Vísbending


Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING Gott fólk í góðu fyrirtæki McKinsey-ráðgjafarfyrirtækið hefur nýlega gert rannsókn á eftirspurn bandarískra fyrir- tækja eftir hæfileikafólki. Niðurstaðan varð sú að 89% þeirra 6.900 stjórnenda sem könnunin náði til sögðu að erfiðara væri nú en fyrir þremur árum að fá hæfileikafólk til starfa og um 90% þeirra sögðu að erfiðara væri að halda því. A sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara fyrir framrás og farsæld fyrirtækja að hafa mikilshæfa starfsmenn innan sinna raða. Skortur / Ifyrrnefndri rannsókn eru þrjár ástæður nefndar fyrir því að sífellt erfiðara sé að ná í góða starfsmenn. I fyrsta lagi eru kröfur fyrirtækja að aukast, starfsmenn þurfa sífellt að hafa meira til brunns að bera - alþjóðlega þekkingu og reynslu, tækni- og tölvu- þekkingu, frumkvöðlavitund og hæfi- leika til að stjórna í margþættu og síbreytilegu umhverfi. I öðru lagi er framboð af hæfileikaríku fólki hlutfalls- lega að minnka. Það er að gerast með tvennum hætti. Annars vegar vegna þess að í kjölfar sterkari fjármagns- markaðar hefur litlum og meðalstórum fyrirtækjum vaxið fiskur um hrygg og draga þau sífellt til sín meira af hæfi- leikafólki með því að bjóða meiri ábyrgð og eignarhlut. Hins vegar mun stöðugt fækka í aldurshópnum frá 35 til 44 ára á næstu fimmtán árum víðast hvar í V estur- Evrópu, og í Bandaríkjunum um 15%. I þriðj a lagi er starfsmanna vel ta fyrirtækj a stöðugt að aukast. Sem dæmi má nefna að í Kísildal var starfsmannavelta fyrirtækja víða yfir 30% á ári. Að sama skapi nálgast hún 30% í bandaríska lyfjageiranum en þar var starfsmanna- velta nær óþekkt fyrir iaeinum árum. Veltuáhrif ✓ Ymislegt hefur gert að verkum að starfsmannavelta fyrirtækja er að aukast, bæði þættir sem toga í og ýta burt. Tækifærin eru fleiri en oftast áður, bæði hvað varðar störf í öðrum fyrir- tækjum og á eigin vegum. Einnig leitar fólk í auknum mæli eftir annarri lífs- fyllingu en miklum starfsframa. Það er hins vegar verra þegar góðum starfs- mönnum er hreinlega ýtt út úr fyrir- tækjum ómeðvitað vegna bágborinnar starfsmannastefnu. í fyrrnefndri McKinsey-rannsókn kemur fram að það virðist haldast í hendur að fyrirtækjum gangi vel og að vel takist að haldast á starfsfólki. Þeim fyrirtækjum sem gengur hvað best í þessu skila að meðaltali 22% meiri arð- semi til hluthafa en atvinnugrein þeirra að meðaltali. Þó að góð starfsmanna- stefna sé ekki eini þátturinn sem skapar slíka umframarðsemi er ljóst að hún gegnir mikilvægu hlutverki. Styrkingarþættir að er umhugsunarvert að í ljós kemur þegar starfsmannavelta í Banda- ríkjunum er skoðuð að góðgerðarsam- tökum (non-profit) tekst einna best að halda í starfsfólk. Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar hugsað er til þess að laun eru þar lítil sem engin og því ekki þau sem gera það að verkum að fólk heldur áfram að vinna fyrir samtökin. Vissulega hafa laun mikið að segja á nútímavinnumarkaði en aðrir þættir sem ekki síður eru mikilvægir virðast oft drukkna í peningaumræðunni. I fyrr- nefndri könnun kemur fram að 89% svarenda sögðu að hreinskilin endur- gjöf (e. feedback) væri nauðsynleg eða mjög mikilvæg fyrir starfsþróun. Aftur á móti gátu einungis 39% sagt að þeir fengju slíka endurgjöf. Hinn aldni stjórnunargúrú Peter F. Drucker hefur í gegnum tíðina hamrað á því að starfsfólk skipti mestu máli að því væri falin ábyrgð og á það væri hlustað. I viðtali við Wall Street Journal í upphafi síðasta árs sagði hann sögu frá því þegar hann lá á sjúkrabeði í heimabæ sínum. Þar sem hann gat sig hvergi hrært varð hann nauðugur viljugur að hlusta á kvartanir hjúkrunar- kvenna á spítalanum en þær voru fórnarlömb mikillar endurskipulagn- ingar. Drucker fékk stjórnanda spítalans til að halda fund með framvarðasveit hjúkrunarfræðinganna til að