Vísbending


Vísbending - 19.01.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.01.2001, Blaðsíða 2
V ISBENDING Er stefnumótun úrelt? Ein af skemmtilegri en um leið ógeð- felldari líkingum hugmyndafræð- ingsins Charles Handys er frá- sögnin af því hvernig maður sýður frosk. Ef vatnið er soðið og froskurinn síðan settur ofan í vatnið mun hann stökkva upp úr pottinum án þess að hljóta skaða af, slík eru viðbrögðin. Ef froskurinn er hins vegar settur í pott fylltan með köldu vatni og það síðan hitað örlítið aðlagar froskurinn sig hitanum og situr sem fastast. Ef vatnið er hitað nægilega hægt þá aðlagar froskurinn sig jafnharðan nýja hitastig- inu og áttar sig ekki á því þegar hitinn er kominn að suðumarki og hann er orðinn fórnarlamb sinnar eigin aðlögun- arhæfni. Þessa líkingu má færa yfir á önnur svið. r Urelding Dæmisagan af því hvernig maður sýður frosk er ágæt lýsing á því sem getur gerst í rekstri fyrirtækja og lífi fólks. Aðstæður breytast hægt og fyrir- tæki aðlagast breytingunum, skera niður kostnað, fjárfesta í tækni, ráða og reka starfsmenn og svo mætti lengi telja. Allt í einu kemur hins vegar í ljós að aðlögun- in hefur verið til úreldingar, engin þörf er lengur fyrir fýrirtækið, það er lifandi dautt. Til eru mýmörg dæmi um fyrirtæki, og jafnvel heilu atvinnugreinarnar og vinnustéttimar, sem hafa smám saman orðið úrelt án þess að forráðamenn þeirra hafi gert sér grein fyrir því hvert stefndi, eða öllu heldur án þess aó þeir hafi viljað gera sér grein fyrir því. Landbúnaður er ágætt dæmi um hvemig heil atvinnugrein (og heil starfs- stétt) getur smám saman breyst úr því að vera undirstöðuatvinnuvegur þjóðar í það að vera dragbítur þjóðar vegna breyttra markaðsaðstæðna og tækni- nýjunga. Líkingunamáeinnignotaþegarverið er að ræða urn hugmyndafræði. M iðstýr- ing kommúnismans er dæmi um það. Spurningin er hins vegar hvort stefnu- mótun hefur einnig smám saman lagað sig að aðstæðum og að lokum einfald- lega orðið úrelt. Margir hafa viljað halda því fram, sérstaklega þegar loftbóla markaðarins var sem stærst. Blæbrigði stefnumótunar rátt fyrir að fræðimenn deili um hvað sé mikilvægast í stefnumótun eru flestir þeirra sammála um að hún snúist um samspil „getu“ fyrirtækis og ytra umhverfis þess. Þó að stefnumótun hafi lengi verið hluti af starfsemi fyrirtækja, að mestu óformlega alla tuttugustu öldina og jafnvel fyrr, þá varð hún ekki að akademískri fræðigrein fyrr en á sjöunda áratugnum, með mönnum eins og Igor Ansoff og fleirum. Síðan þá hafa orðið til ólík blæbrigði, eða skólar, innan stefnumótunarfræðanna. Upp- haflega var svokölluð SVÓT-greining (Hönnunarskólinn), þar sem styrkleikar og veikleikar fýrirtækis eru metnir í samanburði við ógnanir og tækifæri umhverfisins (stöðuna á markaðinum). Þessi kenning er ær og kýr stefnumót- unarfræðanna og er enn mikið í notkun. Önnur mjög svipuð hugmynd var einnig vinsæl þar sem skipulag var aðalatrið- ið:að gera áætlanir, setja markmið og leggja línurnar um það hvernig á að ná markmiðunum (Skipulagsskólinn). Þessar tveir skólar voru ráðandi langt fram á áttunda áratuginn en þá kom þriðja hugmyndin fram sem fólst í því að staðsetja fyrirtæki á markaði, finna samkeppnishæfi og markaðseyð- ur, með hliðsjón af samkeppnisaðilum (Staðsetningarskólinn). Þessir þrír skól- ar eiga rót sína í klassískri hagfræði þar sem fullkomnar upplýsingar og hinn skynsami maður eru höfð að leiðarljósi. Það útskýrir vinsældir þessara hug- mynda í háskólum sem hafa haldið þeim á lofti í áranna rás og gera það enn. A níunda áratugnum, út frá japanska módelinu, var mest lagt upp