Vísbending


Vísbending - 20.10.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.10.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) síðar að greiða fyrir auðlindanotkunina. s Ahrif fymingarleiðar Auðlindanefnd metur það svo að verði útgerðarmönnum gert að skila 10% af úthlutuðum aflaheimildum árlega muni það lækka verðmæti kvótaeignar um 59% (sjá töflu 2 í skýrslu nefnd- arinnar). Verði fymingarhlutfallið 20% lækkar verðmæti kvótaeignar um 74%. Kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja á Aðallista var metin um síðustu áramót áum 140milljarða.' Sé gengið út frá því að kaupendur og seljendur kvóta hafi ekki gert ráð fyrir því um síðustu áramót að til einhvers konar auðlindagjalds- greiðslna myndi koma þá má gera því skóna að yrði fyrningarleiðin farin og fymingarhlutfallið ákveðið á bilinu 10- 20% þá myndi upplausnarvirði sjávar- útvegsfyrirtækjanna fyrrnefndu lækka niður í 55-75 milljarða. Sé hins vegar gengið út frá því að kaupendur og seljendur varanlegra aflaheimilda hafi gert ráð fyrir að nokkrar líkur væru á að til einhvers konar gjaldtöku myndi koma má hækka þessar tölur um 10 til 20 milljarða að minnsta kosti. Niðurstaða Verði fymingarleið Auðlindanefndar farin og verði fymingarhlutfallið á bilinu 10-20% mun upplausnarvirði sjávarútvegsfyrirtækja á Aðallista verða á bilinu 65 til 90milljarðar. Til hliðsjónar er rétt að minna á að markaðsvirði fyrirtækjanna er öðm hvoru megin við 60 milljarðana um þessar mundir. Það er því harla ólíklegt að sú hóflega aðgerð að gera sjávarútvegsfyrirtækjunum að skila til baka 10-20% af úthlutuðum kvóta árlega muni breyta því að upplausnarvirði þessara fyrirtækja haldi áfram að vera hærra en markaðsvirði þeirra 1 Auðlindanefnd telur að verðmæti alls kvóta á gildandi markaðsverði sé nálægt 290 milljörðum króna. Það má því leiða að því líkur að sjávarútvegsfyriræki skráð á Aðallista Verðbréfaþings ráði um helmingi af úthlutuðum kvóta. Eru konur betri í stjórnir? IBusiness Week var nýlega sagt frá rannsókn á stjórnum fyrirtækja. Rannsóknin náði til 115 stórra fyrirtækja og leiddi hún í Ijós að þær stjómir sem konur sátu í voru virkari en hinar sem eingöngu voru skipaðar körlum. í Bandaríkjunum skipa karlar mikinn meirihluta stjórnarsæta í fyrirtækjum líkt og hér á landi. Sá þáttur sem hafði mest áhrif á það hvort stjómar væru virkar var að þar sætu fulltrúar stofnanafjárfesta. I rannsókninni var meðal annars kannað hve stór hlutur stjórnanna var í meiri- háttar ákvörðunum. Þar kom í ljós að þar sem ein eða fleiri konur voru í stjóm höfðu stjórnirnar mun meira að segja en í þeim stjórnum þar sem engar konur fundust. Blaðið nefnir tvær hugsanlegar skýringar á þessu: Víðsýnar stjórnir sem hafi áhrif vilji gjarnan fá konur til starfa og hitt að konur eigi léttara með það en karlar að koma með ný viðhorf og því verði stjórnimar virkari og upp- fylli þannig hlutverk sitt betur. Hver sem ástæðan kann að vera láta hölundar rannsóknarinnar að því liggja að niður- stöðurnar sýni ljóslega að það borgi sig að velja konur í stjórnir fyrirtækja. Það er athyglisvert að þeir tveir þættir sem virðast hafa mest að segja um virkni eða afskiptasemi stjórna em að þær séu skipaðar annars konar fulltrú u nt en lengi varhefðbundið. Ekki kom frarn