Vísbending


Vísbending - 27.07.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.07.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 27. júlí 2001 29. tölublað 19.árgangur G8 í Genúa Ráðstefna átta efnuðustu iðnnkja heims var haldin í Genúa á Ítalíu 20.-22. júlí síðastliðinn. Tilgang- urinn féll í skuggann af skærum á milli mótmælenda og ítölsku lögreglunnar. Raðmótmæli að virðist sem ófriðleg mótmæli séu að verða fastur fylgifiskur alþjóð- legra ráðstefna. Alþjóðaviðskipta- stofnunin (WTO) hélt ráðstefnu í Seattle í Bandaríkjunum í desember árið 1999 sem endaði með því að setja þurfti út- göngubann í borginni. Efnahagsráð- stefnan í Davos í Sviss í janúar árið 2000, fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans í Washington í apríl og Prag í september og ráðstefna Ameríkuþjóðanna í Quebec í Kanada í apríl 2001 urðu einnig fyrir áhlaupum mótmælenda sem enduðu með hand- tökum, áverkum og gífurlegu tjóni. Sennilega hafa alvarlegustu árekstrar lögreglu og mótmælenda verið á ráð- stefnu Evrópusambandsins í Gautaborg í Svíþjóð í júní síðastliðnum en þeir enduðu með því að sænska lögreglan skaut að mótmælendum með þeim afleiðingum að þrír særðust alvarlega. Það varð þó ekki endirinn á þessum harmleik því að áður en ráðstefna G8- ríkjanna í Genúa var liðin undir lok lá einn mótmælenda í valnum og fjöldinn allur af fólki slasaðist illa í ry skingunum. Áætla má út frá þeim tölum sem birtar hafa verið um Seattle og Gautaborg að heildarkostnaður vegna skemmda á fyrrnefndum sjö ráðstefnum nemi um 15-20 milljónum Bandaríkjadala'. Kostnaður vegna tapaðra viðskipta er á bilinu 50-100 milljónir dala. Tilgangslausar forvamir? rátt fyrir harmleikinn í Genúa hafa aldrei verið gerðar meiri ráðstafanir vegna alþjóðlegrar ráðstefnu. Borgin var meira eða minna innsigluð, sérstak- lega miðborgin, þar sem einungis þeir sem voru með sérstaka passa gátu farið um og nær allar samgöngur lágu niðri á meðan ráðstefnan stóð yfir. Um það bil 18 þúsund hermenn voru fluttir til borg- arinnar og bæði sprengju- og eiturefna- sérfræðingar. Eldflaugapöllum var komið upp á flugvellinum til að tryggja varnir gegn óleyfilegri flugumferð. Og ráðstafanir voru gerðar til þess að flytja alla aðila ráðstefnunnar í skip ef allt færi í bál og brand. Ófriðurinn lét ekki á sér standa þrátt fyrir að ítölsk yfirvöld hafi sýnt ákveðna fyrirhyggju og fordæmi með því að ræða við og reyna að ná samkomulagi við þau samtök sem líkleg voru til að standa fyrir ólátum. Genúa varð eins og víg- völlur á meðan ráðstefnan stóð yfir. Skrílslæti mótmælenda að hlýtur að vekja spurningar hvað sé svo mikilvægt að það kosti allt þetta umstang, bæði af hálfu ráðstefnu- haldara og þeirra sent mótmæla. Þeir síðamefndu eru mjög fjölbreyttur hópur samtaka og fólks með ólík hagsmunamál, umhverfismál, heilbrigðismál, skulda- uppgjöf fátækra ríkja, lýðræði, innflytj- endur og alþjóðavæðingu svo eitthvað sé nefnt. Málstaður þeirra er misvel ígrundaður, ýmist sprottinn upp af djúpstæðri umhyggju fyrir samfélaginu eða hatri. Mótmælendur mæta á alþjóða- ráðstefnur