Vísbending


Vísbending - 10.08.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.08.2001, Blaðsíða 2
V ISBENDING Að skapa virði nýlegri könnun breska ráðgjafafyrir- tækisins Interbrand er Coca Cola- vörumerkið enn það verðmætasta í heiminum, virði 69 milljarða Banda- ríkjadala, þrátt fyrir að hafa lækkað um 5% frá því í fyrra. A síðasta ári virtist sem Microsoft myndi yfirtaka vöru- merkjakórónuna en 7% verðmætisrýrn- un þar á bæ á milli ára kom í veg fyrir það. Niðursveifla síðastliðins árs hefur komið fram í þessu mati þar sem net- fyrirtæki hafa hrapað niður listann og mörg hver fram af barminum. Það þýðir þó ekki, eins og oft er haldið fram í niðursveiflu, að gildi vörumerkja hafi minnkað. Þvert á móti er sennilegt að sjaldan hafi verið mikilvægara að hafa yfir að ráða sterku vörumerki. Virði rátt fyrir virðingarvert starf lnter- brand er hægara sagt en gert að reyna að reikna út virði vörumerkja. Grunnhugmyndin er sú að virði vöru- merkis sé jafnt áætluðu framtíðar- tekjustreymi sem vörumerkið eitt skap- ar, reiknað á núvirði. Algengterað virði vörumerkis sé meira en helmingur af markaðsvirði fyrirtækis, 61% í tilviki Coca Cola í síðasta útreikningi (sjá töflu). Samkvæmt rannsóknum McKin- sey-ráðgjafafyrirtækisins á 130 fyrir- tækjum sem selja á neytendamarkaði skilarsterkt vörumerki að meðaltali 1,9% meiri arðsemi til hluthafa en önnur fyrir- tæki innan sömu atvinnugreinar. Einnig er hægt að líta á virði frá öðrum sjónarhóli. í grófum dráttum má segja að kaupákvörðun viðskipta- vina ráðist annars vegar af verði vöru og þjónustu og hins vegar af þeim ávinningi sem þeir hafa af kaupunum. Með öðrum orðum mætti segja að ávinningurinn sé það sama og virði vörunnar (eða þjónustunnar) - mælanlegt hæsta verð sem viðskiptavinir gætu hugsað sér að greiða. Hægt er að reikna út hugsanlegan ávinning viðskiptavina af vöru og þjónustu með því að reikna út markaðsvirði einstakra eiginleika eða þann sparnað sem þeir skapa. Mismuninn á virði og verði má kalla (neytenda)ábata, því meiri sem ábatinn er því líklegra er að viðskiptavinurinn kaupi. Markviss verðlagning snýst um að finna það verð þar sem ábatinn er nægilega mikill til að ákveðinn hópur fólks kjósi vöruna eða þjónustuna frekar en aðrar sam- bærilegar. Markaðsetning fyrir- tækja gengur svo út á að skapa eða gera fólki grein fyrir virði vörunnar. Það getur þó verið bæði dýrt og erfitt, sérstaklega ef tekið er mið af frægri tilvitnun íbandarískan smásala að nafni John Wanamaker: „Helmingnum af þeim peningum sem ég eyði [í auglýsingar] er sóun, vandamálið er að ég veit ekki hvor helmingurinn það er.“ Eitthvað um 244 milljörðum Bandaríkjadala var eytt í auglýsingar, allt frá markpósti til sjón- varpsauglýsinga, á síðasta ári í Banda- ríkjunum. Innri skoðun íkjandi hugmynd í stefnumótun er sú að fyrirtæki sem getur skapað umframvirði fyrir viðskiptavini miðað við samkeppnisaðila öðlast sam- keppnisyfirburði sem skila sér í aukinni markaðshlutdeild og aukinni arðsemi. Stjórnendur fyrirtækja eru þó í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að það er viðskiptavinurinn, en ekki samkeppnis- aðilinn, sem skiptir mestu máli og að eltingaleikur við samkeppnisaðila getur auðveldlega leitt fyrirtæki á ranga braut. Samkeppnisyfirburðir er því ekki heppi- legt orð þar sem lykilatriðið er virðis- sköpun fyrir viðskiptavini en ekki yfir- burðir yfir samkeppnisaðilum. Yfirleitt er talið að hægt sé að skapa