Vísbending


Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING Gjaldmiðilsskipti í Evrulandi Stefán Arnarson viðskiptafræðingur Iupphafi ársins 2002 verðaevruseðlar og -mynt sett í umferð í þeim tólf löndum sem mynda svokallað Evruland og um leið verður hafist handa við að taka heimagjaldmiðil þessara landa úr umferð.1 A þessum tímapunkti hættir evran að vera aðeins reiknieining og verður áþreifanlegur lögeyrir þess- ara landa, allar peningafærslur og fjár- hæðir í samningum verða íevrum. Flestir hraðbankar verða komnir með evruseðla og verslanir og seljendur þjónustu munu gefa til baka í evrum.2 Þessi breyting mun hafa mikil áhrif á hvert einasta mannsbam og fyrirtæki í Evrulandi. Þessir aðilarþurfa að venjast nýjum gjaldmiðli, öðrum mynt- og seðlaeiningum og öðru verðgildi nýs gjaldmiðils. Auk þess munu áhrifin ná til annarra Ianda, sérstaklega til þeirra landa sem eru í ESB en utan Evrulands og einnig til þeirra Austur-Evrópulanda þar sem mikið af þýskum mörkum hefur verið í umferð. Það hefur verið áætlað að um 30^10% af þýskum mörkum séu í umferð utan Þýskalands. Þessi gjald- miðilsbreyting verður sú stærsta og flóknasta sem hefur verið gerð. Risaverkefni Þetta ferli hófst árið 1995 og mikill undirbúningur hefur farið í þessi umskipti hjá evrópska seðlabankanum (ECB) og evrulöndunum. Verkefnið er geysistórt, það þarf að slá um 50 milljarða myntar og prenta um 14,5 milljarða seðla. Verðmæti þessara peninga er um 664 milljarðar evra. Prentun seðla hófst í júlímánuði árið 1999 og í lok aprílmán- aðar sl. var búið að framleiða um 70% af væntanlegum upphafsbirgðum. Myntin er slegin í fimmtán mynt- sláttum. Flutningahluti verkefnisins er afar stór. Öryggi við flutninga verður að vera í lagi og allt verður að ganga hratt fyrir sig. Það þarf að koma nýja gjaldmiðlinum frá framleiðslustöðvum til fjárhirslna seðlabanka, þaðan til fjármálastofnana og síðan til viðskipta- vina fjármálastofnana. Stærstur hluti þessara flutninga verður í höndum svokallaðra CIT-fyrirtækja (Cash In Transit). Þau sérhæfa sig í öryggisflutn- ingum, auk þess að geyma og greina seðla og my nt. Það er ekki minna verkefni að taka gömlu gjaldmiðlana úr umferð, flytja þá til fjárhirslna seðlabanka, greina þá og að lokum eyða þeim. Til gamans Evrualmanak 1999-2002* 1. janúar 1999 Evran tekin upp sem reiknieining og verðgeymir. Notuð í peningalausum greiðslum. 1. júlí 2001 Laun á launaseðlum einnig gefin upp í evrum. Innlánsreikningum breytt í evrureikninga. Ætlast til þess að þeir smásalar sem ekki hafa byrjað að verðleggja vöru sína í evrum byrji á því. 1. september 2001 Kynningarherferð hefst. Öryggisþættir í seðlum kynntir. Fjármálastofnanir byrja að fá hinn nýja gjaldmiðil, þ.e. svokölluð fyrirfram dreifing byrjar. desember 2001 Smásalar geta fengið evruseðla og -mynt. í byrjun mánaðar tekur CMS-gagnagrunnurinn til starfa. 15. desember 2001 Einstaklingar geta fengið evrumynt. 1. janúar 2002 Evrugjaldmiðillinn settur í umferð. Tímabil tveggja gjaldmiðla byrjar. Byrjað að taka gamla gjaldmiðilinn úr umferð. 28. febrúar 2002 Tímabil tveggja gjaldmiðla endar. Fyrri seðlar og mynt hætta að vera lögeyrir. 