Vísbending


Vísbending - 20.10.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.10.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Bandaríkjamanna á flutningum fyrir varnarliðið. Pólitísk afskipti Þann tíma sem ágreiningsmál þetta hefur verið til umfjöllunar, hefur vakið sérstaka athygli framganga Roberts G. Torricellis öldungadeildar- þingmanns fyrir New-Jerseyfylki í Bandaríkjunum. Torricelli eráhrifamikill þingmaður sem á sæti í dómsmálanefnd og utanríkismálanefnd öldungadeild- arinnar og er forystumaður í fjáröflunarnefnd Demókrataflokksins. Hann virðist hafa haft bein og óbein afskipti af máli þessu. Hinn 15. mars 1999 ritaði Torricelli m.a. bréf til Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, og fór fram á að hún áfrýjaði dómi alríkisdómstólsins frá 3. febrúar 1999. Haustið 1999 gerði Torricelli auk þess tilraun til þess að setja það skilyrði við fjárlagafrumvarp Bandaríkjanna að afstaða bandarískra stjómvalda héldist óbreytt til túlkunar, framkvæmdar og breytinga á milliríkjasamningnum og samkomulaginu frá 1986. Með þessum afskiptum í þágu Atlantsskipa, - Transatlantic Lines - Iceland, telur Torricelli sig vera að vinna bandarískum hagsmunum gagn. Morgunblaðu5 sagði í grein um málið7. maí síðastliðinn: „Sú spurning vaknar eðlilega hvers vegna öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi er að skipta sér af viðskiptasamningum um flutninga fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli sem eru smáir jafnvel á íslenskan mælikvarða. Skýringarinnar er að leita í New Jersey, heimafylki þingmannsins. Brandon Rose, sem á helminginn í Transatlantic Lines, er kominn af efnaðri fjölskyldu sem í fjölda ára hefur rekið verktaka- fyrirtæki í New Jersey. Fyrirtækið veltir árlega um 15 milljörðum króna og hefur m.a. unnið mikið fyrir fylkisstjórnina í New Jersey, einkum í vegagerð. James Florio, fyrrum ríkisstjóri í New Jersey, rekur lögfræðiskrifstofu sem vann fyrir Transatlantic Lines þegar fyrirtækið var að ná samningum við flutningadeild bandaríska hersins. Hann kom á tengslum við Torricelli, en þeir eru vinir og samflokksmenn. ... Afskiptum Torricelli af málinu lauk ekki með niðurstöðu réttarins því að í mars sl. skrifaði hann utanríkisráðherra Banda- ríkjanna bréf þar sem hann varar utanríkisráðuneytið við að grípa til aðgerða í því skyni að breyta á nokkurn hátt samkomulagi landanna um sjóflutninga fyrir varnarliðið." Þessi kafli er umhugsunarefni þeim sem gagnrýnt hafa íslensk stjórnvöld fyrir að hafa viljað beita sér fyrir því að samningnum frá 1986 væri fylgt. Lokaorð Tilgangur milliríkjasamningsins frá 1986 er ótvírætt að tryggja skiplingu varnarliðsflutninganna milli óháðra skipafélaga, eins bandarísks og annars íslensks. Svo er ekki eftir samninga flutningadeildar Bandaríkjahers við Transatlantic Lines - Iceland. Alríkis- dómstóllinn í Washington hnekkti þeirri niðurstöðu, en áfrýjunardómstóll staðfesti hana aftur. Niðurstaða áfrýj- unardómstólsins er, að mati Eimskips og sérfræðinga félagsins, í andstöðu við markmið milliríkjasamningsins frá 1986. Það deilumál sem hér hefur verði rakið snýst um rétt Islendinga til að annast flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli á grundvelli milli- ríkjasamnings Islands og Bandaríkjanna frá 1986. Meginspurning deilunnar er hvort eitt fyrirtæki, bandarískt eða