Vísbending


Vísbending - 26.01.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.01.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING „Dílarinn“ Fráfarandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, notaði tækifærið síðustu dagana í embætti til þess að náða sjálfan sig og suma vini sína, m.a. bróður sinn og einn viðskiptafélaga í Whitewater-landakaupunum. Lengi vel hafði Clinton einnig í hyggju að náða Michael nokkurn Milken sem var án nokkurs vafa nafntogaðasti fjárfestir níunda áratugarins en var dæmdur árið 1991, m.a. fyrir ólögleg innherjaviðskipti. ÞegarbandarískafjármálaeftirlitiðS.E.C. komst að því að Clinton ætlaði að náða Milken brást það hratt við. Skilaboðin sem það sendi Clinton voru harðorð: „Fáir menn hafa gert meira en Milken til þess að grafa undan trausti almennings á markaðinum." Mótmæli fjármálaeftir- litsins og saksóknara urðu til þess að Clinton hætti við að náða Milken. Kóngur á ný? Milken var ákærður ásamt Ivan Boesky og fleirum, m.a. fyrir þátt- töku i verðbréfasvikum, fyrir að ráðskast með markaðinn, fyrir svindl á eigin viðskiptavinum, ólögleg innherjavið- skipti, fyrir að leyna eignarhaldi á verð- bréfum og gefa falskar yfírlýsingar um tilgang verðbréfakaupa. Hann játaði sekt sína á sex af átján þeirra brota sem hann var ákærður fyrir og fékk tíu ára dóm og sekt upp á rúmlega einn milljarð Bandaríkjadala. Milken sat þó einungis 22 mánuði inni, að hluta til vegna þess að hann var greindur með krabbamein sem er nú í rénun. Eftir að hann var leystur úr prísundinni hefur hann opinberlega einbeitt sér að fjáröflun í þágu krabbameinsrannsókna og að byggja upp viðskiptaveldi í mennta- málum. Það er athyglivert að meðal vina Milkens og náinna samstarfsmanna eru margir af valdamestu viðskiptamönnum samtímans: Jack Welch hjá General Electric, Larry Ellisson hjá Oracle, Ted Turner fyrrum eigandi Tumer Broad- casting, Rubert Murdoch hjá News Corporation og Bill Gates hjá Microsoft svo að fáeinir séu nefndir. Það hefur komið á daginn að þrátt fyrir að Milken hafí verið bannað að hafa nokkur afskipti af verðbréfavið- skiptum hefur hann ekki alveg setið auðum höndum í þeim efnum. Fljótlega eftir að hann var laus var hann viðriðinn nokkra risaviðskiptasamruna, t.d. kaup News Corporation á nokkrum sjón- varpsstöðvum frá New World Comm- unications Group árið 1994 og kaup Time WameráTumerBroadcastingárið 1996. Bandaríska fjármálaeftirlitið rann- sakaði þessi viðskipti en Milken hélt því fram að hann hefði einungis verið þar til að auðvelda viðskipti manna í millum með því að kynna þá hvern fyrir öðrum en án þess að koma nálægt sjálfum samningaviðræðunum. Fyrir þetta verk fór hann fram á 10% af verðmæti Time Warner/Turner samn- ingsins eða litlar 100 milljónir dollara, hann fékk þó „einungis" fímmtíu. Mála- lyktir urðu þær að árið 1998 samdi hann við bandaríska fjármálaeftirlitið um að greiða 47 milljónir dala en játaði hvorki né neitaði sakargiftum. Virðingarleysi Skjót viðbrögð bandaríska fjármála- eftirlitsins við hugsanlegri náðun Milkens voru sennilega fyrst og fremst sprottin af virðingarleysi hans fyrir eftirlitinu. 