Vísbending


Vísbending - 19.12.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.12.2001, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 19. desember 2001 50. tölublað 19.árgangur Evran fæðist Gjaldmiðlaskiptin í Evrópu verða að öllum líkindum stærsta málið í upphafi nýs árs. Um 300 millj- ónir manna í tólf löndum munu geta fengið hinn nýja gjaldmiðil, evru, strax á nýársdag í hraðbönkum. Eitthvað um 14,5 milljarðar af seðlum og 50 m i 1 lj arðar af mynt þurfa að komast í dreifingu á innan við tveimur mánuðum. Meðgang- an hefur tekið þrjú ár, frá byrjun árs 1999 þegar evran var fyrst skráð á markað, og gekk verr en vonast var til í upphafi. Þess vegna er kannski háskalegt að ætla jafn stuttan tíma fyrir fæðinguna. En sennilega er það með þetta barn eins og mörg önnur að það getur ekki beðið þess lengur að koma í heiminn. Veðmál Upptaka evrunnar er mjög umdeilt mál enda hefur verið tilraunabragur á þessu verkefni frá upphafi en saga Evrópusambandsins spannar nú um fimmtíu ára tímabil. Evran er sennilega stærsta varðan á leið bandalagsins til uppbyggingar evrópskrar samvinnu og samþættingar og jafnframt sú áhættu- mesta. Ef illa tekst til með upptöku evr- unnar þá getur hún auðveldlega kippt fótunum undan Evrópusambandinu, ef vel gengur gæti upptakan markað upp- haf á miklum umbótum og hagsæld í Evrópu. Staðreyndin er sú að erfitt er að meta hver þróunin mun verða og þess vegna mætti segja að hér væri á ferðinni risavaxið veðmál. Erfíður meðgöngu- tími, þar sem evran lækkaði um 25% í samanburði við Bandaríkjadal, hefurýtt undir auknar efasemdir. Engu að síður er ekki hægt að sjá annað en að hag- fræðingar séu almennt mjög jákvæðir í garð þessa nýja gjaldmiðils. Dollarinn sterkur Evrópskir hagfræðingar hafa klórað sér í kollinum undanfarin þrjú áryfír því að evran skuli ekki hafa verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollara en raun ber vitni. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði nýlega á ráð- stefnu að veik evra gagnvart dollaranum endurspeglaði væntingar fjárfesta um að vöxtur framleiðni myndi verða örari í Bandaríkjunum en í Evrulandi á kom- andi árum. Hann sagði einnig að ósveigj- anlegur vinnumarkaður gerði það erfíð- ara í Evrópu en í Bandaríkj unum að segj a upp starfsmönnum og að mesti akkurinn af fjárfestingum í upplýsingatækni væri fólginn í lægri starfsmannakostnaði. Þetta er ekki eina kenningin um inn- byrðis stöðu gjaldmiðlanna. Lengi vel var bent á að verg landsframleiðsla væri mun nieiri í Bandaríkjunum en í Evrópu og þá er sú skoðun útbreidd að ijárfestar hafí einfaldlega mun meiri trú á banda- ríska seðlabankanum en þeim evrópska. Evrópa rís Sennilega leikur þetta allt sitt hlut- verk í þeirri stöðu sem upp er komin en það er ástæða til að draga þessar kenningar í efa. Bandaríska hagkerfíð á við samdrátt að stríða um þessar mundir eftir rnikið hagvaxtarskeið sem var upp- blásið með óraunhæfum væntingum á ijárfestingamarkaði. Flestar spár benda hins vegar til þess að verg landsfram- leiðsla í Evrulandi verði jákvæð og hærri en í Bandaríkjunum, bæði í ár og á næsta ári. Framleiðniútreikningar benda til þess, þvert á það sem oftast er haldið fram, að frainleiðni hafí verið meiri í Evru- landi en í Bandaríkjunum á síðasta ári. Verg landsfranileiðsla á hverja vinnu- stund var 1,6% í Bandaríkjunum en 1,9% í Evrópu. Þá var ijölþáttaframleiðni einnig meiri í Evrópu en í Bandaríkj unum á síðasta ári. Að lokum verður að setja spurningu við þá peningastjórnun í Bandaríkjunum sem kynti undir eigna- verðsbólunni og hefur lækkað vexti ellefu sinnum, úr 6,5% í 1,75%, áeinu ári til þess að berjast við afleiðingarnar. A sama tíma hefur evrópski seðlabankinn lækkað vexti ijórum sinnum, úr 4,75% í 3,25%. Ekki má heldur gleyma því að styrkur dollarans felst í því að hann dregur að sér erlendar fjárfestingar, að vissu leyti vegna þess að ijárfestar hafa trú á að dollarinn muni verða sterkur, og (Framhald á síðu 4) Ýmsar stœróir og fröóleikur tengdur gjaldmiölunum tóif sem veróur hreytt yfir í evrur í byrjun árs 2002. Ríki Gamli Skamm- Ogildis- Fast gengi Umfang Virði VLF 2000 Evrulands gjaldmiðill stöfun dagur v.s. evru í ma. evra í ma. evra í evrum Austurríki Austurrískur skildingur ATS 28.2.2002 13,7603 0,55 30,7 206 Belgía Belgískurfranki BEF 28.2.2002 40,3399 0,53 24 246 Finnland Finnskt mark FIM 28.2.2002 5,94573 0,23 8 132 Frakkland Franskur franki FRF 17.2.2002 6,55957 2,24 84,2 1.400 Grikkland Grísk drakma GRD 28.2.2002 340,75 0,6 13,4 121 Holland Hollenskt gyllini NLG 28.2.2002 2,20371 0,66 29,7 395 írland irskt pund IEP 9.2.2002 0,787564 0,22 6,8 102 Ítalía ítölsk lira ITL 28.2.2002 1.936,27 2,38 97,4 1.162 Lúxemborg Lúxemborgskur franki LUF 28.2.2002 40,3399 0,05 5,5 21 Portúgal Portúgalskur skúti PTE 28.2.2002 200,482 0,54 10,6 114 Spánn Spánskur peseti ESP 28.2.2002 166,386 1,92 68,5 605 Þýskaland Þýskt mark DEM 28.2.2002 1,95583 4,34 254,2 2.027 1 Evran kemst loks í umferð í byrjun árs 2002 í þeim tólf ríkjum sem skipa sér saman i Evruland. 2 Miklar hræringar hafa verið í forstjóramálum á undanförnum árurn, bæði hér heima og erlendis. 3 Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, ijallar um horfur um orku í heiminum en orkuforðinn 4 ætti að vera nægur til ársins 2020 og í framhaldinu má búast við að ný tækni ryðji sér til rúrns. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.