Vísbending


Vísbending - 08.12.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.12.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 8. desember 2000 49. tölublað 18.árgangur Aukin alþjóðavæðing Nýlega tilkynnti Islandsbanki- FBA að verið sé að vinna að samningi um kaup á 56,2% hlut í lettneskum banka er nefnist Rietumu en hann er talinn fjórði stærsti banki þar í landi. Þó að ekki verði gengið frá samningum fyrr en á næsta ári þá er þessi tilkynning merki um þann hug sem virðist vera í íslenskum fyrirtækjum að leggja í auknum mæli land undir fót. Þessi tíðindi eru einnig í takti við aukið vægi alþjóðavæðingar og alþjóðavið- skipta í heimsþorpinu. Viðskiptaumfang Nýlega gaf Alþjóðaviðskiptastofn- unin út skýrslu um umfang alþjóða- viðskipta árið í 999. Það sem vekur einna mest athygli er að stofnunin metur það svo að umfang alþjóðlegra vöruvið- skipta hafi aukist um 10% á þessu ári. Þetta er tvöfalt meiri aukning á milli ára en undanfarin tvö ár. Meðalaukning vöruviðskipta á tíunda áratugnum hefur verið um 6,5% og þó að gert sé ráð fyrir eitthvað minni aukningu er því engu að síður spáð að hún verði yfir meðaltalinu, um 7%. Þegar umfang vöruútflutnings er skoðað hér á landi kemur í ljós að fyrstu tíu mánuði ársins hefur vöruútflutn- ingur aukist um 6,9% á milli ára, miðað við að reiknað sé á föstu gengi. Heildar- verðmæti vöruútflutnings fyrstu tíu mánuðina er 123,8 milljarðar. Enn sem fyrr vegur útflutningur sjávarafurða þyngst eða um 65% af heildarvöruútflutningi. Það er þó lægra hlutfall en á síðasta ári, vegna stöðugt minnkandi kvóta, þegar hlutfallið var 68,5%. Athyglivert er að hlutfall iðnaðar hefur hækkað úr 24,6% í 31,1% eða um hartnær tíu milljarða. Mest vegur meira verðmæti álút- flutnings en þó hefur verð- mæti útflutnings á kísiljárni og öðrum iðnaðarvörum einnig aukist um 30%. Engu að síður var vöruskiptajöfnuður 10 milljörðum óhagstæðari fyrstu tíu mánuði þessa árs en á sama tíma á síðasta ári. Fjárfesting erlendis Um mitt þetta ár var bein fjárfesting íslendinga erlendis orðin 35,3 milljarðar króna sem er þó nokkuð umfram það sem hún var á síðasta ári, þegar hún var tæpir 30 milljarðar yfir árið í heild. Það er því ljóst að Islendingar hafa fjárfest meira erlendis á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Góðar líkur eru á að útkoman fyrir árið í ár verði hátt í 50 milljarðar. Ekki er öll þessi hækkun þó Mynd 1. Aukning unifangs alþjóða- vöruviðskipta á heimsvísu 1996-2001 (%) tilkomin vegna beinna fjárfestinga þar sem gengi krónunnar spilar stóra rullu í þessum tölum. Islenska krónan hefur lækkað mikið á árinu og því hafa eignir íslendinga erlendis hækkað í tslenskum krónum. Stærsta einstaka fjárfesting íslensks fyrirtækis á erlendum markaði átti sér stað þegar Össur hf. keypti bandaríska fyrirtækiðFlex-footfyrirhtla5,3milljarða. Ossur hf. hefur heldur ekki látið þar við sitja heldur keypti það sænskt fyrirtæki, Pi Medical og Karlsson & Bergström, og svo annað bandarískt fyrirtæki, Century XXII, í lok ársins, samanlagt (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Bein fjárfesting erlendis 1995-2000 (í milljörðum króna) Mynd 3. Bein fjárfesting Islendinga í atvinnu- rekstri erlendis 1995-2000 (í milljórðum króna) >1 Bein fjárfesting íslend- ^ I inga í atvinnurekstri 1 X erlendishefuraukistveru- ^ lega á árinu . Gylfi Magnússon hag- fræðingur fjallarumgalla- gripalíkan Akerlofs sem hefur jafnan verið notað til 3 þess að útskýra ósam- hverfar upplýsingar og hvernig þær geta gert markaði óskilvirka. Gylfi 4 notarlíkanið til að veltafyrir sér upplýsingaskyldu selj- enda á hlutabréfamarkaði. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.