Vísbending


Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. mars 2001 10. tölublað 19. árgangur Einkavæðing ríkisins Nýlega var tilkynnt að ríkið ætli að selja ríkisbankana tvo, Lands- banka og Búnaðarbanka, áður en kjörtímabilið er úti. í byrjun árs var tilkynnt um fyrirhugaða sölu Lands- símans. A viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands í febrúar boðaði Davíð Oddsson forsætisráðherra umtalsverðar skatta- lækkanir. Það vaknar því von um að þrátt fyrir allt sé það stefna stjórnvalda að vinda ofan af ríkinu á nýrri öld. Vissulega myndi það marka nýja tíma. Ríkið blæs út Sú staðreynd að ríkið, bæði hér á landi og erlendis, blés út á síðastliðinni öld er nátengd sögu hugmyndafræði tuttugustu aldarinnar. Það er nokkur hugarleikfimi að átta sig áþví að kapítal- ismi og frjálshyggja voru sennilega í meiri hávegum höfð í upphafí aldarinnar en í lok hennar. Hlutur ríkisins í þjóðar- tekjum var þá líka víðast hvar innan við 10% en er nálægt því að vera 40% hér á landi nú, sem er ekki miklu meira en það er í Bandaríkjunum en mun minna en í Svíþjóð, þar sem hlutfallið nálgast 60%. Engu að síður er ljóst að frjálshyggja kapítalismans er leiðandi hugmynda- fræði í byrjun nýrrar aldar. Hvemig breytingin frá markaðskerfi í miðstýringu gat orðið að veruleika er nokkur sagnfræðiþraut. Margt spilaði saman, ríkjandi þáttur var þó atvinnu- leysi sem var nokkuð á öðmm áratugn- um en varð svo gífurlegt í kreppunni í lok þriðja áratugarins. Kreppan dýpkaði líka óánægju almennings á siðleysi þeirra sem höfðu markaðinn i hendi sér og hvernig hann virtist auka ójöfnuð innan þjóðfélaga. Eftir seinni heims- styrjöldina var það einnig skoðun flestra að einkageirinn væri í engu ástandi til þess að reisa við sprengjutætta Evrópu. Um leið varð það mikilvægt, varðaði jafnvel þjóðhagslegt öryggi, að ríkið hefði drifkrafta atvinnurekstrarins í hendi sér. Miðstýring og ríkisafskipti virtust líka alls staðar vera að ganga upp, átak Franklins Roosevelts í kreppunni („New Deal“), sem kallaði á aukin ríkisafskipti, Einkavœðing ríkisins 1992-2000 Fvrirtæki Söluár hlutafé Söluvcrð 1 1992 100.00 85.6 ? 1992 100.00 18.9 1992 100.00 350.4 4 1992 33.33 18.7 . ■ Jafðboranir lif. 1992-95 50.00 93.0 * M enn jíll areióöur 1992 100.00 26.0 7 1992 29.00 130.0 s íslensk codurtrvcEÍne hf. 1992 36.50 162.0 9 1993 100.00 4.0 10 SR-miöl hf. 1993 100.00 725.0 11 Þormóður rammi hf. 1994 16.60 89.4 12 Lvfiavcrslun íslands hf. 1994-95 100.00 402.0 p Þörunoaverksmiðian hf. 1995 67.00 16.5 14 Skvrrhl’. 1997 28.00 80.8 P Bifreiðaskoöun hf. 1997 50.00 90.0 |f> 1998 26.50 1.033.0 17 FBÁ 1998 49.00 4.664.8 18 Skvrr hf. 1998 22.00 140.8 |9 Islenskir aðalverktakar hf. 1998 10.70 266.3 N) 1999 19.00 12.6 ’i 1999 100.00 1.257.0 2? 