Vísbending


Vísbending - 15.12.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.12.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING Erlent vinnuafl Garðar Vilhjálmsson s (j órn má I a l'ræði ngu r Launafólki af erlendu bergið brotið á vinnumarkaði hefur fjölgað mikið hérlendis síðustu ár. Atvinnurekendur hafa tekið þessu vinnuafli fegins hendi og oft á tíðum beinlínis staðið fyrir hingaðkomu þess- ara einstaklinga (sbr. samning Samtaka iðnaðarins og Mannafls um milligöngu á erlendum launamönnum). Astæðumar eru skortur á vinnuafli hérlendis í þeirri þenslu sem hefur einkennt vinnumark- aðinn liðin ár og ekki skemmir fyrir sú reynsla sem íslenskir atvinnurekendur hafa af þessu launafólki. Nýjar aðstæður Til að gefa mynd af fjölda erlendra launamanna þá voru fyrstu tíu mánuð þessa árs 1.031 erlendur ríkis- borgari á félagssvæði Eflingar - stéttar- félags (af um 14 þúsund félögum) þar sem sambærileg tala fyrir árið 1999 var innan við 500 allt árið. Af þessum rúm- lega eitt þúsund launamönnum eru flestir frá Filippseyjum, Tælandi, Pól- landi og ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Erlendir launamenn eiga hér greið- astan aðgang (a.m.k. til að byrja með) að láglaunastörfum. Þannig voru sjúkra- hús og umönnunarstofnanir með um 20% af erlendum félagsmönnum í Efl- ingu, og hlutur iðnverkafólks var svip- aður, einnig er nokkur hluti þessara félagsmanna í ýmsum þjónustustörfum. Það segir sig sjálft að þegar stór hluti launafólks einstakra atvinnugreina og fy rirtækj a er af erlendu þjóðemi koma upp nýjar aðstæður á vinnustaðnum sem þarf af bregðast við. Hér mætti búast við frumkvæði atvinnurekanda (eða þeirra samtaka) við að kenna íslensku og jafnvel standa að kennslu í lágmarksþekkingu á hefðum og menn- ingu þjóðarinnar. En aðrir þurfa einnig að koma að málum. Vinnumálastofnun félags- málaráðuneytisins á að koma með skipu- legri hætti að kennslu erlendra launa- manna, bæði við íslenskukennslu en ekki síður við upplýsingagjöf um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Stéttarfélög hafa reynt að gera sitt, t.d. með fundum og útgáfumálum og í desember blaði Eflingar er reynt að koma til móts við erlenda félaga með því að birta upp- lýsingar um þjónustu félagsins á ensku. Krafa samfélags Það hlýtur að vera krafa samfélagsins að þær stofnanir sem koma að málum þessara launamanna geri sitt ýtrasta til að aðlögun að samfélaginu verði sem mest og best. Fyrirtæki og samtök atvinnurekenda eiga hér skyldum að gegna sem þau hafa því miður ekki staðið undir hingað til. Afleiðingin er til - skemmri tíma - oft ýmis misskilningur og smávægilegir árekstrar, en til lengri tíma gæti verið um að ræða kostnað- arsöm vandamál og alvarlegar deilur sem hljóta að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja á verri veg. (Framhald af síðu 1) sem var í ríkiseigu, var ætlað að þjóna landbúnaðinum. Næstu áratugi voru margir bankar stofnaðir: Iðnaðarbank- inn, Verslunarbankinn, Samvinnubank- inn og Alþýðubankinn. Það var svo í byrjun tíunda áratugarins að banka- kerfið var stokkað upp á nýtt. Nýr Islandsbanki tók til starfa en hann var stofnaður úr þremur einkabönkum, Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbank- anum, ásamt Utvegsbankanum. Þá var einnig endanlega gengið frá kaupum Landsbankans á Samvinnubankanum. Við þessi tímamót sagði Jóhannes Nordal þáverandi Seðlabankastjóri: „Sé hins vegar fallist á þau meginsjónarmið sem ég hef þegar sett fram það er að segja að óhjákvæmilegt sé að reka