Vísbending


Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 2
V ÍSBENDING Argentína í íslensku ljósi Argentína stendur á barmi gjald- þrots. Fólki er nóg boðið ojg flykkist út á götur í mótmæla- skyni við stjórnarfarið og efnahags- ástandið. Stjómarkreppa ríkir þar sem lengi vel virtist enginn geta eða þora að taka um stjórnartaumana en nú hefur Eduardo Duhalde, fimmti í röðinni á rúmum tveimur vikum, sest í forseta- stólinn. Urræðin sem hann hefur að spila úr em ekki mörg né er framtíðin björt fyrir Argentínu. Upphrópanir Umræóan um efnahagsástandið í Argentínu hefur tekið á sig hinar ýmsu myndir, t.d. hafa andstæðingar myntráða og myntsvæða séð sér leik á borði og dregið afdráttarlausan lærdóm af ástandinu, bæði hér á landi og erlendis. Forsætisráðherra sagði í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu um ástandið í Argentínu: „Það undirstrikar nauðsyn þess að meginforsendur efnahagslífs í sameiginlegu myntbandalagi séu eins- leitar, ef ekki á illa að fara.“ Hann vitnaði svo í leiðara Morgunblaðsins: „Ein forsenda fyrir því að tengjast stærra myntsvæði er að efnahagssveiflan sé svipuð á öllu svæðinu og að helztu við- skiptalöndin noti sama gjaldmiðilinn. Því er ekki að heilsa hvað varðar ísland og evrusvæðið við núverandi kringum- stæður og að því leytinu getum við dregið lærdóma af reynslu Argentínu- manna.“ Að lokum bætti forsætisráð- herra við: „Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð.“ Hins vegar er Ijóst að fleiri orða er þörf ef þetta er virkilega lærdómurinn sem forsætisráðherra og leiðarahöf- undar Morgunblaðsins ætla að draga af málinu. Rétt er þó að geta þess að þeir eru alls ekki einir um þessa niðurstöðu því að víða hafa bæði fróðir og ófróðir menn um hagstjórn komist að jafn einfaldri niðurstöðu. Engu að síður er mikilvægt að fara varlega í „lærdóms- ríkar“ upphrópanir. Ef Island og evran eru annars vegar skoðuð og Argentína og Bandaríkjadalur hins vegar þá er ljóst að verið er að bera saman epli og appel- sínur vegna þess einfaldlega að vöru- útflutningur frá Argentínu er um 8% af vergri landsframleiðslu og einungis um 11% af útflutningnum fer til Banda- ríkjanna á meðan vöruútflutningur frá Islandi er rúmlega 22% af vergri lands- framleiðslu og 43% af útflutningi fer til Evrulands. Hlutfallið fer í 70% ef Bret- land og Danmörk fara inn í samstarfið en líklegt er að hægt verði að versla í evrum þar þrátt fyrir að þau taki ekki upp evruna í bráð. Þar af leiðandi er mun líklegra að hagsveiflur íslands myndu, alla vega að einhverju leyti, aðlagast sveiflum Evrulands. Og ef myntsvæði og -samstarf snérist einungis um hag- sveiflur þá ættu Islendingar að hafa einn gjaldmiðil fyrir höfuðborgarsvæðið og annan gjaldmiðil fyrir svæði utan þess. Þetta er þó ekki meginmálið í efnahags- sögunni um Argentínu. Harmleikurinn fnahagsvandræði Argentínu eru ekki nýtilkomin, eins og stundum virðistaffréttaflutningi um málið, heldur hefur saga landsins verið dapurleg síðustu hundrað ár. Oft er meira að segja talað um „argentínsku veikina“ í sam- bandi við þjóðir sem gleyma sér við gnægtaborð eigin náttúruauðlinda og láta hagkerfið snúast um þær. Þetta má kannski best sjá með því að í lok 19. aldar stóðu Argentína og Singapúr nokkurn veginn hlið vió hlið hvað landsframleiðslu varðar en í lok þeirrar tuttugustu var verg landsframleiðsla á mann um 8 þúsund Bandaríkjadalir í Argentínu á meðan hún var um 27 þúsund dalir í Singapúr (sjá einnig 16. tbl. 2000 „Þekking og þjóðfélag“). Uppreisn almennings fyrir jól var heldur ekki neitt nýtt í Argentínu en þar hefur