Vísbending


Vísbending - 10.11.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.11.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 10. nóvember 2000 45.tölublað 18.árgangur Endirinn á upphafmu Aprílmánuður síðastliðinn hefur verið skráður í sögubækur hlutabréfamarkaðarins, svartur og sorglegur en þó óumflýjanlegur. Síðan þá hafa íyrirtæki sem hafa kennt sig við Netið átt erfitt uppdráttar. Þetta vekur upp spumingu um hvort þessi margumtalaða tæknibylgja og netvæð- ing hafi verið uppblásin blaðra rétt eins og verð flestra þeirra fyrirtækja sem leiddu byltinguna (sjá mynd 1). Verður aprílmánaðar ársins 2000 minnst sem upphafsins á endinum? Kjaftshögg eða rothögg? Engum þarf að dyljast að netfyrirtæki hafa átt undir högg að sækja á hluta- bréfamarkaðinum. Það var mikið áfall fyrir flest þessara fyrirtækja að ijárfestar fóru allt í einu að krefjast einhvers árangurs ogjafnvel afkomu, þolinmæðin sem áður virtist takmarkalaus var allt í einu á þrotum undir lok aprílmánaðar. Verðlag fyrirtækja sem hafði verið réttlætt með hugsanlegri markaðshlut- deild í hugsanlegum markaði varð allt í einu háð nánustu framtíð. Nægir að nefna fyrirtæki eins og Lastminute.com og Priceline (sjá mynd 2). Hugsanlega hafa þessi snöggu um- skipti orðið til þess að margar góðar hugmyndir hafa að engu orðið þar sem ijármagnsskortur og hæfíleikaskortur hindra frekari þróun. Fjármagnsskortur sem kemur til af því að fáir hafa burði til að dæla peningum í það áhættuspil sem leikurinn allt í einu reyndist. Hæfileika- skortur sem kemur til af því að helsta leið þessara fyrirtækja til þess að fá til sín gott starfsfólk fólst í hlutabréfa- ívilnunum, sem eru svo einskis virði þegar hlutabréfaverð hrapar. Ahættufjármagn var orkuveita upp- gangstímabils net- og tæknifyrirtækja. Aldrei í sögu hlutabréfamarkaðarins hefur jafhmikið ijármagn verið í umferð. Allt var ijármagnað og keypt á markaði svo lengi sem það lét vel í eyrum og oft nægði punkíur com aftan við nafn fyrirtækis til þess að fullnægja þeim skilyrðum. Þegar markaður fyrir nýskráð fyrirtæki og markaðurinn í heild, sem Mynd 1. Nasdaq og vísitala A nýskráðra fyrirtœkja (Bipo) J Nóv. Jan. Mars Maí Júlí Sept. Nóv. c Mynd 4. Hluíabréfaveró Charles Schwab og General Elecíric mörkuðu lokaskref fjármögnunarferils- ins, tóku dýfu þá vandaðist leikurinn. Reyndar má sjá á mynd 1 að hluta- bréfaverð nýskráðra fyrirtækja hafði hrapað í marsmánuði og því gefið vísbendingu um hvað koma skyldi. Þó svo að áhættufjármagn fýrir ný- skráningu sé enn mikið þá hefur greini- leg breyting orðið á hvemig úr því er spilað. A þriðja ársfjórðungi mátti sjá 7% samdrátt í áhættufjárfestingum og hlutfall frumfjármögnunar lækkaði í 20% úr 26%. Áhættufjárfestar sitja uppi með mörg af þessum net- og tæknifyrir- tækjum í fjárfestingasafni sínu og eru um þessar mundir fyrst og fremst að greiða úr þeirri flækju frekar en að fjárfesta í nýjum samningum. Frum- kvöðlar hafa einnig orðið þess varir að fjármögnun er ekki eins auðveld og áður. Fyrirtæki sem þegar hafa komist hálfa leið standa frammi fyrir því að þau fá ekki meira fjármagn og eru á góðri leið með að brenna upp öllu því fjármagni sem þau hafa þegar fengið. Leikurinn virðist því að lokum kominn, alla vega fyrir mörg þessara fyrirtækja. Önnur lota Þó að niðursveiflan á hlutabréfamark- aði hafi orðið til þess að netfyrirtæki eru ekki lengur í tísku þá er ekki þar með sagt að leiknum sé lokið. Þó að flest þessara fýrirtækja hafí litla eða enga möguleika á að verða það sem upp- haflega var ætlunin þá er ekki þar með sagt að enginn hafi nýtt þessa tækni- byltingu. I nóvemberhefiti SmartBusiness er listi yfir 50 bandarísk fýrirtæki sem hafa látið Netið vinna fyrir sig svo um munar. Það sem kann þó að koma einhverjum á óvart er að mörg þessara fýrirtækja eru þekkt fýrir annað en að vera netfýrirtæki. Efst á listanum er fjárfestingarfýrirtækið Charles Schwab sem olli straumhvörfum í hlutabréfaviðskiptum á Netinu, þá er General Electric í því þriðja, W.W. Grain- er í því sjöunda og IBM í því áttunda. Gömul, gróin fýrirtæki sem hafa nýtt sér möguleika Netsins eru áberandi á list- (Framhald á síðu 4) 1 Þrátt fýrir að mörg net- fyrirtæki hafi fallið mikið í verði er ekki þar með sagt aðNetið eigi ekki framtíð. 2 Bandaríska kaffikeðjan Starbucks hefúr gert kaffi að „heitasta" drykknum á markaðinum. 3 Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofhunar, fjallar um stefhumörkun í ríkisfjármálum.ígreinhans 4kemur fram að megináhersla mun verða lögð á niður- greiðslu skulda á komandi árum. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.