Vísbending


Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Er gengið rétt? i Þorvaldur Gylfason prófessor Gengi krónunnar hefur lækkað talsvert síðan fyrir ári, um 20% gagnvart Bandaríkjadollaranum og rösklega 10% gagnvart evrunni. Gengið er samt enn of hátt að minni hyggju. Hágengisvandinn, sem hefur verið landlægur hér um langt árabil, er óleystur enn, þótt hann sé minni nú en áður, þar eð gengið hefur lækkað. Til þessarar niðurstöðu liggja að minnsta kosti fimm höfuðástœður, sem vert er að reifa nú, því að talsvert ber enn á þeirri skoðun, að gengi krónunnar sé nokkurn veginn rétt skráð. Eg tel sem sagt, að þessi skoðun sé röng. Hér eru rökin. r 1. Utrás og erlent fjármagn Utflutningur lslendinga á vörum og þjónustu hefur staðið í stað eða því sem næst miðað við landsfram- leiðslu síðan mælingar hófust - það er síðan 1870. Þetta er óeðlilegt og raunar nær óþekkt í öðrum iðnríkjum, því að eitt höfuðeinkenni iðnvæðingar 20. aldar var vöxtur erlendra viðskipta langt umfram innlend umsvif í krafti aukins athafnafrelsis og æ greiðari viðskipta. Hægur vöxtur útflutnings á sér ævinlega sömu höfuðskýringu, þótt aðrir þættir geti að vísu lagzt á sömu sveif: raungengi gjaldmiðilsins er of hátt og bitnar á útflutningi. Þetta er „hollenzka veikin“ í hnotskurn, en hún tekur einnig á sig ýmsar aðrar rnyndir. Eitt einkenni hennar er slægur út- flutningur tjármagns. það er lítil erlend ijárfesting. Þetta á einnig við um ísland: það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að bólað hefur á erlendri tjárfestingu hér heima fyrir alvöru, enda var það beinlínis stefna stjórnvalda fram að því að bægja erlendu ijármagni frá landinu. Eitt einkennið enn er sterk staða nátt- úruauðlindaútgerðar, sem fær ókeypis hráefni upp í hendurnar og hefur leið- andi áhrif á launamyndun og smitar út frá sér í gegnum miðstýrða kjarasamn- inga yfir í aðra atvinnuvegi, sem eiga erfitt með að keppa við útgerðina um vinnuafl. Með líku lagi getur útgerðin borið hærri vexti en aðrir atvinnuvegir, og eykur það enn á sambúðarvanda sjávarútvegs og annarra atvinnuvega hér heima. Afleiðingin er minni og ein- hæfari útflutningur en ella hefði orðið og ntinni hagvöxtur til langs tíma litið. Það er engin tilviljun, að hátækniútflutn- ingur nam aðeins 6% af heildarútflutn- ingi okkar íslendinga árið 1999. Þetta er að vísu aukning frá fyrri tíð (hlutfallið var aðeins um 1% fyrir fáeinum árum), en kjarni málsins er samt þessi: þetta er aukning úr sama og engu upp í næstum ekki neitt! 2. Erlendar skuldir og halli Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukizt miklu meira miðað við landsframleiðslu en heilbrigt eða heppilegt getur talizt, úr því að lánsfénu var ekki betur varið en raun varð á. Hlutfall erlendra langtímaskuida jókst úr50%aflandsframleiðslu í árslok 1997 upp í 86% í árslok 2000. Þetta er ekki skammtímahnykkur, heldur áframhald langtímaþróunar, sem hófst árin eftir 1970,en þaðárvarskuldahlutfallið25%. Hrein staða þjóðarbúsins, þ.e. erlendar eignir umfram erlendar skuldir, hefur versnað að sama skapi að undanförnu: hún mældist -46% af landsframleiðslu í árslok 1997 og -66% í árslok 2000 og mun fara hríðversnandi næstu ár sam- kvæmt framreikningi Þjóðhagsstofn- unar, jafnvel þótt gengi krónunnar falli ekki rneira en orðið er. Kerfíslægur viðskiptahalli og meðfylgjandi skulda- söfnun í útlöndum án fullnægjandi eignamyndunar til mótvægis eru oftast nær órækur vottur um of hátt raungengi. Hallinn nú er að vísu annars eðlis en áður, því að nú er það einkageirinn, sem safnar skuldum, ekki ríkið. Hallinn gerir eigi að síður kröfu um auknar útflutn- ingstekjur í framtíðinni, svo að hægt sé að standa skil á skuldunum. 