þetta virði með tvennum hætti, annars vegar með því að halda kostnaði í lág- marki og leiða þannig til lægra verðs og þar með meiri ábata og hins vegar með aðgreiningu sem miðar að því að skapa meira virði fyrir viðskiptavini. Grunn- þættir í þessari virðissköpun eru auð- lindir sem má skipta í þrjá flokka: fasteignir, lausafjármuni og hæfi. Það síðasta, hæfi fyrirtækis, skiptir hvað mestu máli. Reyndar er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað felst í hæfi fyrirtækis en yfirleitt er þar átt við þekk- ingu og kunnáttu starfsmanna, bæði sem heild og einstaklingar, venjur, verk- skipulag og samþættingu { fyrirtæki. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera eins konar innri skoðun á auðlind- um með það fyrir augum að finna þá þætti sem geta skapað umframvirði. Því erfiðara sem það er fyrir önnur fyrirtæki að líkja eftir þessum virðisaukaþáttum því lengur endast þeir sem samkeppnis- yfirburðir. Sterkt vörumerki er byggt á slíkum innviðum. Staðsetning Imarkaðsfræðunum er sífellt meiri áhersla lögð á að „staðsetning á markaði" sé lykilatriði í því að skapa umframvirði. Þá er viðskiptavinurinn það sem viðskipti snúast um. Það snýst um að finna grundvöll sem hægt er að keppa á og sem aflar nægilegra viðskipta- vina. Ymist er áhersla fyrirtækja á verð, gæði, þjónustu eða jafnvel nýsköpun. Bónus byggir t.d. á kostnaðaryfirburð- um og lægra verði, Marriot-hótelkeðjan leggur áherslu á þjónustu og Virgin- merki Richards Bransons hefur nýsköp- unareiginleika, stendur fyrir gleði og eitthvað spennandi. Að finna góða staðsetningu á markaði er þó ekki ein- faldur leikur. Fræg er sagan af ólíkum skilgreiningum McDonald’s og Burger King á hamborgaramark- aðnum. McDonald’s hélt því fram að fólk væri að kaupa upplifun en aftur á móti voru yfirmenn Burger King vissir um að McDonald’ s hefði rangt fyrir sér. Viðskiptavinir myndu fljótt snúa við þeim baki þegar þeim hefði verið bent á að hamborgararnir á B urger King væru grillaðir, en ekki bara steiktir eins og hjá McDonalds, og fyrir vikið mun betri. Þrátt fyrir dýra auglýsingaherferð varð þeim þó lítið ágengt og niðurstaðan varð sú að skyndibitastaðirnir tveir voru ekki bara hamborgarastaðir. Sterkt vörumerki erein mælistika á góða staðsetningu á markaði. Þá er staðið við loforðið sem vörumerk- ið gefur. Ábatinn er mikill og hann skapar trygglyndi viðskiptavina. Forsendan fyrir sterku vörumerki er að fyrirtæki leitist við að fullnægja þörfum viðskiptavina - þörfum sem þeir vissu jafnvel ekki að þeir hefðu. (Framhald á síðu 4) Verðmœtustu vörumerki heims samkvœmt Interbrand (í milljörðum dollara) Nr. Fyrirtæki Viröi vöru- merkis Breyt. 00-01 Markaðs- viröi Vörumerki af heildarv. 1 Coca Cola 68,945 -5% 113,400 61% 2 Microsoft 65,068 -7% 380,000 17% 3 IBM 52,752 -1% 197,700 27% -1 GE 42,396 11% 498,600 9% 5 Nokia 35,035 -9% 104,200 34% 6 Intel 34,665 -11% 202,200 17% 7 Disney 32,591 -3% 60,000 54% 8 Ford 30,092 -17% 45,900 66% 9 McDonald’s 25,289 -9% 35,400 71% 10 AT&T 22,828 -11% 148,950 15% 11 Marlboro 22,053 0% 107,300 21% 12 Mercedes 21,728 3% 45,530 48% 13 Citibank 19,005 1% 268,900 7% 14 Toyota 18,578 -1% 133,400 14% 15 Hewlelt-Packard 17,983 -13% 55,800 32% 16 Cisco Syslems 17,209 -14% 140,700 12% 17 American Express 16,919 5% 52,300 32% 18 Gillette 15,293 -12% 31,400 49% 19 Merill Lynch 15,015 óþ. 49,600 30% 20 Sony 15,005 -9% 52,500 29% 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.