Vísbending


Vísbending - 04.05.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.05.2001, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. maí 2001 17. tölublað 19.árgangur Gullkálfurinn Gin- og klaufaveikin, sem hefur gengið yfir Bretlandseyjar og nágrannabyggðir síðustu mán- uði, hefur varpað forvitnilegu ljósi á þann sess sem ólíkar atvinnugreinar skipa i efnahagslegu og pólitísku tilliti, sem fer þó ekki alltaf saman. Breskur landbúnaður hefur enn eina ferðina orðið fyrir miklu áfalli og bændur eru fórnarlömb í þeirri slátrun búfénaðs sem nauðsynleg hefur verið til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Engu að síður er það ekki landbúnaðurheldurferðaþjón- usta sem mun bera mestan fjárhagslegan skaða af faraldrinum. Pólití skur miðpunktur reskir fjölmiðlar hafa verið yfirfullir af fréttaflutningi af gin- og klaufa- veikinni frá því að hún fyrst blossaði upp. Skilaboðin voru þau að í landinu grasseraði sýking, bændur væru and- lega og ijárhagslega niðurbrotnir og upplausn ríkti í landinu. Eftir á að hyggja hefur þessi fréttaflutningur verið stór- lega ýktur þó að hann hafi verið byggður á ákveðnum sannleika. Þetta leiddi til þess að fréttaflutningur í öðrum löndum, sem byggður var á fyrirsögnum, gaf svo ranga mynd af ástandinu að ferða- mönnum til Bretlands fækkaði stórlega, sérstaklega voru sumir Bandaríkjamenn hræddir við að þeim yxu gin og klaufir. Pólitísk samúð var með bændum og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var fljótur að lýsa því yfir að veitt yrði 600 milljónum punda til að bæta tjón bænda. Nú er Ijóst að veikin er í rénun en eftir stendur að tekjur af ferðaþjónustu hafa snarlækkað það sem af er árinu og það er óljóst hversu langan tíma það tekur ferðaþjónustuna að jafna sig. Hitt er hins vegar þegar ljóst að á meðan bændur hafa orðið fýrir milljarða punda tjóni hefur ferðaþjónustan nú þegar orðið fyrirtjóni sem nemur2,5 milljörðum punda. Ferðaþjónustan hefur hins vegar einungis fengið 6 milljónir punda í bætur fyrir sinn skaða af faraldrinum eða 1 % af bæturn til bænda. Astæðuna segja sumir skort á pólitískum þrýstingi. Fjöldi erlendra ferðamanna sem komið hefur til Islands frá 1950 Fjárfest í vandamálum Fj ölmiðlar í Bretlandi komust ekki fyrr en seint og síðarmeir að þeirri niðurstöðu að mesta fórnarlamb gin- og klaufaveikinnar var ferðaþjónusta landsins sem vegur um 4% í vergri landsframleiðslu Breta eða ijórum sinn- um meira en landbúnaður - og þar sem 7% vinnuaflsins starfar, samanborið við 1,5% í landbúnaði. Það er hins vegar ekkert nýtt, hvorki í Bretlandi né annars staðar, að rótgrónar atvinnugreinar, sem allt snérist um áður fyrr, fái alla athyglina og aðstoðina þegar frekar ætti að beina sjónum að öðrum atvinnugreinum. A Islandi hefur flest allt snúist um sjávar- útveg og landbúnað alla tuttugustu öldina og enn í dag eru þessar greinar sá miðpunktur sem pólitíska miðlínan er dregin út frá. Það eru gömul sannindi í viðskipt- um, þó reyndar allt of sjaldan sé farið eftir þeim, að frekar skuli ljárfest í tæki- færum en vandamálum. Ríkisstjórnir landa hafa jafnan virt þessi sannindi að vettugi og einbeitt sér að vandamálun- um og þar með svelt tækifærin. Þó að atvinnugreinar séu best komnar án ríkis- afskipta þá gerir áhersla ríkisins á atvinnugreinar sein lifa á fornri frægð og völdunt það að verkum að aðrar atvinnugreinar líða fyrir, hvort sem það er með gengisskráningu, sem sniðin er að gömlu atvinnuvegunum, eða ann- arri hagsmunapólitík. Ferðaþjónusta ótt ferðaþjónusta fái sjaldan mikla athygli er ferðaþjónusta sú atvinnu- grein sem vex hvað hraðast um þessar mundir. Samkvæmt tölum frá World Tourism Organisation var vöxtur ferða- þjónustu um 7% á ári að meðaltali frá 1950 til 1997. Áætlaður vöxtur er 4% næsta áratuginn. Ferðaþjónustan mun verða næststærsta atvinnugrein í heim- inum árið 2010 ef áætlanir ganga eftir, en þegar starfa um 231 milljón manns í greininni rneð einum eða öðrum hætti. Ferðaþjónusta hefur heldur ekki notið verðskuldaðrar athygli hér á landi. Engu að síður er hún sívaxandi þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, var 10,9% af gjaldeyristekjum landsins árið 1990 en um 13% árið 1999. Hluturferðaþjón- ustunnar í vergri landsframleiðslu var 4,5% árið 1999 en hlutur landbúnaðar 2% og sjávarútvegs um 11 %. Og á sania tíma og lilutur ferðaþjónustunnar fer stöðugt vaxandi fer hlutur landbúnaðar og sjávarútvegs sífellt minnkandi. Þessa breytingu á mikilvægi atvinnu- greina má einnig sjá þegar horft er á atvinnusköpun. Sú tíð er liðin þegar 32% þjóðarinnar unnu í landbúnaði og 21% í sjávarútvegi og vinnslu eins og raunin var árið 1940. Þá var fjöldi starfa í ferðaþjónustu vart inælanlegur. Árið 1999 voru störf í landbúnaði 3,4% og 9,5% í fiskveiðum og-vinnslu en áætlað er að um 4% af vinnuaflinu árið 1999 hafi verið við störf í ferðaþjónustu og fer óðum fjölgandi. Á meðíylgjandi mynd má sjá að árið 1950 komu 4.383 erlendir ferðamenn til landsins en ÞHS hefur áætlað er að þeir verði um 335.000 á þessu ári. Og undanfarin ár hefur íjöldi ferðamanna aukist um 8-9% á ári að jafnaði. Þá niun gengislækkun krónunnar það sem af er árinu, vel á annan tug, einnig leiða til fleiri ferðamanna. Engu að síður er það áhyggjuefni að afkomaíyrirtækjaí ferða- þjónustu hefur verið áberandi slæm, að mestu vegna þess hversu árstíðar- bundin ferðaþjónustan er hér á landi og skipulagsleysis í rekstri. (Framhald á síðu 2) j Ofmikiláherslaárótgrón- Sveinn Ólafsson upplýs- ^ Bjarni Bragi Jónsson hag- * Gagnsæi og upplýsinga- I ar atvinnugreinar sem 1 ingafræðingur fjallar um -2 fræðingurfjallar ummark- /| skylda er til umtjöllunar í JL hafa stöðugt niinnkandi eigindlegaraðferðiríþekk- aðslausn á uppgjöri kvóta- fjórðu grein um reglur um gildigeturveriðhættuleg. ingarstjórnun. réttar. stjórnskipan fyrirtækja.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.