Vísbending


Vísbending - 16.11.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.11.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING Fríverslunarbandalög s byrjun nóvember tilkynnti Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, að lönd Suðaustur-Asíu og Kína ættu eftir að stofna stærsta fríverslunarsvæði í heiminum innan tíu ára. Það væri í takti við hina miklu fjöigun og útvíkkun frí- verslunarsvæða á síðustu fimmtíu árum. Fjölgun bandalaga Upphafið á fríverslunarsamningum1 má rekja til stofnunar Efnahags- bandalags Evrópu (sem varð síðar Evrópusambandið eða ESB) sem var stofnað árið 1958. Fljótlega eftir það voru fleiri fríverslunarbandalög stofnuð eins og t.d. Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Fríverslunarbanda- lag Astralíu og Nýja-Sjálands (sem kallast í dag ANZCERTA). Mestur vöxtur fríverslunarbandalaga hefur þó verið síðustu 10-15 ár en um helmingur af öllum svæðisbundnum fríverslunar- samningum (e. Regional Trade Agree- ments (RTA)) hefur orðið til á síðast- liðnum áratug. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) þá voru 124 slíkir samningar skráðir hjá stofnuninni (sem þá var GATT) frá 1948 til 1994. Frá 1995 (eftir að WTO varð til) hafa rúmlega hundrað slíkir samningar verið skráðir hjá stofnuninni. Lætur nærri að öll 140 rfkin sem eru aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni séu aðilar að a.m.k. einu svæðisbundnu fríversl- unarsamkomulagi. Af þeim sjö fríverslunarsvæðum sem eru þekktust eru ESB (15 lönd),NAFTA (3 lönd) og ASEAN (10 lönd) langstærst. HeildarútflutningurESB var2.251 millj- arður Bandaríkjadala á síðasta ári, útflutningurNAFTA var 1,224milljarðar og útflutningur ASEAN var 427 millj- arðar Bandaríkjadala (sjá mynd 2). Þegar þessi þrjú bandalög eru skoðuð nánar kemur í ljós að vöxtur útflutnings, bæði ASEAN og NAFTA, hefur verið um 8- 11% að meðaltali á ári síðasta áratug en 4% hjá ESB (sjá einnig mynd 3 hvað varðar vöxt síðustu tveggja ára). Einnig er athyglivert hve hlutfall útflutnings innan NAFTA-svæðisins hefur vaxið á kostnað útllutnings frá svæðinu en að langmestu leyti má rekja það til aukinna viðskipta frekar en að viðskiptaáherslur hafi breyst. Útflutn- ingur frá ESB og ASEAN hefur hins vegar hlutfallslega aukist í samanburði við verslun innan bandalaganna síðustu fimm ár (sjá mynd 1). Þessi breyting innan ESB2 hefur orðið til þess að samanlögð innri viðskipti allra banda- laga eru lægri árið 2000 en árið 1990 en þau nema nú um 36% af alþjóðavið- skiptum. Mynd 1. Hlutfall innri viðskipta af lieildarviðskiptum (1995 og 2000) 70 60 50 40 30 20 10 0 ESB NAFTA ASEAN Stórt skref Lengi vel hafa skoðanir verið skiptar um ágæti svæðisbundinna fríversl- unarbandalaga. Gagnrýnendur hafa bent á að hugmyndin á bak við þessi bandalög skerist í odda við megin- markmið Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar um að viðskiptakjör sem boðin eru einu landi séu boðin öllum löndum og að eftir að vara og þjónusta hefur verið flutt inn í land þá beri að meðhöndla hana eins og aðrar vörur og þjónustu á markaðinum. Tilgangur bandalaga er að auðvelda milliríkjaviðskipti og fella niður við- skiptahindranir á milli landa innan bandalagsins þó að hindranirnar standi áfram gagnvart þeim sem standa þar fyrir utan. Þó eru skilyrði Alþjóðagjald- eyrisstofnunarinnar þau að viðskipta- hindranir mega ekki aukast gagnvart ríkjum sem standa fyrir utan eftir að stofnað hefur verið til fríverslunar- bandalags. Það er hins vegar álitamál hvort það hafi alltaf gengið eftir. Önnur gagnrýni dregur í efa að bandalög skili alltaf ávinningi en ekki kostnaði í alþjóðaviðskiptum eða með öðrum orðum hvort samkomulagið skapar viðskipti eða tapar viðskiptum (e. trade-creation v.s. trade-diversion). Ef t.d. stofnun bandalags, og hlunnind- in sem því fylgja, verður til þess að land hættir innflutningi frá landi utan banda- lagsins og flytur inn í staðinn frá banda- lagsríki, m.ö.o. velur óskilvirkari fram- leiðslu fram yfir skilvirkari framleiðslu, þá er niðurstaðan kostnaður fyrir heims- búið en ekki ávinningur. Niðurstöður rannsókna eru mjög misvísandi en ljóst er að í einhverjum tilvikum hafa innri viðskipti aukist á kostnað útflutnings frá fríverslunarsvæðum. Þó hafa rann- sóknir sýnt að ESB hefur skapað við- skipti bæði innan bandalagsins og fyrir heiminn allan. Einnig hefur verið bent á þá hættu (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Virði heildarviðskipta helstu fríverslunar- svœða árið 2000 (milljarðar Bandaríkjadala) Mynd 3. Vöxtur heildarviðskipta helstu fríverslunarsvœða 1999 og 2000 (%) 40 30 20 10 0 -10 -20 JL 2000 'ml ESB (15) CEFTA (6) NAFTA (3) MjERÖ'OSUR ASEAN (10) ANDEAN W-------------------w 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.