Vísbending


Vísbending - 25.05.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.05.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi Samkvæmt rannsóknum Gallup á íslandi er áhugi starfsfólks á starfsþróun mikill, einkunn 4,3 á kvarðanum 1-5, entækifærin sem standa því til boða mun færri, einkunn 3,5 á sama kvarða. I þessari grein verður fjallað um hugtakið starfsþróun, hvað það felur í sér og hvemig fyrirtæki geta notað starfsþróun sem tæki til að laða að og halda í gott starfsfólk. Hæft starfsfólk með mikla þekkingu getur veitt fyrirtækjum forskot í samkeppni, starfsþróun er leið til að skapa það samkeppnisforskot. Mikilvægi starfsþróunar Starfsþróun getur í rauninni þýtt margt, ekki aðeins stöðuhækkanir eins og þetta hugtak hefur jafnan verið notað síðastliðin 40 ár eða svo. Starfs- þróun er það ferli sem starfsmaður fer í gegnum til að setja sér markmið og er skref i átt að því marki sem hann stefnir að innan fyrirtækisins. Þetta ferli ætti bæði að taka mið af óskum starfsfólksins og markmiðum fyrirtækisins. Starfs- þróun geturþannig falið í sér möguleika á að axla meiri ábyrgð í núverandi starfí, að færast til í starfi innan starfseininga, að færast til í starfí á milli starfseininga eða að færast í „hærri“ stöðu. Öllu fólki er meðfædd sú löngun að vilja læra og þróast. Það má því segja að þessi löngun sé fólki eðlislæg. Þessi þáttur í eðli okkar gerir það einmitt svo mikilvægt að allt starfsfólk fái að vaxa í starfi og rækta nýja hæfileika. Leggja þarf áherslu á að hæfileikar og þekking starfsfólks nýtist sem best, bæði fyrir- tækinu og starfsfólkinu til góða. Það er því jafnt hagur starfsfólks og fyrirtækis að skipuleggja og standa vel að málum er varða starfsþróun, sem er eitt af því sem laðar hæft starfsfólk að fyrirtækj um. Fólk sem búið er að ná sér í verðmæta reynslu eða menntun og hefur metnað til að gera sífellt betur vill fá tækifæri til þess. Það eru ekki lengur aðeins laun og fríðindi sem laða að heldur þeir mögu- leikar sem fólki bjóðast til að Iæra og taka framförum í starfi. A þann hátt sér fólk nefnilega fram á að geta viðhaldið menntun sinni og þekkingu og þá um leið virði sínu á markaðinum. Þegar hinn dæmigerði starfsframastigi er ekki leng- ur ráðandi þá miðar breytt skipulag fyrirtækja að því að fólk fái að vaxa og þroskast í starfi. Starfsþróun Stjómun starfsþróunar Stjórnun starfsþróunar er það ferli eða skipulag sem fyrirtæki/stofnun styðst við þegar það velur, metur og þjálfar starfsmenn til þess að hafa hæft starfsfólk sem fellur vel að framtíðar- þörfum þess. Starfsþróunarferlið hefst um leið og nýr starfsmaður hefur verið ráðinn, nýliðaþjálfun er lokið og mat liggur fyrir um þekkingu hans. Ferlið á að skipuleggja með hliðsjón af mark- miðum fyrirtækisins um leið og reynt er að mæta markmiðum einstaklingsins. Ahersla skal lögð á að stjórnandi og starfsmaður beri sameiginlega ábyrgð á þessu ferli. Frumkvæði að starfsþróun getur jafnt komið frá stjórnanda sem starfsmanni. Þó að fyrirtæki stuðli að stöðugri menntun starfsmanna sinna ættu þau ekki að þurfa að óttast að missa viðkomandi starfsmenn, t.d. til annarra Tvœr leiðir i starfsþróun Spírals- starfsþróunar- ferlar Hefðbundnir starfsþróunar- ferlar x v > \ ■■ •, i / \ fyrirtækja. Reynslan sýnir að þau fyrir- tæki sem ötullega vinna á þessu sviði njóta meiri tryggðar og helst þar af