Vísbending


Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING ^ Þorvaldur Gylfason prófessor Hugsum okkur tvo menn. Annar vinnur heiðarlega vinnu alla virka daga og kemur heim með kaupið sitt um hver mánaðamót. Hinn er innbrotsþjófur, liggur yfirleitt í bælinu fram á kvöld, fer þá á stjá og út með kúbeinið og selur síðan þýfið. Setjum svo, að þeir hafi svipaðar tekjur hvor af sinni iðju. Hvorskyldi nú farabeturmeð tekjumar sínar? Hvor skyldi búa betur? Væru til upplýsingar um þetta í hag- skýrslum, tel ég líklegt, að þær myndu sýna, að þjófurinn byggi allajafna við lakari lífskjör en launþeginn. Hvers vegna? Það er af því, að þjófurinn ber litla virðingu fyrir verðmætum, sem aðrir hafa skapað og hann hefúr hrifsað til sín. Hann er því líklegri en launamaður- inn til að eyða tekjum sínum í vitleysu, því að hann er þá að sólunda annarra fé. Þjófurinn þyrfti hærri tekjur en hinn til að ná sömu kjörum. Heiðarleg vinna skapar virðingu fyrir verðmætum. Grip- deildir gera það ekki. Hugsum okkur aðra tvo menn. Annar erfir væna fúlgu fjár eftir foreldra sína, en þau höfðu alla tíð unnið hörðum höndum. Hinn finnur sömu fjárhæð í plastpoka úti á víðavangi (og ákveður að hirða pokann). Hvor skyldi fara betur með féð? Ég held erfinginn, af því að hann er betur að fénu kominn. Þó er það ekki víst: efforeldrarhanshöfðuframfæri sitt af eiturlyfjasmygli, þá gæti plast- pokamaðurinn ef til vill haft vinninginn. Og tökum nú tvær þjóðir með sömu tekjur. Önnur þiggur reiðinnar býsn af þróunaraðstoð erlendis frá. Hin vinnur sjálf fyrir sínum tekjum. Hvor býr betur? Hin síðar nefnda, segi ég, allavega til langs tíma litið, því að óafturkræf, skil- yrðislaus þróunaraðstoð hneigist til að slæva djörfúng og dug og draga þannig smám saman þrótt úr efnahagslífi þiggj- andans. Þjóðir eru yfirleitt líklegri til að eyða þróunaraðstoð en eigin aflafé í lélega fjárfestingu eða aðra vitleysu. Eigi þróunaraðstoð að bera árangur, þarf hún að miða að því að hjálpa þjóðum til sjálfshjálpar. Nálægðarreglan Menn bera yfirleitt ekki tilhlýðilega virðingu fyrir verðmætum, sem þeir fá upp í hendurnar án fyrirhafnar, að ekki sé talað um illan feng. Menn fara því yfirleitt betur með eigið aflafé en annarra. Menn fara þeim mun betur með Annarra fé fé sem þeir sjálfir eða aðrir þeim nákomn- ir hafa þurft að hafa meira fyrir að afla þess. Munurinn eykst með fjarlægðinni frá fyrirhöfninni. Við getum kallað þetta nálægðarregluna: því nær sem menn standa fyrirhöfninni við verðmætasköp- unina, þeim mun betur fara þeir með verðmætin. Vinnan gefur verðmætunum gildi sitt. (Nú kann einhver að spyrja: Er mað- urinn að þyrla rykinu upp af vinnugildis- kenningunni? - þeirri kenningu, að vinnan sé uppspretta alls auðs. Svarið er nei, svo er ekki. Fjármagn getur að sjálfsögðu einnig borið arð ekki síður en vinna, jafnvel þótt virðingin fyrir verðskulduðum arði sé meiri samkvæmt nálægðarreglunni en virðingin fyrirarði, sem aðrir hafa skapað.) Hér er að finna flöt á skýringunni á því, hvers vegna mikill náttúruauður virðist yfirle.itt vera dragbítur á hagvöxt yfir löng tímabil, þótt það sé að vísu ekki einhlítt. Nær öll olíuríki heimsins eru í kröggum. Jafnvel Norðmenn hafa nú vaxandi áhyggjur af því, að olíusjóður þeirra, sem er geymdur í útlöndum og gildnar jafnt og þétt, sé byrjaður að standa þeim fyrir þrifum. I stað þess að takast á við ýmis vandamál heima fyrir, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, staramarg- ir Norðmenn nú eins og staurblindir séu á sjóðinn í