til að vekja athygli á sínum málstað, langflestir með friðsamlegum hætti en fáeinir stjórnleysingjar með skrílslátum. Oft virðist málstaðurinn einungis tilefni til óláta frekar en að hafa gildi í sjálfum sér. Leiðarahöfundur5wn- day Times þann 22. júlí komst ágætlega að orði þegar hann sagði að skrílslætin gerðu álíka mikið fyrir málstað mótmæl- enda og fótboltabullur gera fyrir fót- boltann. Málstaður sumra þessara hópa hefur þó fengið athygli stjórnvalda, t.d. niðurskurður skulda fátækra ríkja og ýmis umhverfismál. Aðrir hafa vakið athygli á því að þörf er á betri samskipt- um og skilningi á milli yfirvalda og almennings. En undirliggjandi samnefn- ari virðist vera hræðslan við alþjóða- væðingu og breytingar almennt. Kofi Annan, yfirmaður Sameinuðu þjóð- anna, benti á þetta í nýlegu viðtali þegar hann sagði að vandamálið er að „stjóm- málamenn verða að útskýra alþjóða- væðingu betur“. TilgangurG8 Fyrsti G8-fundurinn var haldinn árið 1975 og þá var tilgangurinn að fá leiðtoga efnuðustu þjóðanna til þess að ræða helstu vandamál heimsins í afslöppuðu andrúmslofti. Ólíklegt er hins vegar að andrúmsloftið sé mjög afslappað þegar borgarastyrjöld geisar fyrir utan skjaldborgina. Hitt er þó alvarlegra að það virðist vera einkenni þessara funda hversu fátæklegt það samkomulag er sem þjóð- imar komast að. Sumum finnst heldur mikið skrafað en lítið aðhafst. Þeim samþy kktum sem hafa verið gerðar hefur heldur ekki verið fylgt vel eftir. Rannsóknir frá Háskólanum í Tor- onto í Kanada sem er sérstakur aka- demískur rannsóknaraðili fyrir G8 hafa sýnt að G8-ríkin framfy Igdu að meðaltali einungis 37% af þeim samþykktum sem gerðar voru á ráðstefnunum í Lyon (1996), Denver (1997), Birmingham (1998) og Köln (1999). Tilgangurinn virðist heldur lítill þegar fátt er samþykkt og minna en helmingur þess sem sam- þykkt er verður nokkru sinni framkvæmt. Þetta hefur hins vegar breyst mikið á síðastliðnu ári þar sem rúmlega 80% af þeim samþykktum sem gerðar voru í Okinawa í Japan hafa komist til fram- kvæmda. Það á þó enn eftir að koma í ljós hvort framhald verði á slíkunt árangri. Viðfangsefni ráðstefnunnar rjú meginviðfangsefni ráðstefnunn- ar í Genúa voru: 1) að draga úr fátækt, 2) alþjóðaunthverfismál og 3) að koma í veg fyrir deilur. Allt eru þetta mikilvæg mál sem þörf er á að ræða um og finna leiðir til að betrumbæta. G8-ríkin geta vissulega verið leiðandi fyrir heimsbyggðina og skýr ski 1 aboð frá þe i m, t. d. u m nti k i I væ gi alþjóðaviðskipta og baráttunnar við AIDS, eru líkleg til þess að fá aðrar þjóðir (Framhald á síðu 4) V G8-fundurinn í Genúa er ^Tpétur Öm Sigurðsson ^ skersigtöluvertúrísaman- m atvinnurekstri erlendis þar I yfirstaðinn en fátt stendur ) restrarhagfræðingurfjallar 2 burði við árin á undan /| sem tjármunaeignin sem X eftir nema blóð, tár og um útrás fslendinga árið hvað varðar beinar fjár- hlutfall af VLF hefur tvö- brunnin bilflök.________________2000. Ljóst er að síðasta ár___festingar íslendinga í__________faldast frá árinu á undan. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.