1 bréfi sem fjármálaeftirlitið sendi Clinton kemur fram að Milken hafí vísvitandi gefíð rangar upplýsingar og reynt að hylja sannleikann í þeirri rannsókn sem gerð var á starfsemi hans eftir að hann var leystur úr fangelsi, rétt eins og hann hafði gert í réttarhöldunum sem Ieiddu til þess að hann var fundinn sekurárið 1991. Fjármálaeftirlitinu þótti lítið til endurhæfingar Milkens koma. Líklegt er að dómurinn yfír Milken og félögum hafí dregið eitthvað úr ólöglegu baktjaldamakki markaðsaðila. Engu að síður eru flestir sammála um að einungis rjómanum hafí verið fleytt ofan af spillingunni. Viðkvæði þeirra sem hafa verið fundnir sekir um að brjóta lög um verðbréfaviðskipti er að þeir hafí ekki gert neitt sem aðrir í svipaðri stöðu hafí ekki gert. Það er sennilega nokkuð ýkt en hins vegar er ljóst að æði margir hafa leikið sér við landamæri hins löglega og ólöglega. Lýsingar á fundum Boeskys og félaga 1 bókinni „Den of Thieves“ sýndu að Milken hafði litlar áhyggjur af ólögmæti aðgerða sinna og gerði grín að getuleysi bandaríska fjár- málaeftirlitsins, en það er viðhorf sem er ekki svo óalgengt. Það er nefnilega svo undarlegt að þeir menn sem geta talað af hvað mestum ákafa um réttlæti markaðarins eru tilbúnir til að nota öll tiltæk ráð til þess að hann þjóni þeim en ekki öðrum. Þó er það kannski ekki undarlegt viðhorf í ljósi þess sem Clinton, sem verður tíðrætt um réttlæti, sagði í Iokaræðu sinni um vitnisburð sinn í Monicu-hneykslinu: „Eg reyndi aó þræða mjótt einstigi á milli þess að hegða mér löglega og að gefa falskan vitnisburð." Svik á íslandi jármálaeftirlitið á íslandi hefur krafíst opinberrar rannsóknar á meintum innherjasvikum vegna viðskipta Bún- aðarbankans með hlutabréf í fyrirtæk- inu Pharmaco. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem nafn Búnaðarbankans kemur upp í sambandi við vafasöm hlutabréfaviðskipti, um áramótin 1999- 2000 stóðu einnig spjót á bankanum fyrir meint innherjasvik í sambandi við útboð bankans. Búnaðarbankinn er þó ekki eina fjármálastofnunin sem hefur verið orðuð við vafasama viðskiptahætti undanfarin ár og ef haft er í huga að Fjármálaelitirlitiðertiltölulegaveikburða stofnun, og að það er mjög erfítt að sanna nokkuð, er ljóst að íslenska fjár- málakerfíð er harla mikill hvítvoðungur í þessum efnum. Að vissu leyti er það þó eðlilegt að eitthvað sé sveiflast í kringum línu löglegra og ólöglegra við- skiptahátta þegar markaðurinn er ungur og ekki enn búið að negla almennilega niður hvar þessi lína liggur. Freistingin er einnig mikil þegar mönnum má vera ljóst að þrátt fyrir að allt komist upp, sem er ósennilegt, þá verður lítið að- hafst. Til þess að markaðurinn geti þjónað tilgangi sínum verður almenningur að hafa trú á honum. Sú hugmynd er til að þó að spilling og svindl á markaðinum séu slæm hafi þau ekki alvarleg áhrif á markaðinn nema þau leiði til þess að almenningur missi traust sitt á honum. Þess vegna getur það gert illt verra að ráðast á markaðinn með einhverju hreinsunarátaki því að það gæti gert almenningi ljóst að spillingin er mun verri en nokkurn óraði fyrir og fyrir- litning skapast í staðinn fyrir aukið traust. Lausnir að ersennilegarétt að stórátak í þeim tilgangi að dauðhreinsa markaðinn og skera burt sýkinguna hefur einungis skammtímaáhrif og gæti haft þveröfug áhrifogdrepið sjúklinginn í staðinn fyrir að lækna hann. Það er skynsamlegra að útrýma spillingu markaðarins í mörgum litlum skrefum en í einu áberandi stóru skrefí. Forvarnir eru þó besta lausnin í þessu eins og öðru. Vísbending fékk Gylfa Magnússon hagfræðing til að skrifa grein um þetta í síðastajólablaði, grein sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli. Þar bendir hann á nokkra starfshætti sem eru ósið- legir ef ekki ólöglegir 1 verðbréfavið- skiptum. Umboðsvandinn kristallast kannski í því að fjármálafyrirtæki selja sig sem ráðgjafarfyrirtæki þegar ráð- gjafar fyrirtækisins eru mun nær því að vera sölumenn. Höfuðmarkmið þeirra (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.