Vísbending


Vísbending - 02.03.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.03.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING ,,Umtalsverður árangur í stjóm ríkisfjármála Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Að meðaltali hækkuðu ríkisútgjöld um 8 ‘A% á ári frá 1997 til 2000,5% meira en vísitala neysluverðs. Þjónustan jókst þó ekki sem þessu nam. Samneyslan, sem er um 60% af útgjöld- um hins opinbera, hefur hækkað mun meira í verði en almennar neysluvörur (sjá töflu). Hagur ríkissjóðs hefur batnað, en ekki verður séð að það stafi afaðhaldi í útgjöldum. Einkum eru menn hirðulausir um lifeyrisskuldbindingar ríkisins, sem hafa stórhækkað undan- farin ár. Langmest uxu ríkisútgjöld 1998, eða um 20%, samkvæmt nýrri framsetningu ríkisreiknings.' Mestöll hækkunin (um 4/5) kom til út af því að laun ríkisstarfs- manna stórhækkuðu í byrjun ársins og lífeyrisskuldbindingar ruku upp í kjöl- farið. Þær fylgja dagvinnulaunum, en þau hækkuðu mun meira en heildarlaun. Hér á eftir eru færð rök að því að kostnað- ur vegna skuldbindinganna sé vanmet- inn í ríkisreikningi. Eföll hækkun þeirra umfram verðbólgu er gjaldfærð hækka ríkisútgjöld um nálægt 26% árið 1998. Ríkissjóður tók mun minna á sig af nýjum lífeyrisskuldbindingumárin 1999 og 2000, en útgjöld ríkisins jukust þó enn á þessum árum. Þau farajafnan frarn úr fjárlögum, eins og myndin sýnir. Þess vegna er eðlilegast að bera fjárlög ársins 2001 saman við fjárlög fyrri ára, en ekki endanleg útgjöld. Hækkunin 2000-2001 er 13%, nálægt 7%umfram spáÞjóðhags- stofnunar um verðbólgu. Mynd 1. Ríkisútgjöld 1995-2001 (milljardar króna á verólagi hvers árs) Vanmetinn kostnaður Frá nýjum lífeyrisskuldbindingum er dregin eins konar verðbreytingar- færsla í ríkisbókhaldi, þó að slík færsla tíðkist þar yfirleitt ekki. Látið er nægja að gjaldfæra það sem skuldbindingarnar hækka umfram laun ríkisstarfsmanna og bankamanna (samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar) - hitt er fært um höfuð- stól. í bókhaldi einkafyrirtækja er aftur á móti 1 itið svo á að öl I liækkun fram yfir almennar verðhœkkanir sé kostnaður, sem beri að færa til gjalda. I skýrslum Ríkisendurskoðunar er því haldið fram að þannig eigi ríkið líka að fara með lífeyrisskuldbindingar sínar. 1 töflunni má sjá hvað þær hækka umfram neyslu- verðsvísitölu (Endurmat...(SJ)). Þarsem laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað mun meira en verðlag undanfarin ár niunar miklu um þessa breytingu. Lífeyris- útgjöldinsveiflastlíkamikið.Samkvæmt endurmatinu fara þau úr 2'/2% af ríkis- útgjöldum árið 1997 í 15% 1998. Að forðast kostnaðartölur Ríkisendurskoðun kvartar undan því að ekki sé greint frá áhrifum kjara- samningaá lífeyrisskuldbindingar í ríkis- reikningi. En meiri furðu vekur að samn- ingamenn ríkisins virðast ekki gera sér ljósa grein fýrir þessum kostnaði. Fjár- málaráðherrann sagði í útvarpsviðtali 15. janúar, að lífeyrisskuldbindingar ríkisins hefðu hækkað um „nokkra milljarða“ þegar hann skrifaði undir kjarasamningaviðframhaldsskólakenn- ara nokkrum