3. Verðbólga Islendingar hafa búið við meiri verðbólgu að jafnaði en allar aðrar OECD-þjóðir nema Tyrkir síðan 1950. Verðbólgu fylgir ævinlega tilhneiging til of hás raungengis, svo lengi sem nafngengi gjaldmiðilsins jafnar ekki án tafar metin milli innlends og erlends verðlags. Ástæðan er einföld. Gerum ráð fyrir, að vísitala raungengis sé 100 í ársbyrjun og að verðbólgan sé 10% yfir árið og engin annars staðar í heim- inum, þannig að raungengið hækkar þá smátt og smátt upp í 100-1,1 = 110 í árslok. Gerum ennfremur ráð fyrir því, að nafngengið lagist til fulls að verðlagi með eins árs töf, svo að raungengið er þá aftur 100 við upphaf næsta árs. Þetta þýðir, að meðalgildi raungengisvísitöl- unnar yfir árið er (100 + 110)/2 = 105. Hugsum okkur nú, að verðbólga aukist í 20% á ári, þannig að raungengið hækkar smátt og smátt í 100-1,2 = 120 í árslok. Meðalgildi raungengisvísitölunnar yfir árið er núna (100 + 120)/2 = 110. Þess vegna stendur raungengið í beinu sambandi við verðbólguna, svo lengi sem nafngengið lagast ekki án tafar og til fulls að verðlagi. Þannig skekkir verðbólgan innviði atvinnulífsins: hún hækkar raungengið og heldur aftur af útflutningi, en ýtir undir innflutning og skuldasöfnun í útlöndum. Nú er verð- bólgan að vísu miklu minni og stöðugri en áður, þegar hún mældist í tveggja stafa tölurn, svo að rykkirnir og skrykk- irnir í raungengisþróuninni eru nú að sama skapi minni en áður. 4. Vemdarstefna Innflutningshindranir hækka raun- gengi upp fyrir eðlilegt mark. Þetta stafar af því, að innflutningstálmar draga úr eftirspurn eftir erlendum gjald- eyri að öðru jöfnu og lækka með því móti verð á gjaldeyri - hækka gengið. Við íslendingar vorum miklu lengur að draga úr innflutningsvernd en aðrar þjóðir í næsta nágrenni og eigum reyndar ennþá talsvert langt í land. Búverndarstefnan ber því vitni. Bú- verndin heldur innlendu matarverði langtyfir heimsmarkaðsverði og hækkar raungengi krónunnar að sama skapi.* Fákeppni á innanlandsmarkaði leggst á sömu sveif. Þetta er samt ekki allt. Stuðningur ríkisins við útflutning hækkar raungengi gjaldniiðilsins á alveg sama hátt og innflutningshindranir hækka raungengið. Hvers vegna? Utflutningsvernd eykur að sínu leyti framboð gjaldeyris og lækkar verð hans með því móti, svo að gengið hækkar. Þannig hefur stuðningur ríkisins við íslenzkan sjávarútveg gegnuin tíðina, leynt og Ijóst, fyrst með nær sjálfvirkri lánafyrirgreiðslu ríkisbankakerfisins og gengisfellingum eftir pöntun og nú með ókeypis afliendingu verðmætra afla- heimilda, sem eru sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum, stuðlað að of háu raungengi krónunnar og gerir það enn. Af þessu má ráða rökin fyrir þeirri skoðun, að álagning veiðigjalds og þá um leið afnám ríkisverndar handa sjávarútvegi myndi fyrsta kastið leiða til lækkunar raungengis, þótt færa megi rök að því, að raungengið myndi síðan hækkasmám saman aflur í skjóli aukinnar framleiðni. Hvað um það, beinn og óbeinn stuðningur almannavaldsins við forgangsatvinnuvegina til sjós og sveita á trúlega talsverðan þátt í því, að raungengi krónunnar hefur verið of hátt og er það enn. Við getum nálgazt sömu niðurstöðu úr annarri átt. Áður fyrr var (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.