þeirri sannfæringu, að fjár- veiting úr honum myndi leysa allan vanda. Við sjáum nálægðarreglunni stað víðs vegar unt þjóðlífið. Hún tekur á sig fjölntargar myndir. Byrjunt í ATVR. Ef kampavínið kostaði 50 aura flaskan, þá myndu sumir þvo bílskúrinn sinn og bursta tennumar upp úr Cordon Rouge kvölds og morgna. Menn bera ekki virðingu fyrir kampavíni, sem kostar næstum ekki neitt. Bændur Evrópu- sambandsins hafa verið staðnir að því að smyrja vinnuvélar sínar með niður- greiddu smjöri. í Nígeríu var um tíma drukkið kampavín með hverjum morg- unverði á mörgum heimilum, ekki af því að vínið væri nær ókeypis, heldur af því að olíugróðinn, sem flæddi yfir sumar fjölskyldur í landinu, illa fenginn, var svo ofboðslegur. Bill Gates drekkur ekki kampavín á morgnana, ekki á virkum dögum. Vindum okkur nú úr ÁTVR yfir í bankana. Hvort skyldu menn fara betur með lánsfé, sem þeir þurfa að borga til baka með fullunt vöxtum, eða þá lánsfé, sem er að nokkru leyti gefið? - til dæmis vegna þess, að verðbólgan étur lánið upp. Fyrr nefnda féð, segi ég, ekki aðeins vegna þess, að markaðsvaxtakrafan veitir aðhald að arðsemi þeirra fram- kvæmda, sem lánið er veitt til, heldur einnig af því, að menn bera yfirleitt ónóga virðingu fyrir gj affé frá ósky ldum gefanda. í þessu ljósi þarf að skoða ríkisafskipti af atvinnuvegum: ef menn gera út fyrir annarra reikning, þá verður útgerðin að öðru jöfnu yfirleitt ekki jafnstöndug og ella. Oghvað um skólana? Hvort eru nem- endurlíklegri til að lærameira í framhalds- skólum, þar sem þeir eða foreldrar þeirra þurfa að einhverju marki að greiða fyrir kennsluna, sem þeir njóta, eða í skólum, sem taka ekki nein gjöld af nemendum? Mér sýnist, að kampavínslögmálið eigi einnigviðískólum. Virðinginfyrirvörum og þjónustu stendur í réttu hlutfalli við fyrirhöfnina við öflun þeirra. Myndu nemendur sprengja upp salernisskál- amar í skólunum, ef þeir vissu, að afleiðingin yrði aukin skólagöld? Falskar andstæður Gott og vel, getur nú einhver sagt, en ntyndi álagning skólagjalda í framhaldsskólum og háskólum í nafni aukinnar hagkvæmni ekki stangast á við hugsjónina um jafnrétti til náms óháð efnahag? Ég held, að hægt sé að sætta og sameina þessi tvö grundvallarsjónarmið með því að auka fjölbreytni og sam- keppni í skólakerfinu og efla jafnframt fjárstuðning almannavaldsins (ríkis og byggða) við menntakerfið, beint og óbeint. Fjárstuðningur almannavalds- ins við menntun þegnanna er nauð- synlegur vegna þess, að það er hagur samfélagsins, að menntun sé setn mest og bezt. Hér þarf að greina satnhag frá sérhag. Samhagurinn er meiri en summan af sérhag hvers og eins, því að einn hefur hag af menntun annars og öfugt. Þegar einstaklingur ákveður að mennta sig, tekur hann sérhag sinn með í reikninginn, en hann hefur ekki ástæðu til að taka annarra hag með í dæmið. Ef magn og gæði menntunar eru látin ráðast eingöngu á frjálsum markaði, þá verður menntunin of lítil og léleg af þessum sökum, af því að samhagurinn er borinn fyrir borð. Þess vegna þarf almanna- valdið að styðja menntakerfið. Sama á við um heilbrigðiskerfið og ýmis önnur velferðarmál og vísindi. Það er þess vegna engin tilviljun, að ríkið hefur afskipti af menntunar- og heilbrigðis- máluin í öllum löndum heims, án undan- tekningar, en mismikil þó. Stuðningur alntannavaldsins við menntir og heilbrigði þarf samt ekki að fela í sér ríkisrekstur með þeirri óhag- kvæmni, sent honutn getur fylgt. Ahnannavaldið getur einnig stutt við (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.