leið- andi betur á starfsfólki en fýrirtækjum sem leggja minni áherslu á þennan þátt. Starfsþróun ætti ekki bara að tengj- ast ákveðnum störfum heldur ætti að stefna að því að allt starfsfólk fyrirtækis nái að vaxa í starfi í samræmi við hæfni og í samræmi við markmið fýrirtækisins. Starfsþróunarferlið þarf þó ekki að vera það sama fýrir allt starfsfólk, taka skal tillit til mismunandi forsendna, stefnu, stöðu og þess háttar hverju sinni. Mjög mikilvægt er að fýrirtæki hafi góða vitneskju um hvaða hæfileika og þekkingu starfsfólk þess hefur til að bera til þess að starfsþróun geti orðið markviss og skilað þeim árangri sem vonir standa til. Sé þessi þekking kortlögð, og í framhaldinu byggt ofan á hana, minnka líkurnar á því að vatnið sé sótt yfir lækinn. Nýj ar hugmy ndir Margir hugsa sér að það sé bara ein leið á tindinn, nefnilega beint upp. En í fjallgöngu er ekki endilega best að fara alltaf beint upp. Starfsþróun er frem- ur þannig að leiðin á tindinn er eins og spírall. Nauðsynlegt er að öðlast víð- tæka þekkingu og reynslu á hverju stigi áður en einstaklingur getur farið á það næsta, ef hann ætlar að ná sem bestum árangri þegar á áfangastað er komið. Að vera færður til innan starfseininga eðaámilli þeirra, en ekki uppávið, þýðir ekki að starfsmaður sé ekki hæfur til að flytjast upp á við, það getur einmitt gert hann hæfari til þess! Þannig fær hann víðtækari reynslu sem mun nýtast honum þegar „ofar“ er komið. Því má segja að þessi nýja leið við starfsþróun komi sér mjög vel, bæði fýrir fyrirtækin og einstaklingana. Fyrirtækin hafa hæf- ara starfsfólk með víðtækari þekkingu í hverri stöðu og einstaklingarnir eiga betri möguleika á að finna nýtt starf í öðrum fyrirtækjum þar sem þeir hafa víðtækari þekkingu. Einnig má benda á að ekki er óalgengt að starfsfólk vilji ekki endilega komast á tindinn, það þýðir þó ekki að það vilji ekki vaxa í starfi. Áhugi en ekki tækifæri Rannsóknir Gallup hér á Islandi sýna að þegar starfsfólk íslenskra fýrir- tækja (rúmlega 7000 svarendur í gagna- banka Gallup) er beðið um að meta full- yrðinguna „Eg hef áhuga á að þróast/ þroskast í núverandi starfi hjá X“ fær fullyrðingin að meðaltali einkunnina4,3 á kvarðanum 1—5. Samkvæmt stöðlum Gallup er þetta einkunn á styrkleikabili sem þýðir að áhugi starfsfólks á starfs- þróun er mikill. Fullyrðingin „Eg hef tækifæri til að þróast í starfi“ fær hins vegar að meðaltali einkunnina 3,5 á kvarðanum 1-5. Samkvæmt stöðlum Gallup er þetta einkunn á aðgerðabili, þ.e. þessum þætti innan íslenskra fýrir- tækja er ekki sinnt betur en svo að leiða má líkur að því að hann virki letjandi á starfsfólk - starfsfólk er ekki ánægt með ástand þessa þáttar. Sama niðurstaða kemur í ljós þegar fullyrðingin „Yfir- maður minn, eða einhver í vinnunni, hvetur mig til að þróast í starfi“ er metin, hún fær líka einkunnina 3,5. í Ijósi þessara niðurstaðna má draga þá ályktun að starfsfólki íslenskra fýrir- tækjafinnistþaðekkifánægilegtækifæri til starfsþróunar. Rannsóknir sýna að starfsþróun virkar bæði til að ná í starfsfólk og að halda í það. Starfsþróunarferlið þarf að vera skipulagt og í stöðugri endur- skoðun svo að það sé nægilega sveigj- anlegt til að geta mætt öllum breytingum í umhverfinu. Starfsþróun er ferli sem hefur engan endi og miðar að stöðugum framförum. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.