Vísbending


Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Frá þenslu til samdráttar Þórður Friðjónsson hagfræðingur Samdráttur hefur tekið við af þenslu í efnahagslífmu. Góðærið er búið í bili. Hagsveiflan hefur sinn gang nú sem áður, bæði hér á landi og annars staðar. Þær raddir eru þagnaðar sem heyrðust oft meðan best gekk að nú væri „alltbreytt" ogþví lítil ástæðatil að hafa áhyggjur af hagsveiflum. Þetta er augljóslega ekki rétt. Samdráttur er hafinn og við slíkar aðstæður sækja margvíslegir erfiðleikar að. Astæðulaust er þó að gera of mikið úr erfíðleikunum og jafnan er hollt að hafa í huga að á eftir niðursveiflu kemur uppsveifla. Þannig gengur hagsveiflan fyrir sig. En eins og gefur að skilja þarf að vanda sérstakiega til verka á þessu stigi hagsveiflunnar því hún er næm fyrir áherslum í hagstjóm. Við þær aðstæður sem blasa við er afar mikilvægt að meta ástand og horfur á raunsæjum for- sendum og bregðast við með það fyrir augum að draga úr alvarlegum afleið- ingum samdráttarins og búa í haginn fyrir nýtt vaxtarskeið. Snögg umskipti Umskiptin í efnahagslífinu hafa verið mjög snögg. Til marks um það er þróun þjóðarútgjalda eftir ársfjórðung- um eins og mynd 1 sýnir. A öðrum árs- fjórðungi nýliðins árs drógust þjóðar- útgjöldin saman um 5,6% eftir öran og nokkuð jafnan vöxt frá því í ársbyrjun 1999. Þessi sanrdráttur hélt áfram á þriðja ársfjórðungi, eða um 3,3%, og búist er við svipaðri þróun á þeim fjórða. Fyrir árið 2001 í heild áætlar Þjóðhagsstofnun að þjóðarútgjöld minnki um 2,8%. Það velkist því enginn í vafa um að samdráttur er hafinn í þjóðarbúskapnum þegar litið er til þjóðarútgjalda. Hagsveiflan hefur ekki birst með eins afgerandi hætti í hagvextinum. Þó dró úr vexti rnilli ársijórðunga á árinu 2001. Þannigjókst landsframleiðslan um 5,3% á fyrsta ársfjórðungi, 1,8% áöðrum og stóð í stað á þeim þriðja. Miðað við hagvaxtarspár má hins vegar ætla að samdráttur verði á fjórða ársijórðungi 2001. Samdráttur (recession) er reyndar skilgreindur með ýmsum hætti. Venjan er að líta til ýmissa mælikvarða á umsvif í efnahagslífmu, svo sem framleiðslu, atvinnuástands, tekna og veltu í smá- sölu og heildsölu. I Bandaríkjunum er til að mynda sérstök nefnd á vegum Mynd I. Þjódarútgjöld eftir ársfjórðungum Magnbreytingar í % frá sama ársfjórðungi árið áður .liilllll P 1. ársfj 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj 1. ársfj 2. ársfj 3. ársfj 4. ársQ 1. ársfj 2. ársfj 3. ársfj 1999 1999 1999 1999 2000 2000 2000 2000 2001 2001 2001 1975 1980 1985 Heimild: Þjóðhagsstofnun. óháðrar hagrannsóknarstofnunar (Nat- ional Bureau of Economic Research) sem tímasetur hagsveifluna. Þessi nefnd hefur einmitt nýlega kveðið upp úr um að samdráttur hafi byrjað í banda- rísku efnahagslífi í mars síðastliðnum. Einnig er oft látið nægja að horfa til hagvaxtar og þá er samdráttur skil- greindur sem minnkun landsframleiðslu ítvoársfjórðungaí röð. í Bandaríkjunum dróst landsframleiðslan fyrst saman á þriðja ársfjórðungi 2001 eða töluvert seinna en umrædd nefnd ákvarðaði sem upphaf niðursveiflunnar. Góðæri fyrr og nú Erfitt er að henda nákvæmlega reiður á hagsveiflunni hér á landi. Þetta stafar bæði af því að efnahagslífið er sveiflukennt og einnig eru upplýsingar takmarkaðar. Þannig er til dæmis ekki til ársfjórðungsuppgjör fyrir þjóðhags- reikninga nema frá árinu 1997. Engu að síður er hægt að gera sér grein fyrir hagsveiflunni í grófum dráttum með því að líta á árstölur um hagvöxt og þjóð- arútgjöld og skoða jafnframt framvind- una innan árs eftir því sem tilefni og gögn leyfa. Miðað við þróun þjóðarútgjalda og umsvifa innanlands á ýmsa mælikvarða má færa rök fyrir því að góðærið hafí staðið frá miðju ári 1994 til miðs árs 2001 eða í sjö ár. Ef hins vegar eingöngu er litið til hagvaxtar niilli ára, eins og hann birtist í hagskýrslum, og árin talin milli samdráttarára verður niðurstaðan níu ár, þ. e. a. s. að því gefnu að spár gangi eftir um árið 2002. Fróðlegt er að bera saman góðærið sem nú er á enda og fyrri hagvaxtar- skeið. Mynd 2 sýnir hagvöxtinn hér á landi frá 1960. Eins og sjámáhefur flest árin verið mikill kraftur í efnahagslífinu og aðeins örfá ár hefur verið samdráttur. Lengsta hagvaxtarskeiðið - á þann einfalda mælikvarða sem lýst var hér á undan - varir frá 1969 til 1982, eða (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.