Vísbending


Vísbending - 08.12.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.12.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING Af gallagripum, ósamhverfni og umboðsmönnum 1 flp I M 1 Gyll'i Magnússon i h hagfræðingur K/ Aflestum mörkuðum geta komið upp siðferðileg álitamál sem má annað hvort rekja til þess sem kalla má ósamhverfar upplýsingar (e. asymmetric information) eða til svo- kallaðs umboðsvanda (e. principal- agent problems). Þessi fyrirbrigði eru náskyld. Með umboðsvanda er átt við þau vandræði sem rekja má til þess að þegar einhver fær annan til að vinna verk fyrir sig eiga þeir oft mismunandi hagsmuna að gæta. Frá sjónarhóli umboðsmannsins er ekki alltaf best að vinna verkið á þann hátt sem kemur umbjóðanda hans best. Á ensku er, sem fyrr segir, talað um „principal-agent problem“. „Agent“ er þá umboðsmaður og „principal" er umbjóðandinn, sá sem ræður umboðsmanninn til þess að gera eitthvað í sínu umboði. Hagsmunir þessara tveggja aðila geta verið ólíkir. Umboðsmaðurinn hefur í sumum tilfellum hvata til að taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni umbjóðandans. Ósamhverfar upplýsingar Osamhverfar upplýsingar skipta talsverðu máli þegar rætt er um umboðsvanda. Ein ástæða þess að umboðsmenn geta komist upp með að skara eld að eigin köku er sú að þeir sem ráða þá hafa ekki nákvæmar upplýsingar um hvað þeir gera. Umboðsmaðurinn og umbjóðandinn hafa ekki sömu upplýsingar, upplýsingarnar eru það sem kalla má ósamhverfar. Ósamhverfar upplýsingar koma víða við sögu. Þær skjóta t.d. iðulega upp kollinum á vinnumarkaði. Sá sem ræður starfsmann þarf að veita honum hvatningu til þess að gera það sem er vinnuveitandanum í hag. Starfsmað- urinn hefur eigin óskir og þarfir og reynir að vernda hagsmuni sína. Vinnuveit- andi getur ekki vitað með vissu hvernig sérhver starfsmaður skilar vinnu sinni. Þetta eru engin ný sannindi, á þetta er t.d. bent í ýmsum ritum um stjórnun. Umboðsvandinn kemur þó sérstaklega skýrt fram á fjármálamörkuðum og því er ætlunin að skoða áhrif hans á því sviði sérstaklega í síðari greinum. Gallagripir Akerlofs / A gætt er að hefja umfjöllunina á frægu /Vlíkani sem sýnir vel áhrif ósam- hverfra upplýsinga. Líkanið er kennt við höfund þess, mann að nafni Akerlof, og kallað á ensku „Akerlof’s lemon problem".1 „Lemon" þýðir vitaskuld sítróna en er líka notað á ensku yfir vörur sem eru gallaðar, eða slæm kaup í, eru ekki jafngóðar og þær virðast við fyrstu sýn. Á íslensku má þýða þetta sem gallagripalíkan Akerlofs. Einföld útgáfa af þessu líkani gæti átt við markað fyrir notaða bfla. Sumir bílanna eru lélegir (gallagripir eða ,,lemons“), hinir góðir. Það skiptir ekki öllu máli hvert hlutfall góðra og lélegra bfla er en við skulum til einföldunar gera ráð fyrir að það séu jafnmargir góðir og lélegir bflar á markaðinum. Við skulum gefa okkur að þeir góðu séu milljón króna virði að mati bæði kaupenda og seljanda, þ.e. að seljendur vilji selja á þessu verði en kaupendur kaupa. Gallagripirnir eru á sama hátt hálfrar milljónar króna virði. Upplýsingar um gæði bíla eru ósam- hverfar. Við skulum t.d. gera ráð fyrir því að seljendur, sem eru búnir að keyra bfla sína um skeið, viti hvort þeir eru góðir eða ekki. Kaupendur vita ekki hvaða bflar eru lélegir og hverjir góðir, þeir sjá bara breiður af bflum á bflasöl- unum og allir líta þeir eins út frá sjónar- hóli þeirra. