Vísbending


Vísbending - 24.08.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 24.08.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Gengi gjaldmiðlaog sjávarútvegurinn Jón Hallur Pétursson ip ■- viðskiptafræðingur -■ Rekstur 16 sjávarútvegs- fyrirtœkja á árinu 2000 Síðustu vikurnar hafa sjávarút- vegsfyrirtækin verið að skila upp- gjöri fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þessi uppgjör eiga það sammerkt að fyrirtækin eru flest að skila betri framlegð upp í afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) en árið áður. Þetta er athygli- vert í ljósi þess að verkfall sjómanna náði yfir um fjórðung tímabilsins. Meginástæðunnar fyrir þessum bata er að leita í lækkun á gengi krónunnar, en lækkunin nemurum 16% frá áramótum, og því að afurðaverð í uppsjávarfiski hefur hækkað um nálægt 35%, í erlendri mynt, frá áramótum. Þegar komið er að fjármagnsliðunum verður samanburð- urinn heldur betur óhagstæðari og það sem stingur í augun er gengistapið, en í flestum tilfellum er það 8-10 falt það sem það var árið áður. Þessa breytingu má rekja til þeirrar veikingar krónunnar sem áður var vikið að. Vegna þessa mikla gengistaps eru flest, ef ekki öll, skráð sjávarútvegsfyrirtæki rekin með miklu tapi á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Það má rifja upp að sjávarútvegsfyrir- tækin voru einnig rekin með verulegu tapi á síðasta ári sem rekja mátti til veikingar krónunnar á síðari hluta ársins. Þróun gengis krónunnar / Islenskur sjávarútvegur er að stærst- um hluta fjármagnaður með erlendu lánsfé, sem teljast verður rökrétt þar sem nær allar tekjurnar eru í erlendri mynt, auk þess sem vaxtastigið er mun lægra á erlendum lánum en innlendum. 16 félög 2000 Rekstrartekjur 48.077 Vergur hagnaður 8.554 Afskriftir -6.506 Fjármagnsliðir -5.644 Afkoma af reglul. starfs. -3.800 Skattar 488 Aðrar tekjur & gjöld -838 Afkoma ársins -4.150 Veltufé frá rekstri 5.166 Árið 1999 5.314 Árið 1998 7.317 Staða í árslok: Langtímaskuldir 50.545 Skuldir samt 69.426 Nettóskuldir 50.938 Það sem hefur verið óvenjulegt síðustu misseri er hve gengi krónunnar hel'ur verið mun sveiflukenndara en áður. A meðfylgj andi my nd má sj á þróun gengis- vísitölunnar sl. þrjú og hálft ár. Þar kemur fram að árin 1998-99 sveiflaðist hún mun minna en árið 2000 og það sem af er árinu 2001. A fyrra tímabilinu eru gengisbreytingarnar innan við 4,5% innan ársins en á því síðara er sveiflan mun meiri og þróunin öll til veikingar. Þannig veiktist krónan um 10% á árinu 2000 og á miðju ári hafði krónan veikst um ein 16%. Frá þeim tíma hefur krónan heldur styrkst eða urn ein 3% miðað við 15. ágúst síðastliðinn. Þessi breyting á verðgildi krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsins. skoðaðir, og uppgjörin fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs, þá er afkoman ekki glæsileg eins og áður var vikið að. En hvemig lítur dæmið út ef við skoðum áhrif gengisbreytinga á sjóðstreymi í stað rekstrarniðurstöðu? Heildarútflutningsverðmæti sjávar- afurða nam á síðasta ári um 95 milljörðum króna en síðustu ár hefur útflutnings- verðmætið verið á bilinu 95-100 rnillj- arðar á verðlagi hvers árs. Aætlað er að heildarskuldir sjávarútvegsins hafi numið um 150 milljörðum króna í lok síðasta árs og um 85% þeirra séu í erlendumgjaldmiðlum.Gróftmatáhlut- falli erlends kostnaðar eða kostnaðar tengdum tekjum, fyrir utan fjármagns- kostnað, í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækjanna gerir ráð fyrir að hann sé á bilinu 50-55% af útflutningsverðmæti. Þetta svarar til 47-52 milljarða króna miðað við síðasta ár. Ef við skoðum fjármagnskostnað og gengisbreytingar sérstaklega má gróflega áætla, miðað við skuldir greinarinnar um síðustu ára- mót og meðalvexti upp á 7%, að vaxta- greiðslur hafi hækkað um 1,3 milljarða vegna gengisbreytinga á þessu ári. Gera má ráð fyrir að meðalendurgreiðslutími erlendra lána sé um 10-12 ár og því hafi afborgunarhluti hvers árs hækkað um 1,6-2 milljarða króna. Að þessu saman- lögðu má ætla að 16% veiking íslensku krónunnar valdi því að tekjur greinar- innarhækki um 15 milljarðaáeinu árien á móti muni kostnaður hækka um 10-11 milljarða. Miðað við þessar forsendur er greinin í heild betur sett sem nemur um 4-5 milljörðum á ársgrundvelli. Áhrif gengisbreytinga Afkoma 16 skráðra félaga Okkur er gjarnt að líta á alkomu félaga út frá niðurstöðu rekstrarreikninga og þegar reikningar ársins 2000 eru Þróun gengisvísitölu krónunnar frá byrjun árs 1998 til 15. ágúst 2001 Ef tekinn er saman rekstur 16 skráðra félaga á síðasta ári þá námu heildar- tekj ur þeirra um 48 mil ljörðum króna eða réttum helmingi af útflutningsverðmæti sjávarafurða (sjá töflu). Framlegð upp í afskriftir og fjármagnsliði (vergur hagnaður) var 8,6 milljarðar eða 17,8% af tekjum, afskriftirnámu 6,5 milljörðum og fjármagnsliðir voru neikvæðirum 5,6 milljarða. Þá var afkoma ársins neikvæð um 4,1 milljarð króna. Veltufé frá rekstri nam 5,2 milljörðum samanborið við 5,3 milljarða árið áður og 7,3 milljarða árið 1998. Heildarskuldir námu samtals tæp- um70milljörðum,þaraflangtímaskuldir tæpum51 milljarði. Ef við skoðurnhvaða áhrif gengisbreyting upp á 16% hefur á þessi félög má ætla að niðurstaðan verði eftirfarandi: Framlegð batnar um 4 millj - arða, fjármagnskostnaður og afborg- unarhluti hækkar um 1,5 milljarð. Þetta gerir nettóbata upp á 2,5 rnilljarða króna. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.