Vísbending


Vísbending - 23.03.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.03.2001, Blaðsíða 3
V ISBENDING Að segja upp starfsmanni Ingrid Kuhlman stjómunarráðgjafi i ' Uppsögn er stórt áfall í lífi starfs- manns. Hér er um að ræða átakanlegan atburð sem kallar fram mjög sterkar tilfmningar og raskar þeirri mynd sem viðkomandi hefur af veruleikanum: hvemig hlutirnir, fólkið og hann sjálfur er og hvert sambandið er milli þessa alls. Uppsagnarviðtal má sjá sem flóðbylgju af upplýsingum sem kemur heimsmynd starfsmannsins úr jafnvægi; honum finnst sem margar framtíðarvæntingar hans verði að engu. Þessar eftirvæntingar varða ekki aðeins starfíð sjálft heldur einnig þá mynd sem hann hefur af sjálfum sér, t.d. sem foreldri. Hvernig munu börnin sjá hann núna þegar hann er orðinn atvinnulaus? Sálífæðileg streita Tveir bandarískir sálfræðingar, þeir Cochrane og Robertson, hafa búið til lista yfír atburði í lífí einstaklinga og þeirri sálfræðilegu streitu sem þeim fylgja. Stigafjöldi sem nemur hundrað á þessum lista þýðir algjört andlegt niður- brot, núll stendur fyrir atburð sem hefur engin áhrif. Listinn sýnir að uppsögn er afar átakamikill atburður (sjá töflu 1). Viðbrögð einstaklinga við uppsögn geta verið mismunandi. Sumum kemur uppsögnin á óvart; aðrir hafa grun um hvað sé í vændum. Sumir kenna sjálfúm sér um; aðrir leita utanaðkomandi orsaka; sumir eru mjög viðkvæmir fyrir breytingum en aðrir láta sér fátt um fínnast. Ekkert eitt uppsagnarviðtal er eins og því er mikilvægt að sá sem flytur uppsagnartíðindin sé meðvitaður um það. Afar mikilvægt er að undirbúa vel hvenær, hvar og á hvaða hátt upp- sagnartíðindi eru flutt. Það ræðst að stórum hluta til af undirbúningnum hvort uppsögn gangi vel fyrir sig. Hægt er að koma í veg fyrir mörg vandamál með því að taka sér tíma fyrirfram til að hugsa vel um allt sem gæti farið úrskeiðis. Tilfinningastig Ekki er til einhlítt svar við því hvernig flytja eigi slæm tíðindi eins og upp- sagnartíðindi. Þó er hægt að sjá ákveðið mynstur í því hvemig fólk tekur slæmum tíðindum. Geðlæknirinn Kubler-Ross hefúr rannsakað reynslu og tilfmningar fólks sem fékk að heyra að það væri með ólæknandi sjúkdóm. Hún greindi mis- munandi stig í sorgarferlinu sem einnig má sjá í öðrum aðstæðum þar sem slæm tíðindi eru flutt. Stigin sem Kubler-Ross fann eru: afneitun, ytri reiði, innri reiði og viðtaka. Afneitun Fyrstu viðbrögð þess er fær uppsagnar- tíðindi eru í langflestum tilfellum að afneita þeim og reyna að sanna með rökum að sá sem flytur tíðindin hafí rangt fyrir sér. Að afneita slæmum tíð- indum eru oftast ómeðvituð viðbrögð. Afneitunin kemur fram í athugasemdum eins og „Nei, þetta getur ekki verið satt!