íslenskt, geti náð undir sig öllum varnar- liðsflutningum með því að stofna dóttur- eða systurfyrirtæki í því landi sem það starfarekki, og þarsemráðandi eigendur eru ekki búsettir. Áhrif fyrningarleiðar Þórólfur Matthíasson, ; i hagfræðingur ■ Iannars ágætri skýrslu Auðlindanefndar frá september 2000 er heldur litlu púðri eytt í um líkleg áhrif þess á verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja á markaði verði farið að tillögum nefndarinnar. Birtar eru töflur er sýna áhrif fymingarleiðarinnar, sem nefndin kallar svo, á heildarverðmæti kvóta kvóta- settra tegunda. Þá er og að finna nokkrar vangaveltur um gjaldþol greinarinnar á líðandi stundu. Engin tilraun er gerð til að meta áhrif ólíkra gjaldtökuaðferða á afkomu fyrirtækjanna í framtíðinni né er gerð tilraun til að meta áhrif gjaldtöku eða auglýsingar um gjaldtöku á verðmat aðila á hlutabréfamarkaði. Það er til- gangur þessarar greinar að rökstyðja þá skoðun undimitaðs að hóflega útfærð fyrningarleið (svo notað sé orðaval Auðlindanefndar) með fyrningarhlut- fall af stærðargráðunni 10-20% muni ekki raska verðmæti hlutabréfa þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á Aðal- lista Verðbréfaþings svo neinu nemi umfram það sem orðið er. Hlutabréf hafa lækkað Hlutabréfavísitala sjávarútvegsfyrir tækja hefur lækkað um 4-5% síðan skýrsla Auðlindanefndar kom út. Varasamt er að lesa of mikið út úr þeirri þróun þar sem verð hlutabréfafélaga í annarri starfsemi en sjávarútvegi hefur einnig farið lækkandi á sama tíma þó lækkunin sé reyndar ívið minni. Þessi leiðrétting á verði sjávarútvegsfyrir- tækjaermismikil eftirfélögum, en verður að teljast harla eðlileg og skynsamleg í Ijósi þess að óvissa er ríkjandi um hvernig greitt verður fyrir mikilvæg aðföng greinarinnar í framtíðinni. V egna þessarar óvissu þurfa fjárfestar einfald- lega áhættuálag eigi þeir að festa fé í sjávarútvegs fyrirtækjum. Þetta áhættu- álag kemur fram sem hærri ávöxtunar- krafa þegar fjárfest er í sjávarútvegi en í öðrum greinum. Það má því búast við að verð sjávarútvegsfyrirtækja haldist lágt meðan ófrágengið er hvert fyrir- komulag greiðslu fyrir auðlindanotkun verður og hvaða upphæðir eru í spilinu. Mismunandi virði Undirritaður hefur bent á það öðru hvoru að mikill munur er á upplausnarvirði og markaðsvirði sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á Aðallista Verðbréfaþings. Nokkuð ítarleg athugun á efnahags- og rekstrar- reikningum þessara fyrirtækja bendir til þess að upplausnarvirði þeirra hafi verið 164 milljarðar króna í árslok 1999 en markaðsvirði þeirra einungis um 67 milljarðar. Síðan hefur markaðsvirði fyrirtækjanna heldur lækkað en upp- lausnarvirðið breyst minna. Skuldlaus eign þessara fyrirtækja fyrir utan kvóta gæti numið 20 til 25 milljörðum króna gróflega metið. Þessi munur upp- lausnarvirðis og markaðsvirðis sjávar- útvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði er ekki auðskýrður. Þó virðist ntega slá því föstu að fjárfestar á hlutabréfamarkaði gangi út frá því að kvótaverð á kvótamarkaði endurspegli ekki raun- verulegtframtíðarverðmæti kvótans. Ég liefi áður bent á það í greinum hér í blaðinu að líklega geri fjárfestar á hlutabréfamarkaði sér grein fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin þurfi fyrr eða (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.