íkönnun- inni hvort ákvarðanir afskiptasamra stjórna væru betri en hinna. r Spakmæli Lífeyrissjóðakerfið tekur sífellt betur við af almannatryggingakerfinu þótt seint muni það gera hið síðarnefnda með öllu óþarft. Heildarendurskoðun á almanna- tryggingakerfinu er vissulega tímabær. Séra Hjálmar Jónsson alþingismaður Þar sem konur hér á landi em vel mennt- aðar og eru helmingur þjóðarinnar þá hlýtur það að vera áhyggjuefni þeirra sem vilja stuðla að auknum hagvexti og bættum kjömm hér á landi að sá kraftur sem í konunt býr skuli ekki vera virkjaður til hins ýtrasta. Guðrún Pétursdóttir dósent Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að [Kio Briggs] sé af hand- höfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Forstjórar sem stæra sig af sérstöku sparnaðarátaki em álíka aðdáunarverðir og menn sem stærðu sig af sérstöku öndunarátaki. Warren Bujfett Ég hef getað sofið, þó að öðrum hafi gengið vel. Loftur Bjarnason útgerðarmaður Hinhliðin Hækkun á verði hlutabréfa undan- farin ár hefur verið með eindæmum. Það er langt síðan „sérfræðingar" fóru að vara við því að verðið væri orðið svo hátt að erfitt væri að réttlæta það með hliðsjón af afkomu fyrirtækjanna. En þvert á aðvörunar- orðin hefur markaðurinn sífellt verið bjartsýnn og verð hefur haldið áfram að hækka. Efnilegir menn hafa hlegið að gömlu fauskunum sem aldir eru upp í görnlu hagkerfi. Nú hefur nýöldin tekið við á verðbréfamörkuðunum og ekki hægt að miða við úrelt hugtök eins og hagnað lengur. Væntingar skipta öllu. Þetta minnir að ýmsu leyti á happdrætti þar sem vinningurinn er mjög stór en vinningslíkur bæði litlar og meira að segja mjög óvissar. Enginn vafi er á því að dæmi eru um að menn hafi auðgast mikið á nokkrum fjárfestingum af þessu tagi, en því miður virðist það oft vera svo að þeir einir græði sem hafa selt nógu snemma. Ein ástæðan fyrir því að fyrirtækin í nýja hagkerfinu hafa átt auðvelt með að fá starfsmenn er sú að þau hafa getað boðið upp á kaupréttar- samninga, þar sem starfsmönnum leyfist að kaupa hlut í fyrirtækinu á fyrirfram ákveðnu gengi. Þegar gengi hlutabréfa hækkar hirða starfsmennirnir svo mis- muninn. Þetta kerfi virkar mjög vel ef hlutabréf hækka hratt í verði en snýst hins vegar í höndum manna þegar geng- ið hrapar. Því eru mörg fyrirtæki komin í þá neyðarlegu stöðu að vera orðin „gömul“ í nýja hagkerfinu, en þar eldast fyrirtæki hratt. Verð á kaupréttartilboð- um þarf að lækka til þess að halda í lykilmenn. Þar með er ein réttlætingin á kaupréttarkerfinu horfin, að kerfið hvetti starfsmenn með því að hagsmunir þeirra og fyrirtækisins fari saman í því að gengi hlutabréfa hækki. Það er engin ástæða til þess að túlka verðfall á hlutabréfum nú á þann hátt að það sé ekki áhættunnar virði að fara af stað með slíkan rekstur. Verðið hefur einfaldlega verið orðið of hátt. Fyrst og fremst þurfa þeir sem leggja í slíka áhættu að eiga fyrir henni, þ.e. hafa efni á því að tapa peningunum. Það er stóralvarlegt mál ef rnenn steypa sér í stórskuldir og sitja svo uppi með vþær og verðlítil hlutabréf. Alitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sfmi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Vjeyfis útgefanda.______________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.