“ eða„Þettahlýturaðvera misskilningur." Starfsmaðurinn trúir einfaldlega ekki að þetta skyldi koma fyrir hann. Ytri reiði Þegar viðkomandi áttar sig á að honum verði raunverulega sagt upp sýnir hann oft gremju og reiði, sem í fýrstu beinist að stjórnandanum, fyrirtækinu eða hinu ytra umhverfi. Beinskeyttar athuga- semdir eru látnar falla, starfsmaðurinn brýnir raustina, öskrar, blótar og tjáir sig með áleitnum handahreyfíngum eða kemur með hótanir. Vegna þess að starfsmaðurinn er í uppnámi á hann til að veita því sem stjórnandinn segir minni athygli. Innri reiði Eftir að starfsmanninum hefur runnið reiðin og er farinn að átta sig á því sem er að gerast beinast tilfinningarnar inn á við og hann verður vonsvikinn og niðurdreginn. Dæmi um viðbrögð á þessu stigi eru að starfsmaðurinn fer að endurtaka ákveðnar setningar: „Það er alltaf ég sem lendi í þessu!“ eða „Það er örugglega af því að ég er til einskis nýt- ur!“. Stundum fínnur hann til með- aumkunar með sjálfum sér, reynir að koma sér í mjúkinn hjá stjórnandanum eða byrjar að gráta. Þessi innri reiði er tilfmningalegs eðlis,líktogístiginuhéráundan.Munur- inn er hins vegar sá að við ytri reiði beinast tilfmningarnar gegn umhverf- inu og sá sem færir skilaboðin fær oftast að fínna fyrir þeim. V ið innri reiði beinast tilfínningarnar inn á við og reiðin sést því ekki eins augljóslega. Viðtaka Síðasta stig er þegar starfsmaður hefur meðtekið skilaboðin og sætt sig við þau. Það má greina með því að heyra hann spyrja spurninga sem varða framtíðina, eins og t.d.: „Hvað nú?“ eða „Hvað á ég að segja heima hjá mér?“ Fyrst á þessunt tímapunkti er hægt að leita lausna og Tafla 1. Lífsatburðir og sálfræðilcg strcita Andlát maka 86 Skilnaður 75 Fangelsisdómur 75 Andlát fjölskyldumeðlims 69 Uppsögn 68 Framhjáhald maka 68 Launalækkun (25%) 62 Eigið framhjáhald 61 Eftirlaun 54 Brúðkaup 50 Valin meðganga 49 Nýtt starf 46 Launahækkun (25%) 35 Breyting á vinnutímum 31 eða vinnuaðstæðum Jólin 12 100 = algjört andlegt niðurbrot ræða framtíðina. Ef stjórnandinn er með eitthvað í pokahorninu, eins og t.d starf í annarri deild innan fyrirtækisins, er best að bíða með að segja frá því þangað til á þetta stig er komið. Hættan er sú að góðu tíðindin verði hluti af slæmu tíðindunum séu þau flutt fyrr í viðtalinu. Sá sem flytur uppsagnartíðindin fylgir starfsmanninum í tilfinninga- legum hreyfmgum sínum. Hin ólíku stig, afneitun, ytri og innri reiði og viðtaka, birtast á afar mismunandi hátt hjá fólki. Það er hlutverk þess sem flytur tíðindin að meta tilfínningar viðkomandi starfs- manns og bregðast við á viðunandi hátt. Hverju stigi fylgir ákveðið tilfinninga- mynstur sem kallar á viðeigandi við- brögð. Það sem getur verið jákvætt á einu stigi getur jafnvel haft alvarlegar afleiðingar á öðru stigi. Algengmistök Tilfínningar gegna lykilhlutverki í uppsagnarviðtali, ekki aðeins til- finningar þess er fær slæmu tíðindin heldur einnig þess er flytur þau. Vegna þessara tilfmninga eru miklar líkur á að flytjandi tíðindanna misstígi sig og valdi erfíðleikum í viðtalinu. Algengustu mistökin í uppsagnarviðtali eru að fresta skilaboðunum, að afneita ábyrgð, að fegra tíðindin og að forðast að flytja tíðindin. Að fresta skilaboðunum Flestir flytjendur slæmra tíðinda hafa tilhneigingu til að bíða lengi ineð að flytjaþau í viðtalinu sjálfu. Fyrsterboðið (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.