1999 100.00 36.5 P Hólalax hf. 1999 33.00 9.00 FBA 1999 51.00 9.710.0 Búnaöarbanki íslands hf. 1999 13.00 2.234.0 Landsbanki tslands hf. 1999 13.00 3.283.0 V Inlis hf. 2000 22.00 64.0 Samlals: 25.003.3 heppnaðist að mestu leyti og efnahags- mælikvarðar sýndu að Sovétríkin væm að gera það mun betra en Vesturlönd. Við þetta bættist almennur vilji almenn- ings til þess að þjappa sér saman eftir hræðilega atburði. Það hafði ekki síður mikil áhrif, bæði i Evrópu og Banda- ríkjunum, að hagfræðileg hugmynda- fræði John Maynard Keynes hafði sýnt fram á að ríkið gæti og ætti að stýra hagkerfinu og leiðrétta markaðsbrest- ina. Það var sönnun þess að ríkið vissi best. Ríkishyggjan hefur víðast hvar átt undir högg að sækja allt frá árinu 1970. Það kom í ljós að sú hugmynd að ríkið vissi hvað það væri að gera reyndist innantóm. Ríkið, sem reyndi að hafa puttana í öllu sem var að gerast í hag- kerfínu, var að reyna að gera allt of mikið og flestum var að verða ljóst að hagkerfi ríkisafskipta voru stöðnuð eða voru að sogast niður í pytt vonleysis og kerfis- bundins getuleysis. Frumkvæði ein- staklinga og nýsköpun höfðu verið nær drepin. Fólk var farið að standa upp gegn ríkisvaldinu, hvar sem það stóð í pólitík, og heimta að valdinu yrði komið til fólksins. Keith Joseph, aðalhug- myndafræðingur Thatcherismans, sem hafði lesið og lært bók Fredericks Hayeks „Leiðin til ánauðar“, sagði að vandamálið við ríkishyggjuna væri „of mikil stjómun, of mikil eyðsla, of mikil skattlagning, of mikil lántaka og of margt starfsfólk." Einkavæðing Stjórnunargúrúinn Peter Drucker er sá sem bjó til orðið einkavœðing (e. privatization) þegar hann skrifaði um mikilvægi þess að draga úr áhrifum ríkisvaldsins á markaðinn í bókinni „The Age of Discontinuity“ sem kom út árið 1969. Tíu árum síðar, við upphaf bylt- ingarinnar, sátu Margaret Thatcher og Keith Joseph, og glímdu við að smíða nýtt orð yfir sömu hugmynd. Allt kom þó fyrir ekki, jafnvel þótt Thatcher neit- aði lengi vel að nota það, einkavæðing var orðið. Hugmyndin var sú að skila þeim fyrirtækjum sem höfðu verið yfirtekin af ríkinu (e. nationalized) á 19. og 20. öldinni aftur til einkageirans. Einkavæðing var lykilorðið í þeim tilraunum til þess að draga úr ríkisafskiptum á markaðinum. Það var augljóst að með því að draga ríkið út úr rekstri gafst svigrúm fyrir einkafyrirtæki til þess að koma inn á markaðinn og lifa og hrærast í eðlilegu samkeppnisandrúmslofti. Hugmyndir um að draga úr ríkis- afskiptum virðast hafa komið fram á sjónarsviðið viða um heiminn um svipað leyti þó að upphafið sé yfirleitt kennt við Brctland. Nýsjálendingar, sem hafa sennilega einkavætt meira en nokkur önnurþjóð, voru um svipað leyti í sömu sporum. Boðskap frjálshyggjunnar virðist einnig snemma hafa rekið á strendur Islands. Ungir sjálfstæðismenn, sem litu á sig sem hina einu sönnu hugmynda- smiði rétt eins og ungir menn annars staðar í heiminum hafa gert á sama tíma, hrópuðu: „Báknið burt!“ strax um miðj- (Framhald á siðu 2) 1 Einkavæðingin heldur áfram, þó hægt sé, og á eftir að fjórfaldast að verðmæti á næstunni. 2 Frumkvöðlar framleiddu íýrirtæki eins og þau væru mjólkurafurðir á tíunda áratuginum. 3 Magnús lvar Guðfinns- son viðskiptafræðingur fjallar um breytinga- stjórnun. Hann styðst við 4 líkan ffá Kotler til þess að útskýra þann feril sem nauðsynlegt er að fara í gegnum á breytingaskeiði.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.