Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 6

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 6
VÍSBENDING Fornmenn og fégræðgi - kapítalismi á víkíngaöld? að er ein af grundvallarkenningum kapítalismans eða auðhyggjunnar að vilji einstaklingsins til þess að verða sjálfur ríkur sé heildinni hagstæður. Meðan menn auðgast ekki með óheiðarlegum hætti þá er eigingirni holl. Jafnframt gefa menn sér að mannskepnan sé yfirleitt eigingjörn og því séu allar að- stæður til þess að uppbygging haldi áfram heildinni til góða. Kenningar af þessu tagi litu fyrst dagsins ljós fyrir rúmlega 200 árum þegar Adam Smith setti fram rit sitt Auðlegð þjóðanna. En sagan kennir okkur líka að mannseðlið breytist ekki svo glatt og því er fróðlegt að huga að því hvað hugsað var um þessi mál á íslensku fyrir um það bil þúsund árum. Víða mætti leita fanga til þess að sjá viðhorf for- feðra okkar til auðs og vinnu, en í þessari grein verður látið nægja að líta á tvo ævaforna kvæðabálka, Völuspá og Hávamál. Þessi ljóð komast að ýmsu leyti nær því en margar aðrar bókmenntir frá þeim tíma að vera fræðileg umfjöllun, þó svo að vissulega sé augljósri skáldsögu fléttað inn í Völuspá. Hún er þó sköpunarsaga jarðarinnar úr heiðni og því vísindi síns tíma. Hávamál er að mestu safn af heil- ræðum og djúpri visku um mannkindina. * Benedikt JÓhanneSSOn. Völuspá - Vituð ér enn - eða hvað? "^7^öluspá segir fyrst frá því þegar ekkert var til: Ar var alda, það er ekki var, var-a sandur né sær né svalar unnir; jörð fannst ava né upphiminn, gap var ginnunga, en gras hvergi. 3 Úr þessari auðn verður jörð, sól og grænar grundir. Þessi saga er fyrsta dæmið sem sýnir að hægt er að búa til eitthvað eftir- sóknarvert úr engu. Sköpunarsaga Biblíunnar er svipuð og ein- mitt þess vegna er það hjákátlegt þegar biskup landsins segir að þegar einn græðir hljóti annar að tapa. Hver tapaði þegar jörðin varð til? En það er útúrdúr. Æsir taka til við að byggja upp og í sjöundu vísu Völuspár segir frá því að æsir auð smíð- uðu, tangir skópu og tól gerðu1. Vel kann að vera að hér sé auð- ur í merkingunni skartgripir, en höfundurinn gerir sér þó grein fyrir því að hægt er að smíða auð. Enn þann dag í dag telja margir að ekki sé hægt að smíða auð heldur verði menn að nýta sér afurðir náttúrunnar. Þess vegna voru hinir „þjóðlegu at- vinnuvegir“, landbúnaður og sjávarútvegur, taldir öðrum merkilegri hér á landi. En æsir vissu betur og meðan þeir sinntu iðnum og uppbyggingu þá tefldu þeir í túni, teitir (glaðir) og var vettergis (einskis) vant úr gullis. Gleggri lýsingu á gildi vinnu og samstarfs er vart að finna. En skyndilega verða sól- skin svört og stríð skellur á sem endar með því að sígur fold í mar (sjó)58. En eftir heimsendinn rís jörðin aftur úr ægi og æsir fmna undursamlegar gullnar töflur á ný. Og þar munu dyggv- ar dróttir (menn) byggja og um aldurdaga (ævinlega) yndis njótats. Þrátt fyrir gereyðileggingu stríðsins hefur höfundur trú á því að menn geti byggt upp á ný og notið lífsins um alla daga. Höfundur Völuspár leggur ekki upp úr einstaklings- hyggjunni en hann efast ekki um gildi vinnunnar og að menn skapi auð. Hávamál - Bú er betra þótt lítið sé Hávamál koma víða við í lífsspeki en þó eru nokkur megin- stef sem rakin eru í mörgum erindum. Hár sá er Hávamál eru kennd við er sjálfur Óðinn, vitrastur ása, en hann flytur boðskapinn. I fyrstu eru mönnum lagðar almennar lífsreglur, þeir skuli gæta sín á óvinum og öðrum hættum því vits er þörf þeim sem víða ratar5. Þekkingin er mikilvæg og menn eiga að fylgjast vel með því sem fyrir augu ber og spyrja fregna. Ekki skulu menn neyta áfengis í óhófi og reyndar telur höfundur hóf best í öllu. Ljúfur verður leiður eflengi situr35. Hávamál brýna fyrir mönnum hófsemi því að gráðugur halur (maður) etur sér til aldurtrega (dauða)20 nema hann gæti skynsemi og mætti þar læra af dýrum sem kunna sér magamál. Ekki er það til fyrirmyndar að hreykja sér því ósnotur (heimskur) maður þykist allt vita26. En gildi vináttunnar verður seint ofmetið. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf.42 Vísa eftir vísu rekur gildi vináttunnar og hættuna af óvinunum. En einnig kemur að mikilvægi þess að vera sjálfum sér nógur: Bú er betra, þótt lítið sé halur er hcima hver; blóðugt er hjarta, þeim er biðja skal sér í mál hvert matar.37 6

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.