Vísbending


Vísbending - 02.02.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.02.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. febrúar 2001 5. tölublað 19.árgangur Vaxtaverkir að kom fæstum á óvart í þetta skiptið að bandaríski seðlabank- inn skyldi í annað sinn á árinu lækka vexti um hálft prósentustig undir lok janúarmánaðar. Stýrivextir bankans eru þá komnir niður í 5,5%. Þar með er lækkunin orðin sem nemur einu pró- sentustigi í janúar en það þarf að fara tvö ár aftur í tímann til þess að fínna næstu vaxtalækkun bankans þar á undan. Flestir gera einnig ráð fyrir að bankinn muni lækka vexti aftur á næsta fúndi um miðjan marsmánuð. Skjótt skipast veður í lofti því að ekki er langt síðan Seðlabanki Banda- ríkjanna barðist við verðbólgu með vaxtahækkun, nú er baráttan háð við þá ógn sem stafar af kreppuástandi með vaxtalækkun. Seðlabanki Islands telur þó að vaxtalækkun sé ekki tímabær hér á landi. Kreppuvöm Seðlabankar beita vaxtalækkun til þess að kynda undir efnahagsstarf- seminni efþeim þykir vera kulnað í glæð- unum. Lækkun vaxta lækkar fjármagns- kostnað og hefúr þannig jákvæð áhrif á afkomu fy rirtækj a og ýtir á að þau útvíkki starfsemina frekar en að draga hana saman. Að sama skapi virkja lægri vextir efnahagskerfið með því að ýta undir aukna neyslu. Þá hefur vaxtalækkun jákvæð áhrif á gengi hlutabréfa að hluta til vegna þess að afkoma fýrirtækja ætti að batna við lækkun kostnaðar en einn- ig vegna þess að þá minnkar áhuginn á skuldabréfum. Hin óvænta vaxtalækkun bandaríska seðlabankans í byrjun ársins leiddi til mikilla hækkana á bandarískum hluta- bréfamörkuðum, gamla Dow Jones visitalan hækkaði um 4% en Nasdaq- vísitalan hækkaði um 11 %. Þessarhækk- anir gengu hins vegar að nokkru leyti til baka þegar tók að líða á mánuðinn. Eftir á að hyggja var vaxtalækkunin í byrjun ársins augljós en þó kom hún flestum í opna skjöldu. Fyrst og fremst vegna þess að bankinn hefur ekki lagt það í vana sinn að koma með mjög óvænt útspil. Flestum var hins vegar ljóst að Alan Greenspan seðlabankastjóri hefur miklar áhyggjur af ástandinu og lækkun um eitt prósentustig flokkast undir róttækar aðgerðir, það er meira en áratugur síðan að jafnmikil vaxtalækkun hefur átt sér stað í einum rnánuði og það var fyrir tíð Alans Greenspans. Það tekur þójafnan 6-9 mánuði áður en slíkar vaxtaaðgerðir fara að hafa veruleg áhrif. Þess vegna stendur Greenspan fyrir lækkunum nú til þess að vera á undan niðursveiflunni sem virðist vera í spilunum í bandarísku efnahagslífi. Þetta eru eins konar efnahagslegar for- varnir. Núllvöxtur r Ahyggjur bandaríska seðlabankans eru réttlætanlegar, hagvöxtur féll úr 2,2% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs í 1,4% á fjóröa ársfjórðungi og Green- span hefur varað við því að líklegt er það verði enginn hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hér á landi gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir heldur langvinnari kyrrstöðu þar sem spár stofnunarinnar sýna 0,9% hagvöxt á komandi ári sem er núllvöxtur ef tekið er tillit til mannQölgunar. Vonir manna standa til að þá verði botninum náð og í kjölfarið taki hagvöxtur að rísa á ný, strax áöðrunt fjórðungi í Bandaríkjunum en á síðari hluta þessa árs eða á næsta ári