dögum áður. Annan kostn- að rakti hann af mun meiri nákvæmni, en hann nemur að hans sögn 600-800 milljónum króna á samningstím- 'anum. Efhorft er fram yfir samn- ingstímann mun- ar minna um líf- eyrisskuldbindingarnar, en samt þarf að slá betra mati á þær. Það er ekkert einsdæmi að ráðamenn forðist að nefna háar kostnaðartölur. Ómar Kristjánsson, sem var til skamms tíma forstjóri Flugstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli, sagði fyrir skömmu í blaðagrein að rekja mætti þrjá af fjórum milljörðum króna, sem fara í viðbyggingu Flugstöðvarinnar, til aðildar íslendinga að Schengensamkomulaginu. Rekstrar- kostnað, sern að auki fylgdi samningn- unt, taldi hann mörg hundruð milljónir króna á ári (Mbl. 20. janúar 2001). Þegar utanríkisráðherra lagði fram frumvarp um Schengenaðild fyrir þrem árum fylgdi því aðeins ein kostnaðartala. Hún sneri að sameiginlegum rekstri sam- starfsins (að tölvukerfi frátöldu). Talið var að hann kostaði íslendinga tæpar 3 milljónir króna á ári. En það viðhorf er líka lífseigt, að loforð um lífeyri séu ekki eiginlegútgjöld og lífeyrisskuldbindingar ekki alvöru- skuldir. Fyrir hálfu öðru ári kallaði Geir Haarde loforðin „reiknaða stærð ... sem byggð [væri] á tryggingafræðilegum líkum, en ekki eiginleg útgjöld ársins“ (Mbl. 3. september 1999). Um líkt leyti birti Morgunblaðið forystugrein sem nefndist Ríkisskuldir lækka. Með nafninu er vísað til þess að samkvæmt ríkisreikningi fyrir 1998 lækkuðu aðrar skuldir ríkisins en lífeyrisskuldbind- ingar frá árinu á undan (að þeim með- töldumjukustskuldirnarum 14milljarða). Blaðið talar um umtalsverðan árangur í stjórn ríkisfjármála og hvetur ríkisstj órn- ina til þess að halda áfram á sömu braut (Mbl. 27. ágúst 1999). Eins og menn muna var það einmitt árið 1998 sem ríkisútgjöldin hækkuðu um 20-26%. Æskilegurniðurskurður á ríkissjóði dregur úr hagkerfinu um þessar (Framhald á síðu 4) Afgangur þenslu Rikisútgjöld 1997-2000 (milljarðar króna á verðlagi livers árs) Myndin sýnir útgjöld ríkisins á verölagi hvers árs, samkvœmt fjárlögum og ríkisreikningi. Uppgjörsaðferd var breytt árið 1998. Á myndinni sést áœtlun Ríkisbókhalds fyrir það ár samkvœmt fyrri aðferðinni og áœtlun Ríkisendur- skoðunar fyrir 1997 samkvæmt nýju framsetningunni. 1997 1998 1999 2000 Ríkisútgjöld 158 190 199 201 Þar af laun - 50 52 60 Þar af nýjar lífeyrisskuldbindingar 4* 21 11 6 Endurmat á lífeyrisskuldbindingum (SJ) 4* 30 14 13 Ríkisútgjöld með endurmati (SJ) 158 199 202 207 Hækkun ríkisútgjalda frá fyrra ári (með endurmati SJ) - 26% 2% 3% Hækkun neysluverðsvisitölu frá fýrra ári 2% 2% 3% 5% Hækkun launa á almennum markaði** 9% 9% 5% 7?(o Launavísitala opinberra starfsmanna 5% 13% 9% 8% Veröhækkun samneyslu 4% W% 7%. 7% *!MiAað við cldri fraiiistftniiigii ríkisrciknings. **Lanslcg áætlun, rcist á töliini Kjararannsóknarncfmlar. Hcimildir: Ríkisrcikningiir 1998 og 1999, Kiidurskoðuii ríkisrciknings 1998, Áirtlun Fjárniálaráðuncytis (2000), Hagstofan, Kjararannsóknarncfnd, eigin iitrcikningar 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.