1. júlí -31. desember 2002 Viðskiptabankar hætta að taka við gamla gjaldmiðlinum.1 *) Dagsetningamar t þcssarí töflu eiga við flest evrulöndin._ 1) í Þýskalandi gcrist það 28. febrúar 2002. Flest hin evrulöndin hætta á seinni helmingi ársins 2002. Scðlabankar cvrulanda munu taka við gömlu heimamynt sinni í mislangan tfma. Fyrir seðla mun þcssi tími vera frá 10 árum til cilffðar, má nefna að í Þýskalandi verður sett upp hreyfanleg verksmiðja sem hafa mun það hlutverk að eyða þýskri mynt. Hún verður staðsett í fjárhirslum Bundesbank, og þegar hún verður búin að eyða allri mynt á einum stað, verður hún flutt í næstu fjárhirslu. Áætlað er að þetta verkefni muni taka tvö ár. Það eru ekki bara seðlabankar og fjármála- stofnanir sem þurfa að leggja mikið á sig vegna hins nýja gjaldmiðils. Það þarf m.a. að gera um 3,2 milljónir sjálfsala evruvæna, seljendur vöru og þjónustu þurfa að byrj a á árinu 2001 að verðmerkj a afurðir sínar í evrum, og á árinu 2002 þurfa þeir að hætta að verðleggja afurðir sínar í gamla heimagjaldmiðli sínum. Einnig liggur gífurleg vinna í því að breyta hugbúnaði. Hönnun Mikil vinna hefur farið í að hanna þennan nýja gjaldmiðil. Til að byrja með verða seðlategundir sjö, 500, 200,100,50,20,10 og 5. Myntin verður í átta einingum, 2 og 1 evra, og 50,20,10, 5,2 og 1 sent.3 Ekki munu öll evrulönd verða með allar mynteiningarnar, t.d. ætla Finnar að spara sér nokkra fjármuni með því að sleppa tveimur lægstu einingunum. Seðlamir verða eins í öllum löndunum, en bakhlið myntar hvers lands verður mismunandi. Hefð er fyrir því að seðlar landa séu nokkuð þjóð- legir, þ.e. að myndir á seðlum tengist sögu, náttúru eða menningu landa. Það erfiða verk að hanna seðla sem almenn- ingur í tólf evrulöndum getur sætt sig við var gert á sniðugan hátt. Á framhlið hvers seðils er mynd af byggingu frá ákveðnu tímabili úr arkitektúrsögu Evrópu og á bakhlið er mynd af brú frá samatíma. Tímabilin eru m.a. rómversk, gotnesk og endurreisn. Þeim er raðað þannig á seðlana að elsta tímabilið er á lægstu seðlaeiningunni og svo fram- vegis. Seðlarnir eru misstórir og fara stækkandi meðhærra verðgildi. Seðlarn- ir eru einfaldir og stílhreinir. Hver seðill hefur sinn lit. Einingin birtist á tíu stöð- um á seðlinum. Blái Evrulandsfáninn með stjörnunum tólf er á tveimur stöðum og stjörnurnar tólf má einnig sjá í stórum hring á framhlið seðlanna.4 Tímabil tveggjagjaldmiðla Eins og hefur komið fram hér að framan fer evran í umferð í ársbyrjun 2002. Þá hefst svokallað „tímabil tveggja gjaldmiðla" í Evrulandi. Hraði gjald- miðilsskipta ræðst almennt að mestu af skipulagningu, hegðun almennings og innviðum hins svokallaða seðlahrings (e. cash cycle). Því lengur sem umskiptin standa yfir, þeim mun lengur varir hið framannefnda tímabil og um leið verður kostnaður aðila sem tengjast skiptunum meiri. Upphaflega átti þetta tímabil að vera sex mánuðir, en síðar var ákveðið að stytta það. Hið formlega tímabil tveggja gjaldmiðla mun standa yfir í tvo mánuði í átta evrulöndum, en það verður styttra hjá hinum fjórum. Því styttra sem þetta tímabil er þeim mun meiri þarf svokölluð „fyrirfram dreifing“ að vera. Með fyrirfram dreif- ingu er átt við tímanlega afhendingu evra til fjármálastofnana og þaðan í hraðbanka, til smásala, sjálfsalageira og CIT-fyrirtækja.5 Með tímanlegri afliend- ingu er átt við afhendingu sem á sér stað nokkru áður en nýju evruseðlarnir verða settir í umferð. ECB hefur ákveðið að fyrirfram dreifing megi hefjast 1. sept- ember 2001, að uppfylltum ákveðnum (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.