hér á landi. MiklarvaxtalækkaniríBandaríkjun- um hafa vakið upp spurningar hvort að þær muni hrinda af stað miklum vaxta- lækkunum um heint allan. Japanir myndu sjálfsagt taka því fegins hendi að geta lækkað vexti en eru þegar búnir að lækka þá niður í ekki neitt. A evrusvæðinu eru vextir nú 4,75% en ekki er gert ráð fyrir vaxtalækkunum fyrr en í fyrsta lagi á síðari hlutaársins. Þó erlíklegtaðbreski seðlabankinn muni lækki vexti fyrr. íslenska ástandið egar Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði vexti 3. janúar síðastliðinn þá sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í viðtali við Morgunblaðið að ekki væri að vænta vaxtalækkunar hér á landi. Undanfarin ár hefur Island að vissu leyti haldið í höndina á Bandaríkjunum í efnahagslegum skilningi þar sem bræðrasvipur hefur verið með efna- hagsþróun landanna. Nú skilur hins vegar á milli, hér á landi hefur gengið verrað kljástvið verðbólguna, mælingar Þjóðhagsstofnunar sýna að verðbólga var 3,7% hér á landi á síðasta ári en 3,3% í Banda- ríkjunum, spenna á vinnumarkaði er mun meiri og at- vinnuleysi minna, það er undir 2% hér á landi en um 5% í Bandaríkjun- um, og íslenski gjaldmiðillinn er mun veikari en dollarinn, krónan hefur lækkað um 10% frá því á síð- asta ári meðan dollarinn hefur einungis lækkað lítilleganú aðund- anförnu. Niður- staðan er sú að bandaríski seðla- bankinn lækkar vexti en sá íslenski heldursínumvöxt- um stöðugum, í augnablikinu. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins skilaði áliti sínu um stöðu efnahagsmála hér á landi um ntiðjan janúarmánuð. í áliti nefndarinnar kemur greinilega fram að þenslan er enn of mikil hér á landi til þess að vaxtalækkun sé heppileg. Reynd- (Frh. á síðu 4) V. Vaxtabreytingar í Bandartkjunum síðastliðinn áratug Dagsetning janúar-01 janúar-01 maí-00 mars-00 febrúar-00 nóvember-99 ágúst-99 júní-99 nóvember-98 október-98 september-98 mars-97 janúar-96 desember-95 júlí-95 febrúar-95 nóvember-94 ágúst-94 maí-94 apríl-94 mars-94 febrúar-94 september-92 inli-09 Vextir 5,50% 6,00% 6,50% 6,00% 5,75% 5,50% 5,25% 5,00% 4,75% 5,00% 5,25% 5,50% 5,25% 5,50% 5,75% 6,00% 5,50% 4,75% 4,25% 3,75% 3,50% 3,25% 3,00% janúar-01 5,50% janúar-01 6,00% maí-00 6,50% mars-00 6,00% febrúar-00 5,75% nóvember-99 5,50% ágúst-99 5,25% júní-99 5,00% nóvember-98 4,75% október-98 5,00% september-98 5,25% mars-97 5,50% janúar-96 5,25% desember-95 5,50% júlí-95 5,75% febrúar-95 6,00% nóvember-94 5,50% ágúst-94 4,75% maí-94 4,25% apríl-94 3,75% mars-94 3,50% febrúar-94 3,25% september-92 3,00% júlí-92 3,25% september-92 3,75% desember-91 4,00% nóvember-91 4,75% október-91 5,00% september-91 5,25% ágúst-91 5,50% april-91 5,75% mars-91 6,00% febrúar-91 6,25% janúar-91 6,75% desember-90 7,00% desember-90 7,25% nóvember-90 7,50% október-90 7,75% júlí-90 8,00% Vaxtaákvarðanir seðla- ^ Tölvan er ekki dáin en » Sveinn Ólafsson upplýs- j sænska ráðgjafarfyrirtækið' I banka hafa verið ntikið í 1 hugsanlega vofir yfir 2 ingafræðingur fjallar um /| Celerni notar til þess að X sviðsljósinu nú í janúar- ^ samdráttur sem getur haft þekkingarstjórnun. Hann mæla árangur í þekkingar- mánuði. slæmar afleiðingar. greinir frá líkani sem stjórnun. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.