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en sú grundvallarhugmynd er alls ekki óraunhæf að sá sem vill selja hlut sem hann hefur notað viti meira um hann en sá sem vill kaupa. Við gætum búið til flóknari útgáfu af líkani Akerlofs þar sem seljendur vita meira en kaupendur, en kaupendur vita samt eitthvað, en það bætir í sjálfu sér engu við niðurstöð- umar sem við fáum eða skilning okkar á vandamálinu. ✓ Oskilvirkur markaður Skoðum fyrst þennan markað frá sjónarhóli tiltekins kaupanda. Hann sér að meðalbfllinn er 750.000 kr. virði, meðaltalið af milljón og hálfri milljón. í ljósi þess er freistandi að álykta að kaup- andinn ætti að bjóða þá upphæð. En það er augljóslega varhugavert. Kaup- andi sem býður 750 þúsund í tiltekinn bfl ætti að sjá að tilboðinu verður tekið viti seljandinn að bfllinn er lélegur en hafnað ef seljandi veit að bíllinn er góður. Sá sem býður 750 þúsund fær því lélegan bfl, ef nokkurn. Ef einhver viðskipti verða tapar kaupandinn því 250.000 kr. Það er því óskynsamlegt að bjóða 750.000. Þýðir eitthvað að lækka til- boðið? I raun og veru ekki, nema kaup- andi lækki sig alveg niður í 500.000. Ef kaupandi býður 500.000 verður tilboð- inu tekið af seljanda sem veit að bfllinn hans er lélegur. Þá koma bæði kaupandi og seljandi út á sléttu. Ef seljandi veit að bfllinn er góður selur hann ekki. Þannig geta orðið viðskipti með gallagripi á sanngjömu verði. Það verða engin viðskipti með bfla á verði á milli 500.000 og 1.000.000 nema þau sem kaupendur tapa á. Þýðir eitthvað fyrir kaupanda að bjóða milljón? Þá er hugsanlegt að kaupandinn hitti á góðan bfl. En þeir sem hafa lélegan bfl til sölu munu lflca taka slíku tilboði. Sá sem býður 1.000.000 kemur því út á sléttu í helmingi tilfella en tapar 500.000 í helmingi tilfella. Það er væntanlega ekki vænleg stefna frá sjónarhóli kaupanda. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina skynsamlega tilboðið að bjóða 500.000. Það er því markaður fyrir slæma bíla, þeir geta gengið kaupum og sölum, en góðir bflar seljast ekki. Markaður er fyrir eina tegund af eignum en ekki aðra. Það er vitaskuld slæmt. Almennt virkar hagkerfi þeim mun betur, því skilvirkari sem markaðir em og í þessu tilfelli geta eigendaskipti ekki átt sér stað miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur. Öllu óskilvirkari verða markaðir ekki. Ef markaður á að vera fyrir góða bíla verður að búa til leikreglur sem gera það kleift að eiga viðskipti með göða bfla sem eru hagkvæm fyrir bæði kaupendur og seljendur. Þær leikreglur eru til. Hugsanlegar úrbætur eru t.d. eftir- farandi: - Upplýsingaskylda seljenda - Seljandi ábyrgist vömna - Endurtekin viðskipti Upplýsingaskylda seljenda Hægt er að setja lög þar sem þess er krafist að seljendur notaðra bíla upplýsi kaupendur um alla galla sem þeir þekkja á bílunum eða, í því einfalda dæmi sem skoðað var hér að framan, hvort bílinn er góður eða lélegur. Ef seljandinn bregst þessari upplýsinga- skyldu getur kaupandinn farið í mál við hann, látið kaupin ganga til baka og jafnvel getur seljandinn þurft að sæta refsingu. Þetta er fræðilega séð ágæt leið til úrbóta og henni er víða beitt með einum eða öðrum hætti. En framkvæmdin er ekki alltaf jafnauðveld og í þessu einfalda dæmi. Stundum getur verið erfitt að sanna að seljandi hafi vitað að eitthvað var að. En lögin gera yfirleitt ekki svo strangar kröfur, miðað er við að hæfilega upplýstur seljandi hefði átt að vita að varan var gölluð. Hliðstæðum ákvæðum er m.a. iðu- lega beitt á íjármálamörkuðum. Sem dæmi 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.