Vísbending


Vísbending - 15.06.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.06.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 15. júní 2001 23. tölublað 19.árgangur Gauragangur í efnahagsmálum Birgir ísleifur Gunnarsson Seðla- bankastjóri tilkynnti, þegar ljóst var að verðbólguviðmið Seðla- bankans var sprungið, að bankinn myndi skrifa greinargerð til ríkisstjórn- arinnar til að gera grein fyrir stöðu og horfum í verðlagsmálum. Nýjustu upp- lýsingar Hagstofu Islands sýndu að verðbólga síðastliðna 12 mánuði var komin í 6,8% en efri þolmörk verðbólgu- viðmiðs Seðlabankans eru 6%. Ytri skellir ukna verðbólgu má sennilega fyrst og fremst rekja almennt til þenslu, hækkana í erlendri mynt, sent hefur verið velt út í verðlagið, og launahækkana á undanförnu ári. Ofyrirséðir atburðir eins og sjómannaverkfall og skerðing kvóta hafa selt meiri þrýsting á gengi krón- unnar sem hefur svo látið undan í áföngum með auknum fallhraða eftir að gengið var flotlagt. Urn leið hefur efna- hagsumhverfi margra fyrirtækja orðið nær óbærilegt. Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, lýsti ástandi fyrirtækja á fundi hjá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna þann 13. júní síðastliðinn: „ Því miður virðist allt, eða mjög margt, benda til þess,aðafkomutölurfyrirtækjaeftirfyrri sex ntánuði ársins verði afar slæmar. Þar með eru yfirgnæfandi líkur á því, að árið í heild verði vont rekstrarár. Það er mín skoðun, að þar skipti fjármagnsliðir, og fyrst og fremst veiking íslensku krón- unnar, langmestu máli.“ Síðar í ræðunni bættihann við: „Skeljungurertiltölulega stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, með öfluga eiginfjárstöðu, um 40%, og skuldar lítið, eða 5-6 millj arða, þar af um það bil helming í langtímalánum, annað er á móti birgðum. Velta félagsins var á síðasta ári liðlega 14 milljarðar. í gaura- gangi síðustu mánaða höfum við séð gengissveiflur á einum degi, sem voru meiri en nemur heildarhagnaði fyrir- tækisins á síðasta ári, en hann var um 330 milljónir króna. Þetta er náttúrlega alls engin hernja og fráleitt viðunandi viðskiptaumhverfi til að vinna og búa við.“ Erfiðar aðstæður að virðist verða ljósara með hverjum deginum að vaxtalækkun Seðlabank- ans í marsmánuði var illa til fundin þó að hún hafi verið réttlætanleg. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn gagnrýndi vaxta- lækkunina við heldur fálegar undirtektir Seðlabankans. Afleiðing lækkunarinnar var að öllum líkindum meira gengisfall en annars hefði orðið og nú er verð- bólgan komin yfir þolmörk. Það mætti því ætla að Seðlabankinn dragi vaxta- lækkunina til baka eða þar um betur. I nýlegu mati Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á íslensku fjármálakerfi má sjá að sjóðurinn telur það standa frammi fyrir ákveðnum vanda. Tvenns lags spenna virðist krauma þar undir niðri. Annars vegar vaxtaspenna og hins vegar gengisspenna. Ef Seðlabankinn ákveður að hækka ekki vexti er hætta á að gengisspennan hafi í för með sér skj álfta í bankakerfinu sem er líklegur til að leiða til minni greiðslufæmi bankanna og fjölga skuldum sem ólíklegt er að fáist greiddar. Ef vextir eru á hinn bóginn hækkaðir er hætta á að vaxtaspennan leiði einnig ti 1 skjálfta sem hristi og hræri bankakerfið þar sem það er rnjög berskjaldað fyrir vaxtaáhættu vegna mikillar verðbréfaeignar. Islandsbanki hefur varað við vaxtahækkunum þar sem „aukið aðhald gæti kostað mikið í töpuð- um hagvexti og atvinnu." Seðlabankinn stendur því frammi fyrir erfiðu vali en ólfklegt er að bankinn geti setið hjá og vonað að verðbólgan hjaðni af sjáll'u sér. Það máreyndar segja að öl 1 spjót standi á bankanum um þessar mundir þar sem Kristinn Björnsson hefur sennilega talað fyrir munn margra leiðandi ntanna í íslensku atvinnulífi og krafa þeirra er að skoða það af alvöru hvort ekki sé rétt að taka upp annan gjaldmiðil. Bankakrísa llur þessi gauragangur í íslensku efnahagslífi hefur aukið hættuna á bankakrísu hér á landi. Reyndar hefur fræðimönnum lítið orðið ágengt í að reyna að spá fyrir um slíkar krísur en margar aðvörunarbjöllur hringja um þessar mundir. Fræðimenn hafa komist að því að undanfarinn að bankaskell- inum í Mexíkó árið 1995 hafi verið rnikil aukning skuldasöfnunar, háir raun- vextir og vaxandi verðbólga. I skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má greina að þar hafa menn nokkrar áhyggjur af íslenska bankakerfinu þar sem það er nokkuð varnarlaust gegn ytri skellum. Mikið af eignum bankanna er í fornti verðbréfa, eiginfjárhlutfall þeirra er mjög lágt og skráningu tapaðra skulda er ábótavant á alþjóðlegan mæli- kvarða, þ.e. þær koma seint fram. Skýrsl- an er skrifuð áður en mestu gengislækk- anirnar urðu hér á landi en þó er því spáð að gengið gæti átt eftir að lækka. Við slíkar aðstæður er gert ráð fyrir því að tapaðar skuldir gætu aukist verulega og nefnir sjóðurinn að ástandið geti orðið líkt og í efnahagslægðinni árið 1990 og þar með gætu tapaðar skuldir orðið um 4,86-7% af heildarskuldum. Skýrslan var einnig skrifuð áður en svört skýrsla um nytjastofninn var birt þar sem um 50% af þorskstofninum hurfu með einu pennastriki og áður en kvóta- skerðing, sem þýðir 4 milljarða tekjutap fyrir sjávarútveginn, var kunngerð. En það er einkenni bankakerfisins á íslandi hversu rnikla áhættu það ber gagnvart sjávarútveginum. Astandið hefur því versnað allnokkuð frá því að sérfræð- ingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins höfðu áhyggjur. Þörf á bjartsýni Hér er ekki ætlunin að mála skrattann á vegginn en það er heldur ekki sniðugt að hrópa hver í kapp við annan: „Þetta reddast!“. Það er ofmælt að allt sé að fara í kalda kol á Islandi en það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirtæki og stofnanir, sem og ríkisvald, þurfa að taka sig sarnan í andlitinu og reyna að leysa vandamálin frekar en virða þau að vettugi. Vissulega er þörf á bjartsýni en lil þess að hún geti orðið til þess að það birti yfir á ný þá er nauðsynlegt að taka ágauraganginum í íslensku efnahagslífi. ^ Verðbólganerkominyfir Bjarni Bragi Jónsson fjall- ^ með útreikningum að a Það er ágæt hugmynd að I þolmörk, gengið heldur 1 ar, í fyrri grein af tveimur, 2 heildarskuldir ríkisins að /\ reyna að innleiða skapandi X áfram að lækka og Seðla- umefnahagsáhrifiíkistjár- +_) meðtöldum lífeyrisskuld- | eyðileggingu inn í rekstur bankinn bíður átekta. mála. Bjarni Bragi sýnir bindingum hafa aukist. fyrirtækja. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.