ríkisviðskiptabankana héðan af á hrein- um viðskiptagrundvelli og engin rök séu fyrir ríkisafskiptum af dreifingu lánsfjár á frjálsum lánsfjármarkaði, sé ég ekki heldur, að nein haldbær rök séu fyrir því, að ríkið taki þátt í bankastarf- semi. Þvert á móti mundi ríkið hafa af því beinan fjárhagslegan hag að losa sig út úr þessum rekstri." Jóhannesi Nordal hefur þó ekki enn orðið að ósk sinni. Að lokum er það stutt en snörp saga Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) sem varð til úr fjárfestingarlána- sjóðum atvinnuveganna og hóf starf- semi í byrjun árs 1998 sem setti svip sinn á bankasögu aldarinnar. í lok fyrsta starfsársins var hluti bankans einka- væddur og að fullu árið eftir, ásamt því að seldur var lítill hluti í bæði Lands- bankanum og Búnaðarbankanum. FBA var svo sameinaður Islandsbanka í byrjun árs 2000 undir því frumlega nafni Íslandsbanki-FBA. Þrátt fyrir miklar hræringar á öldinni er staðan ekki ólík þeirri sem var við upphaf aldarinnar og ljóst má vera að enn meiri hræringar eru framundan og ekki ólíklegt að erlendir fjármagns- eigendur eigi enn á ný eftir að taka beinan þátt í bankarekstri hér á landi. Að kjósa rétt Forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um eru góð lexía í því hve gallað kosningakerfið í þvílandi er. Kjörmanna- kerfið er sérstætt, þar sem sigurvegarinn fær alla kjörmennina, jafnvel þótt aðeins muni örfáum atkvæðum eins og í Flórída. Bent hefur verið á að það verði til þess að öll fylkin skipti máli, því ella myndu frambjóðendumir ekki nenna að skipta sér af smáfylkjum þar sem lítill munur er á fylgi, en nú geta þau riðið bagga- muninn fyrst sigurvegarinn fær alla kjörmennina. Hin hliðin er sú að í fjöl- mennum fylkjum eins og New York, þar sem löngu var ljóst að Bush ætti enga möguleika, var nánast enginn kosninga- barátta. Bush hafði afskrifað fylkið fyrir löngu og einbeitti sér að fylkjum þar sem minnu munaði samkvæmt könnun- um. Þess vegna er ekki rétt að leggja of mikið upp úr því að Gore hafi fengið meirihluta atkvæða á landsvísu, fram- bjóðendurnir höguðu baráttunni ein- faldlega eftir reglunum sem giltu, hversu vitlausar sem þær kunna að vera. Það er aðáhyggjuefni allra sem hafa fylgst með kosningunum hve reglumar virðast óljósar og hve fjarri fer því að sömu reglur gildi um öll Bandaríkin. I einu fylki, Oregon, máttu allir senda atkvæðaseðla í pósti, og víða geta utan- kjörfundaratkvæði verið að berast löngu eftir kjördag. Þessar reglur eru beinlínis heimskulegar, því að þær verða til þess að úrslit eru ekki ljós fym en löngu eftir að kjörfundi lýkur. Flórída er kafli útaf fyrir sig. Kjörseðlar eru einkennilega hannaðir, mismunandi eftir sýslum, sumir greiða atkvæði með vélum, aðrir með blýanti. Allir sem hafa komið nálægt talningu vita að kjósandi getur ógilt atkvæði sitt með ýmsu móti, jafnvel þótt hann ljóst sé hvað hann „ætlaði“ að gera. Mestu skiptir að reglurnar séu skýrar og að þeim sé fylgt. f Flórída gilti hvomgt. Þrákelkni Gores við áfrýjanir og kærur benda þó ekki til þess að þar fari maður sem hefði hæfileika til þess að sameina þjóðina bakvið sig. Menn segja honum til vamar að hann trúi því í einlægni sjálfur að hann hafi unnið. En hefur það mikla þýðingu frá manni sem trúir því líka að hann hafi fundið upp Internetið? '--------------------------------------- ^Ritstjóm: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaöur, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráögjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.