Vísbending


Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Að gera ranga hluti rétt ^ Þór Sigiusson w hagl'ræðingur Arið 1982 urðu þau mistök í frá- rennslisstöðinni á Nut Island í Massachusettsfylki í Bandaríkj- unum að fimmtán milljarðar lítra af frá- rennsli runnu óhreinsaðir í Bostonhöfn. Við rannsókn á starfsemi stöðvarinnar kom fleira í ljós sem benti til þess að eitthvað hefði farið verulega úrskeiðis við stjórn hennar. Til að mynda höfðu starfsmenn um árabil notað svo mikið magn af klór til vatnshreinsunar að hið „hreinsaða" frárennsli hafði orðið meiri mengunarvaldur en hefði það runnið óhreinsað til sjávar. Hvernig gátu jafn afdrifarík mistök orðið hjá þessari frárennslisstöð sem hafði um langt skeið verið um margt til fyrirmyndar í samanburði við aðrar hreinsistöðvar Bostonborgar? Starfs- menn stöðvarinnar höfðu sinnt starfi sínu vel, ekki krafist launa fyrir y firvinnu og jafnvel greitt úr eigin vasa fyrir vara- hluti í stöðina. Þá höfðu æðstu yfirmenn hreinsistöðva borgarinnar haft lítil afskipti af stöðinni í samanburði við systurstöðvarnar þar sem hún virtist ganga vel án afskipta þeirra. Orsakakeðjan Paul Levy ritar grein í Harvard Busi- ness Review (mars 2001) um orsakir þeirra mistaka sem urðu í starfsemi stöðvarinnar. Levy setur fram kenningu sem hann nefnir „The Nut Island effect“ og skýrir m.a. það sem fór úrskeiðis í frárennslisstöðinni: 1) Hluti af starfi fyrirtækis er unninn fjarri aðalstjórn- endum, eigendum eða viðskiptavinum. 2) Starfsliðið vinnur sín verk af kost- gæfni en smám saman einangrast starf- semin frá höfuðstöðvunum. 3) Engin þörf virðist á afskiptum þar sem á yfir- borðinu virðist allt slétt og fellt. 4) I höfuðstöðvum er litið á starfsemina sem sjálfala og aðalstjórnendur virða að vettugi athugasemdir einstakra starfs- manna. 5) Ahugaleysi yfirmanna leiðir til þess að starfsmenn telja sig ekki hafa gagn af samskiptum við þá eða höfuð- stöðvarnar. 6) Tortryggni eykst sem leiðir til þess að starfsemin einangrast enn meira og starfsmenn líta í auknum mæli á sig sem einskonar útlaga með mikilvægt hlutverk. 7) Þegar þarna er komið sögu fer starfsliðið beinlínis að reyna eftir mætti að halda sig í fjarlægð frá höfuðstöðvunum og treysta alfarið á sjálft sig. 8) A lokastiginu gerist það að starfsmenn þróa sínar eigin starfs- reglur og líta svo á að enginn viti betur en þeir hvernig eigi að standa að rekstrinum. 9) Og svo sturtast allt niður. Það sem er sérstaklega athyglisvert við dæmi Levys er að starfsandinn fyrir slysið á Hnetueyju var góður og starfs- mennirnir höfðu sýnt dugnað og áhuga í starfi. I einangruninni fóru hinsvegar dugnaðarforkarnir að gera vitlausa hluti, eiginlega að gera ranga hluti rétt. * Islenskur veruleiki Firring, eins og sú sem að framan greinir, getur bæði átt sér stað í fyrir- tækjum og stofnunum. Tökum nokkur dæmi sem kenning Levys gæti átt við og kunna að skírskota tií íslensks raun- veruleika: A. Fyrirtæki setur upp starfsemi í öðru landi. Starfsemin gengur þokka- lega en smám saman dregur úr áhuga yfirmanna móðurfélagsins á útrásinni. Útrásarstarfsemin verður smám saman að útlagastarfsemi. Duglegi íslenski starfsmaðurinn, sem sendur var utan, lítur svo á að þögn aðalstöðva sé sama og samþykki og þá verða mistökin. B. Eftirlitsstofnun hefur með hönd- um matvælaeftirlit hjá framleiðslu- fyrirtækjum. Ráðuneytið, sem stofnunin heyrir undir, hefur ekki mótað skýra stefnu um starfsemina og þekking á eðli eftirlitsins í ráðuneytinu er lítil. Stofn- unin er því