byltingarástand einkennt alla tuttugustu öldina og herstjórn frekar en hagstjórn ráðið ferðinni. I lok níunda áratugarins var hins vegar gerð góð tilraun til þess að snúa þessari þróun við og koma peninga- og efnahagsmál- um á kjölinn. Lykilatriði í þeim aðgerð- um, sem Domingo Cavallo var arkitekt- inn að í samstarfi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, var sérstakt myntráð sem fasttengdi argentínska pesóann við Bandaríkjadollara. Áratuga óstjórn hafði m.a. leitt af sér óðaverðbólgu, óstöðugleika og efnahagslega stöðnun. Aðgerðir Cavallos reyndust árangurs- ríkar, verðbólgan náðist niður, stöðug- leiki náðist og mikill hagvöxtur ein- kenndi árin 1990 til 1998. SagaArgent- ínu var orðin ein af efnahagslegum hetjusögum tíunda áratugarins og um miðjan tíunda áratuginn var varla nokk- ur hagfræðingursem ekki taldi hagstjórn landsins til fyrirmyndar. Undanfarin ár hefur hins vegar held- ur hallað undan fæti í Argentínu. Þar hefur margt spilað inn í, þrátt fyrir efnahagsaðgerðirnar tókst ekki að ná atvinnuleysi niður fyrir 10%, ríkisstjórn- in hélt áfram að reka ríkissjóð með halla og bæði hið opinbera og einkageirinn söfnuðu skuldum grimmt. Þar á ofan komu svo ytri áfoll eins og Asíukreppan sem hafði veruleg áhrif á rómönsku Ameríku og svo hafa lágt gengi evru og gengisfelling í nágrannaríkinu Brasilíu grafið undan samkeppnishæfni Argen- tínu sem stóð eftir með allt of hátt skráð- an gjaldmiðil og sívaxandi skuldasúpu. lnnlend eftirspurn hrundi svo með minnkandi trausti almennings og fyrir- tækja á hagkerfið og hagstjórnina og menn fóru að moka fjármagni sínu út úr bankakerfmu og undir rúmdýnuna. Ríkið brást við með því að setja hömlur á fjármagnsflutninga og úttektir úr bönkum sem að lokum endaði með götu- óeirðum að hætti hússins og afsögn forseta landsins Fernandos de la Rúa og Cavallos sem gegndi stöðu fjármála- ráðherra. Síðan þá hefur verið stjórnarkreppa þar sem Perónistar hafa tekið völdin (De la Rúa tilheyrir flokki róttækra) en geta illa kontið sér saman um hver á að stjórna landinu sem veit vart á gott um framtíðina. Ein hugmynd þeirra var að kynna til sögunnar nýjan gjaldmiðil, argentíno, sem átti að gilda við hlið pesóans. Markaðurinn sá þetta hins vegar sem ódýra leið fyrir ríkið að prenta peninga og mótmælti og nú hefur verið horfið frá þessum hugmyndum. I byrjun árs var þó Eduardo Duhalde krýndur til forseta sem virðist hafa vakið traust á ný á mörkuðum í Argentínu þar sem hlutabréfavísitalan hækkaði um 10% samdægurs. Flestir virðast sammála um að vandamálið felist í því að gjaldmiðillinn sé of hátt skráður og það þarf því annaðhvort að lækka hann með handafli og tengja pesóann á lægra gengi við Bandaríkjadollara eða að láta pesóann fljóta. Þó að hugsanlega væri réttast að láta pesóann fljóta þá er það varla hægt eins og staðan er nú því að skuldir Argentínumanna eru að mestu leyti í dollurum sem þýðir að gengislækkun myndi gera skuldastöðuna stórum verri. Fastlega er búist við því að tilkynnt verði um aðgerðir sem miða að gengis- lækkun á næstu dögum. Hætt er við að í kjölfarið skjóti óðaverðbólga aftur upp kollinum í Argentínu sem illa verði við ráðið. Þó þarf hún ekki að veróa eins slæm og ætla mætti því að gengis- lækkunin í Brasilíu leiddi ekki til þeirrar óðaverðbólgu sem búist hafði verið við þar í landi. Lærdómurinn agan af efnahagshruni Argentínu er um margt flókin saga þar sem ýmsir þættir sem við þekkjum úr efnahags- veruleika Islands léku stórt hlutverk. Ýmislegt líkt með íslandi og Argentínu (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.