úr menn- ingu í fyrirtækjum (Menningarskólinn), eiginhagsmunum, samvinnu og sam- eiginlegum hugsjónum. Um svipað leyti varð til skóli sem leit á stefnumótun sem valdatafl eða pólitík (Valdaskólinn), annars vegar í samskiptum innan fyrir- tækis og við ákvarðanatöku og hins vegar sem áhersla fyrirtækis í ytra um- hverfi á markaðsyfirráð eða yfirráð yfir samstarfs- og samkeppnisaðilum. Svip- uð hugmynd sem byggir á netverki starfsmanna og fyrirtækja gengur út á mikilvægi þess aðtengjast öðrum starfs- mönnum og fyrirtækjum til að öðlast markaðsaðgang og þekkingu (Net- verksskólinn). Þessir skólar hafa m.a. leitt til þess að stefnumótandi samstarf fyrirtækja jókst mjög mikið á níunda og tíunda áratugnum. Tvær hugmyndir innan stefnumót- unarfræðanna hafa verið mjög áberandi á seinni hluta tíunda áratugarins. Annars vegar er það gömul hugmynd sem leggur áherslu á leiðtogann í fyrir- tækinu og framtíðarsýn hans (Frum- kvöðlaskólinn). Hins vegar er það áherslan á lærdóm fyrirtækja (Lærdóms- skólinn), að fýrirtæki verði að miklu leyti að prófa sig áfram og læra af reynslunni, að þau verði stöðugt að læra nýjar aðferðir og tileinka sér nýjar hugmyndir til þess að standa öðrum fýrirtækjum framar. Segja má að meginboðskapur þessara tveggja skóla sé nýsköpun, að gera eitthvað nýtt eða á nýjan hátt. Til eru nokkurfleiri afbrigði í stefnu- mótun þar sem áherslan er á takmarkaða skynsemi einstaklingsins, umhverfið o.s.frv. en fræðimenn hafa í auknum mæli verið að nýta ólíkar hugmyndir innan stefnumótunarfræðanna eftir aðstæð- um fýrirtækis hverju sinni (Aðstöðu- skólinn), þannig að t.d. kenningar Frum- kvöðlaskólans eigi við þegar snúa þarf við ákveðinni þróun í fýrirtækjum eða starta nýjum en hugmyndir Lærdóms- skólans eigi við þegar þörf er á sífelldri en ekki stórfelldri endurnýjun. Að kanna aðstæður Stefnumótun felur ekki í sér nein lögmál heldur er hún fýrst og fremst tæki til þess að meta og móta samspil fýrirtækis og umhverfis, þannig að það leiðitilumframvirðisfýririýrirtæki.Ólíkir skólar gefa möguleika á að leiða fýrir- tæki fram veginn áólíkan hátt. Stundum er það augljóst hvernig best er að hugsa stefnumótunina, stundum ekki, en alltaf er þörf fýrir að reyna að meta og móta samspil fýrirtækis og ytra umhverfis. Gagnrýnin á stefnumótun að und- anförnu hefur einkum verið fólgin í gagnrýni á áætlanagerð og framtíðarsýn fýrirtækja þar sem framtíðin er óvissa ein. Aðvissu leyti erþaðréttaðlangtíma- áætlanir byggðar á spám um framtíðina eru marklausar í óræðu umhverfi, þar sem breytingar gerast hratt og ört. Engu að síður skynsamlegt að þekkja bæði Hönnunar- og Skipulagsskólann, því það er mikilvægt að fýrirtæki hafí ein- hverja hugmynd um hvert skal stefna. Aherslan í stefnumótun hefur á undan- fornum árum verið á getu innan fýrir- tækja, á það sem gerir fyrirtæki einstakt, einhverja lykilhæfíleika, sem verða til þess að skapa umframvirði. Fyrirtæki verður að hafa einhverja framtíðarsýn svo að það sé hægt. Sú hugmynd að fýrirtæki geti brugð- ist jafnóðum við breyttum aðstæðum var mjög vinsæl þegarNetfýrirtæki uxu á hverju strái, en það var eins með mörg þeirra og önnur fyrirtæki, eða einstakl- inga, sem ætla að taka dag fýrir dag og vona það besta, að fýrir þeim fer eins og froskinum. Þau getaaðlagað sig að vissu marki en allt í einu eru þau lifandi dauð þegar aðstæður sem alltaf var Ijóst að kæmu upp fyrr eða seinna verða loks að veruleika. Með því að athuga hitastigið reglulega en ekki aðeins aðlagast því eru lífslíkur frosksins og fýrirtækisins auknar til muna. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.