ræða vandamál og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fyrir vikið fékk Drucker náðugri daga á spítalanum í jákvæðara andrúmslofti einungis vegna þess að starfsfólk var spurt álits, hlustað var á það og leiddi það oft til betri úrlausna verkefna. Danska fyrirtækið International service systems (ISS) og bandaríska fyrirtækið ServiceMasters eru skínandi dæmi um hvernig hægt er að fá fólk sem sinnir hreingerningum til að taka virkan þátt í rekstri með að gefa því tækifæri til þess að betrumbæta starfsaðferðir og l'inna nýjar. Þjónustustig fyrirtækjanna tók stakkaskiptum um leið og starfs- mannavelta minnkaði verulega. Uppbyggjandi stefna að er sorglegt að hugsa til þess að stjórnendur margra fyrirtækja virð- ast lítið sem ekkert leggja upp úr starfs- mannastefnu í víðara samhengi og vita oft ekki hvað eða hverjir eru að skapa árangur fyrirtækisins. Jafnvel er hlífi- skildi haldið yfir starfsmönnum sem gera lítið annað en eitra út frá sér og drepa niður þá litlu von sem er um góðan og uppbyggjandi starfsanda. Fyrir vikið helst þeim enn verr á fólki. Fyrirtæki verða í vaxandi mæli að leggja meiri áherslu á starfsmanna- stefnu, sérstaklega í ljósi þess að þekk- ing og þjónusta eru stöðugt að verða meiri þungavigtarþættir í rekstri fyrir- tækja. Starfsmenn verða að hafa ástæðu fyrir því að ráða sig hjá og halda tryggð við fyrirtæki, aðra og langlífari en peninga. Sinna verður ráðningum af kostgæfni og stjórnendur fyrirtækja verða að taka sem mestan þátt í því ferli. Þegar búið er að ráða starfsmenn verður að þjálfa þá og sú þjálfun verður að halda áfram. Að auki þarf að veita starfsmönnum ólíka reynslu til að þeir fái vaxið í starfi. Mikilvægt er að einhver fylgist með framþróun þeirra og beri ábyrgð á að starfsandi og starfsmanna- stefna séu uppbyggjandi frekar en niðurdrepandi. Athugasemd við Aðra sálma í 31. tbl. 2001 Ágæti viðtakandi. Mér gramdist nokkuð að lesa pistil með eftirfarandi fyrirsögn [Verðið skiptir engu] í vikuriti ykkar um viðskipti og efnahagsmál. Þar er að mínu viti verið að draga orð fjármálastjóra Landsvirkjunar úr samhengi. Það gefur auga leið að þegar fjármálastjórinn talar um mikilvægi þess að verkefnið skili nægilegri arðsemi( 12-14% arðsemi eiginfjár) þá er gert ráð fyrir orkuverði sem stendur undir slíkri arðsemi. Það sem fjármálastjórinn á við þegar hann skrifar að verðið sé ekki mikilvægt í þessari umræðu þá er hann að vísa til ágreinings við Ögmund Jónasson og þeirrar afstöðu sem hann fyrir hönd LSR tekur án þess að skoða vcrkefnið eða arðsemi þess ofan í kjölinn. Það er ljóst að afstaða Ögmundar/LSR byggir á flestu öðru en faglegu mati á verkefninu. í því samhengi eru orð fjármálastjórans eðlileg. Ögmundur/LSR hefur engan áhuga á að skoða arðsemi verkefnisins eða fjármögnun þess. Á það er fjármálastjóri Landsvirkjunar að deila og raforku verðið því ekki aðalatriði í þeirri deilu heldur ákveðin grundvallaratriði um afstöðu. Það vcldur mér vonbrigðum þcgar ykkar ágæta vikurit setur þetta fram með þessum hætti og virðist tilgangurinn vera að tortryggja þetta verkefni enn frekar. Fyrirsögnin er t.d. mjög ósmekkleg og villandi. Ég er nokkuð viss um að fáir fjárfestingarkostir hafi verið eins vandlega skoðaðir og sá sem hér er rætt um. Ykkur væri nær að fara ofan í saumana á ýmsum vafasömum fjárfestingum lífeyrissjóða í ýmsum hlutafélögum, utan við sínar heimildir. Það er a.m.k. lágmarks krafa áskrifenda ykkar að umfjöllunin sé fagleg en ekki óvandaður áróður. Einnig væri eðlilegt að höfundur skrifaði undir með nafni nema þetta sé skilningur og skoðun rit- stjórnarinnar. Með kveðju, Óskar Garðarsson, fjármálastjóri Frá riísíjóra: Það erekkert leyndarmál að höfundurað Öðrum sálmum er nœr undantekningarlaust Henedikt Jóhannesson - hér eftir skammstafað HJ. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.