkingu sinni og lærdómi skipu- lagsheildarinnar ýmist kölluð lærdóms- fyrirtæki eða þekkingarfyrirtæki. Fyrir- tækin standa því aðeins undir nafni að þau geti, fljótt og vel, nýtt þekkingu sínatil að grípaþautækifæri sem bjóðast og takast á við þau vandamál sem glíma þarf við í rekstrinum. Eðli málsins sam- kvæmt er þekkingin nýtt bæði til að gera rekstur skilvirkari og árangursríkari. Skilgreining Auðlindina þekkingu má skilgreina nánar sem innsæi og skilning á öllu því sem skiptir máli í starfsemi tiltekins fyrirtækis eða stofnunar, t.d.skilning á tilteknum lykilþætti í starfsemi fyrirtæk- is, mikilvægu atriði í samskiptum milli manna eða aðgerðum á ákveðnu starfs- sviði. Um er að ræða skilning sem verður til þegar upplýsingar, sem byggðar eru á gögnum, hafa verið settar í samhengi við starfsemi fyrirtækisins á ölluin svið- um þess. Skilningurinn er í raun afar víðtækur og hann má útskýra nánar með hjálp spurnarorða eins og hvað, hvernig, hver, hvar, hvenær, hvers vegna. Eftirfarandi orðasambönd gefa því skýrari hugmynd um hvað þekking er: „know-what“, „know-how“, „know- who“, „know-where“, „know-when“, „know-why“. Homsteinn þekkingar ekking er skiljanlega nátengd þeim mannauði sem fyrirtæki ræður yfír en það er engu að síður mikilvægt að líta á þekkingu sem auðlind út af fyrir sig. Starfsfólkið gegnir afar mikilvægu hlut- verki í sköpun, miðlun og hagnýtingu þekkingar. Lærdómur einstaklinga, og vilji þeirra til að miðla upplýsingum sín á milli, er í raun grundvailarforsenda fyrir þekkingaröflun og lærdóm fyrir- tækis eða stofnunar í heild sinni. Fyr'r fyrirtækið í heild er það síðan útbreiðsla og hagnýting viðeigandi þekkingar sem mestu skiptir. Ein algengasta flokkunin á þekkingu sýnir á hinn bóginn að útbreiðsla þekkingar getur ýmist verið auðveld eða erfið. Þegar útbreiðsla þekkingar er erfið er talað um þekkingu sem er undirskilin. Hérna er átt við þekkingu sem ekki verður lýst til fullnustu í orðum. Þekkingin er bundin við færni, innsæi og reynsluheim ein- staklinga og er m.a. fólgin í sameigin- legum gildum, starfsaðferðum og menn- ingu fyrirtækja. Þessa leyndu þekkingu (e. tacit knowledge) er ekki mögulegt að breiða út nema í sínu rétta samhengi, þ.e. meðal þeirra sem þekkja til starfs- háttanna og umhverfisins. Að þekking sé þannig háð samhengi sínu á hins vegar ekki við um þá tegund þekkingar sem til fullnustu má skýra í orðum eða með öðru táknmáli. Slík þekking er sögð vera ljós (e. explicit knowledge) og hana má geyma á ýmsu formi. Einfaldast er að hugsa sér slíka þekkingu sem hugbúnað sem auðvelt er að draga saman og flölfalda á t.d. pappírsformi eða í rafrænu formi. Þannig sést að það er inun auðveldara að breiða út ljósa þekkingu en leynda og eins að Ijós þekking hafi í ríkari mæli verið við- fangsefni þekkingarstjórnunar en leynd þekking. Þekkingarstj ómun Til að tryggja árangur fyrirtækis er mikilvægast að hafa stjóm á þekk- ingarauðnum og til þess þarf stjórnkerfi þess, skipulag og tækninotkun að stuðla að öflun, vistun og dreifmgu þekkingarinnar. Þessi atriði eru þó aðeins nauðsynlegar en ekki nægilegar forsendur þekkingarstjórnunar. Menn- ing fyrirtækisins verður einnig að miða að því að hagnýta þessa auðlind. Þekkingarstjórnunin sjálf er síðan það ferli sem sér til þess að þær upplýsingar, sá skilningur og sú þekking sem nauð- synleg er til að leysa úr þeim viðfangs- efnum rekstrarins sem við er að glíma séu til staðar í réttu magni á réttum tíma. Lykilatriði í þekkingarstjórnuninni er samhæfingar- og samtengingargetan. Arangurinn veltur á umfangi þekking- arinnar sem fyrirtækið ræður yfír, sveigjanleikanum í meðferð þekkingar- innar, skilvirkninni í samþættingu henn- ar og hversu markvisst hún er hagnýtt. Lykill að ávinningi Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um þekkingu, þekkingarfyrirtæki og þekkingarstjórnun. Með því að beina sjónum að þekkingu eru fyrirtæki að gera sér far um að komast að kjarna sínum. Þessikjamiereinmittgrunnurinn að því sem fyrirtæki hafa fram að færa og er sömuleiðis lykilinn að þeim ávinningi sem fyrirtæki hafa að bjóða viðskipta- vinum sínum. 1 Peter Drucker varð fyrstur til að setja fram hugtakið ‘know- ledge worker’ og hann hefur í Qölda greina og bóka rætt um mikilvægi þekkingar sem auðlindar í rekstri fyrirtækja, nú síðast í bókinmManagemenl Challengesfor the 21.st Century, Harper Business (1999). 2 Ikujiro Nonaka hefúr ásamt Hirotaka Takeuchi skrifað tíma- mótaverk um sköpun þekkingar í fyrirtækjum: The Know- ledge Creating Company, Oxford University Press (1995). 3 Sjá athyglisverðar greinar og kafla í bókunum Knowledge and Strategy, Butterworth Heinemann (1999) ritstýrt af Mi- chael H. Zack og The Knowledge Advantage, CapstonePub- lishing (1999) ritstýrt af Rudy Ruggles og Dan Holtshouse. 4 David J. Skyrme er höfundur bókarinnar Knawledge Net- working: Creatingthe Collaborative Enterprise, Butterworth Heinemann (1999). 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.