Vísbending


Vísbending - 26.10.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.10.2001, Blaðsíða 1
V Vi ku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 26. október 2001 42. tölublað 19. árgangur Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar Ljóst er að gjaldþrotum hjá fyrir tækjum muni fjölga mikið á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Einnig er útlit fyrir að gjaldþrotum muni fjölga áfram ef niðursveifla efnahags- kerfisins ílengist. Gjaldþrot Þegar gjaldþrot félaga, skv. upplýs- ingunt frá Hagstofu íslands, eru skoðuð á tímabilinu frá 1987 til 2000 (sjá mynd 1) kemur í Ijós að meðalfjöldi gjaldþrotaáþessutímabilier291 fyrirtæki á ári. A síðasta ári voru 296 félög skráð gjaldþrota sem sýnir að gjaldþrot ársins voru í jafnvægi við meðaltalið. Það var þó 21 % aukning frá árinu 1999 en á tíma- bilinu frá 1997 til 1999 hafa gjaldþrot verið tiltölulega fá, eða 240 að meðaltali. Ef tímabilið frá 1987 til 2000er skoðað nánar þá má sjá að tveir kúfar eru á línuritinu, fyrst árið 1990 og síðan 1993 en eftir það hefur gjaldþrotum fækkað jafnt og þétt til ársins 1999 að þeim fjölgaði lítillega á ný. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þessi fækkun gjald- þrota seinni hluta tíunda áratugarins er í raun enn meiri en áður er getið ef tekið er mið af nýskráðum fyrirtækjum á sama tíma en nýskráðum fyrirtækjum hefur fjölgað mikiðfrá 1996 til 2000, um 15,7% að jafnaði ár hvert. A sama tíma hefur gjaldþrotum hins vegar fækkað en fjölg- aði þó örlítið árið 1999. Þetta leiðir til þess að hlutfall gjaldþrota hjá nýskráð- um fyrirtækjum fór úr 24,9% árið 1996 í einungis 13,1% árið 1999 en hækkaði svo lítillega á ný árið 2000 og var 14,3% (sjá mynd 2). Fyrri hluta tíunda áratugar- ins var þetta hlutfall mun hærra. I stöðugu efnahagsumhverfi má ætlaað hlutfallmillinýskráðrafyrirtækja og gjaldþrota eigi að vera tiltölulega stöðugt. En efnahagsáhrif gera það að verkum að þetta hlutfall er líklegt til þess að lækka í uppsveiflu, þar sem nýskrán- ingum fjölgar og gjaldþrotum í'ækkar, en hækka í niðursveiflu. Ef gjaldþrot fyrirtækja á tímabilinu frá 1987 til 2000 eru skoðuð með hliðsjón af aldri fyrirtækja kemur í ljós að á þessu tímabili eru litlar sveitlur á milli aldurs- flokka. Eina breytingin sem má greina er sú að í lok níunda áratugarins og á fyrri hluta þess tíunda fjölgaði hlutfallslega gjaldþrotum fyrirtækja með 5 til 10 ára starfsævi en á móti kom að gjaldþrotum fyrirtækjaeldri en 10 árafækkaði. Niður- staðan er því sú að mestar líkur eru á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir tveggja ára starfsemi (sjá mynd 3). Tiltölulega litlar líkur eru á því að fyrirtæki verði gjaldþrota áður og eftir tvö árin dregur úr líkunum. Með öðrum orðum mætti halda því fram að hápunktur gjaldþrota komi ekki fram fyrr en tveimur árum eftir að hápunkti nýskráninga hefur verið náð, svo lengi sem ekkert annað hefur áhrif. Það þýðir að ef það er gefið að hápunktur nýskráninga hafi verið á síðasta ári, sem er líklegt en ekki fullvíst, þá muni hápunktur gjaldþrota, skv. þessari kenningu, verðaárið 2002-2003. Nú þegar má ætla að gjaldþrotum fjölgi þar sem fyrirtæki hafa skuldsett sig mikið í góðærinu og líklegt að ekki geli allir staðið í skilum þegar harðnar á dalnum. Samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. hefur árangurslausum tjárnámum fjölgað rnikið það sem af er þessu ári, úr 892 í 1.722 fyrstu níu mánuði hvors árs, sem er 93% aukning. Ætla má að fylgni sé á milli árangurslausra fjár- náma og gjaldþrota og lauslegur útreikn- ingur út frá fylgni síðasta árs gefur til kynna að gjaldþrot fyrirtækja á þessu ári geti orðið á bilinu 450 til 515 talsins (sjá mynd 4). Uppstokkun Afyrirtækjamarkaði er það eðlilegt að úrelt, illa rekin eða bara óheppin fyrirtæki verði að hverfa á braut þegar ný og skilvirkari fyrirtæki ýta þeirn út af markaðinum. Þessi uppstokkun verður enn meira áberandi í mikilli niðursveiflu eins og nú, sérstaklega eftir mikla upp- sveiflu þar sent bjartsýnin var óhófleg og gnægtir voru af áhætlu- og lánsfjár- magni á boðstólnum. Slík uppstokkun gerir markaðinn traustari og skilvirkari en áður svo lengi sem fjármálamarkað- urinn er nægilega undirbúinn og traust- ur til þess að standa af sér slík umskipti. Myitd 1. Fjöldi gjaldþrota fyrirtœkja frá 1987 til 2000 2500 2000 1500 1000 500 0 Nýskráð fyrirtæki (vinstri kvaröik 500 400 300 200 100 0 1996 1997 1998 1999 2000 Hcimild: Hagstofan. Mynd 3. Hlutfall gjaldþrota e. aldri ft. (meðaltal 1987 til 2000) <i í Heimild: Hagstofan. 3 4 5-10 >10 Aklur Mynd 4. Fjöldi gjaldþrota og árangurslausra fjárnáma (9 mán.) Heimild: Hagstofan og Lánstraust hf. 1 Allt útlit er fyrir að gjald- þrotum fyrirtækjaeigi el'tir að fjölga ntikið á næstu misserum. 2 Gylfi Zoéga hagfræðingur fjallar um rannsóknir og kenningar um náttúrulegt atvinnuleysi og hlutverk 3 og gildi stofnana vinnu- markaðarins. Gylfi bendir á að skilningur á stofnun- unt vinnumarkaðarins hal'i 4 orðið til þess að bjarga kenningunni um náítúru- legt atvinnuleysi frá því að verða sópað út í horn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.