Vísbending


Vísbending - 14.10.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.10.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Eru fjárfestingartækifæri í sjávarútvegi? Jón Hallur Pétursson viðskiptafræðingur Aliðnum tveimur til þremur miss- erum hafa nær öll hlutabréf lækkað í verði og virðist sem allur vindur sé úr fjárfestum. Þó er það með þennan markað sem aðra að öll él styttir upp um síðir og raunin er sú að þeir sem eru fyrstir til þess að átta sig þegar viðsnúningur verður á markaðinum, þeir hagnast mest þegar hann fer upp. Þessi þróun áeinnig við um hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækjanna en þau hafa einnig lækkað og segja má að þau hafi raunar ekki verið í tísku í nokkur ár. Þar sem ytri aðstæður greinarinnar hafa breyst verulega á síðustu misserum er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort vænlegt sé að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Gengi hlutabréfa Ameðfy lgj andi my nd má sj á þróun vísitölu aðallista og vísitölu sjávarútvegsins frá árinu 1998 til 10. október síðastliðins. Þar kemur fram að frá 1998 og fram í byrjun ársins 2000 hækkaði vísitala aðallista um 75% en frá þeim tíma hefur vísitalan verið á niðurleið og er gildi hennar nú um 10% hærra en það var í byrjun árs 1998 eða 1.093 stig. Fram í byrjun ársins 2000 var vísitala sjávarútvegs svipuð eða í kringum 100 stig. Frá þeim tíma hefur hún farið lækkandi og er gildi hennar núna 27% lægra en það var í ársbyrjun 1998. Ástæðu þessarar þróunar má m.a. rekja til þess að vextir á skuldabréfa- markaði hafa hækkað og afkomuhorfur fyrirtækja hafa einnig versnað. Þá má leiðaaðþvílíkumaðeftirmiklarhækkanir Rekstur fimmtán sjávarútvegsfyrirtœkja frá 1998 til 2001 1998 1999 2000 2000/6 m 2001/6 m Rekstrartekjur 47.174 43.494 45.713 26.293 29.548 Rekstrargjöld -38.349 -36.802 -37.774 -21.393 -21.490 Vergur hagnaður 8.825 6.692 7.939 4.900 8.058 Hlutfall: 18,7% 15,4% 17,4% 18,6% 27,3% Söluhagnaður/tap 0 0 -144 69 -63 Hagn. f. afskr. 8.825 6.692 7.795 4.969 7.995 Afskriftir -4.683 -5.528 -6.180 -3.205 -3.447 Fjármagnsliðir -2.091 -40 -5.484 -1.071 -8.966 Hlutfall: -4,4% -0,1% -12,0% -4,1% -30,3% Afkoma af reglul. starfs. 2.051 1.125 -3.869 693 -4.418 Hlutfall: 4,3% 2,6% -8,5% 2,6% -15,0% Skattar -438 -227 494 -318 695 Aðrar tekiur & qjöld 930 1.075 -838 -154 -101 Afkoma ársins 2.543 1.973 -4.213 221 -3.824 Veltufé frá rekstri 6.889 4.612 4.637 3.481 5.630 Hlutfall % 14,6% 10,6% 10,1% 13,2% 19,1% hafi hlutabréfaverð verið orðið alltof hátt og hluti af þessari lækkun geti talist „eðlileg“ verðleiðrétting. Afkoma skxáðra fyrirtækja Seinni hluta ársins 2000 og það sem af er þessu ári hefur gengi krónunnar veikst um ein 25% miðað við 10. október síðastliðinn. Þetta breytir umtalsverðu fyrir sjávarútveginn þegar til lengri tíma er litið eins og rakið var í grein í 33. tbl. Vísbendingar 24. ágúst síðastliðinn. Ef við skoðum afkomu skráðra félaga á Verðbréfaþingi fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs og berum hana annarsvegar saman við afkomuna fyrstu sex mánuði ársins á undan og hinsvegar við afkomu áranna 1998-2000, sjáunt við á tölunum og hlutföllunum að afkoma greinarinnar hefur batnað verulega. I meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir afkomu fimmtán félaga árin 1998 til 2000 og samanburð á afkomu þeirra fyrstu sex mánuði ársins Þróun vísitölu aðallista og sjávarútvegs frá byrjun árs 1998 til 10. september 2001 jan.98 júl.98 jan.99 júl.99 jan.00 júl.00 jan.01 júl.01 Vísitala sjávarútvcgs « ■ Vísitala aðallista í ár og til samanburðar árið áður. Þar kemur fram að vergur hagnaður (EBITDA) var6,7 til 8,8 milljarðarkróna, eða 15,4—18,7% af veltu, árin 1998-2000. Á sama tíma nam veltufé frá rekstri 4,6 til 6,9 milljörðum eða 10,1-14,6% af veltu. Ef við skoðum afkomuna fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs í saman- burði við sama tímabil árið áður sjáum við að vergur hagnaður er 8,1 milljarður ámóti 4,9 milljörðum árið áður, eða27,3% af veltu samanborið við 18,6% árið áður. Á sama tíma nam veltufé frá rekstri 5,6 milljörðum á móti 3,5 milljörðum króna árið áður, eða 19,1% samanborið við 13,2% fyrir sama tímabil árið áður. Það sem stingur í augun við þennan samanburð eru fjármagnsliðirnir. Árið 1998 nema þeir 2,1 milljarði, árið eftir eru þeir einungis 40 milljónir og árið 2000 eru þeir5,5 milljarðar. Fyrstu sex rnánuði ársins 2000 námu þeir 1,1 milljarði og fyrir sama tímabil í ár eru þeir tæpir 9 milljarðar. Meginskýringuna á þessum miklu sveifluin má rekja til þess hve gengi krónunnar hefur verið óstöðugt á þessu tímabili. E.t.v. má segja að árið 1998 gefi hvað gleggsta mynd af „eðli- legum“ fjármagnskostnaði því það ár var krónan hvað stöðugust af þessum árum. Árið 1999 styrktist krónan um ein 3% og varð fjármagnskostnaður nær enginn það árið. Seinnihluta ársins 2000 veiktist krónan verulega eða um ein 10% frá upphafi til loka ársins og það sem af er þessu ári hefur krónan veikst um 15,6%. Veiking krónunnar kentur fram í hærri fjármagnskostnaði í rekstrar- reikningi en hefur mun minni áhrif á veltufé frá rekstri þar sem hækkun langtímaskulda dreifist á endurgreiðslu- tíma lánanna. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.