að nokkru sjálfala og smám saman taka vinnureglur stofnunarinnar mið af lægsta samnefnara framleiðenda. Og neytendur verða á endanum fyrir barðinu á eftirlitsleysinu og enn sturtast allt niður. C. I nýrri deild fj ármálafyrirtækis er mikill krafturog ábati í samræmi við það. Yfirmenn fjármálafyrirtækisins hafa takmarkaðan skilning á nýju starfsem- inni og það skynja starfsmenn deild- arinnar. Starfsmennirnir telja sér trú um að starfsvettvangur þeirra sé svo nú- tímalegur að ýmsar starfsreglur, skráðar eða óskráðar, megi beygja til þess að laga að hinum nýju háttum. Og þá bankar eftirlitið upp á. D. Sjúkrahús hefur um árabil verið rekið með halla, samstarf ráðuneytis og sjúkrahússins hefur verið lélegt og starfsfólkið telur sig illa launað og deildirnar undirmannaðar. Viðkvæðið verður: „Það ríkir enginn skilningur á eðli þessarar starfsemi hjá yfirvöldum." Gjáin milli sjúkrahússins og ráðuneytis- ins breikkar, starfsemin einangrast og þar sem enginn einn virðist ábyrgur lengist pýramídinn í stjórnun sjúkra- hússins og þjónustan versnar án þess að nokkur geti greint ástæður þess. E Skattstofa hefur um árabil bent fjárveitingarvaldinu á að með fjölgun eftirlitsmanna og breyttum reglum megi stórauka skatttekjur. Undirtektir hafa verið dræmar sem leiðir til þess að starf- semin einangrast. Starfsmenn skatt- stofunnar vita að í mörgum fyrirtækjum í bæjarfélaginu er sykurlaus starfsemi í algleymingi. Smám saman styrkist sú tilfinning starfsmanna að flestir íbúar bæjarfélagsins stundi skattsvik af ein- hverju tagi og taka verði á þeim eins og hverjum öðrum smásvindlurum. Skatt- stofan þróar sínar eigin vinnureglur sem taka mið af áðurnefndum viðhorfum. Þjónusta skattstofunnar versnar, skatt- greiðendur verða fyrir harðvítugum árásum og allt fer í vaskinn. Sjálfalastofnanir Til þess að koma í veg fyrir firringu í útrásarstarfsemi hafa alþjóðleg fyrirtæki aukið hreyfanleika starfsfólks og gert útibúin erlendis hluta af heildar- starfseminni en ekki algerlega sjálfstæð- ar ágóðastöðvar. Mestar líkur eru þó án efa á því að opinber starfsemi einangrist með þeim hætti sem að framan greinir. Þó virðist sem opinberir starfsmenn hérlendis fylgist vel með nýjungum í sínu fagi og líklega betur en starfssystkin þeirra í ýmsum öðrum Evrópulöndum. Faglega stöndum við því oft framarlega í starf- semi hins opinbera. Víða má þó sjá uppákomur hérlendis sem bera keim af þeim vítahring sem Paul Levy lýsir í áðurnefndri grein. A síðustu árum hefur verið gerð gangskör að því að styrkja kaupendahlutverk ráðuneyta, þ.e. afla upplýsinga um hvaða þjónustu stofn- anir eru að veita, urnfang hennar og hvort það sé sú þjónusta sem ráðu- neytið vill kaupa. Með þessu minnka líkur á að stofnanir einangrist og verði algerlega sjálfala. Þetta þýðir hins vegar alls ekki að vald sé fært frá stofnunum inn í ráðuneytin og þannig gert rniðlæg- ara. Með auknum upplýsingum um starf- semi og umfang stofnana má mun fremur færa rök fyrir því að valdi sé dreift, frá stofnunum til skattgreiðenda. Eftirfarandi fjögur atriði geta dregið úr hættunni á firringu í opinberri starf- serni eins og í dæminu frá Hnetueyju: 1. Skattgreiðendur fái góðar upplýsing- ar um hvaða þjónustu þeir eru að kaupa af stofnunum. 2. Notendagjöld verði aukin sem um leið auki aðhald á opinbera þjónustu. 3. Starfsfólk verði flutt um set milli stofnana og þannig reynt að draga úr einangrun þeirra. 4. Ríkiskerfið verði einfaldað og stofnanir einkavæddar. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.