Vísbending


Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. mars 2002 9. tölublað 20. árgangur „Flautað“ ásvik og spillingu Uppljóstrarar eða svokallaðir „flautarar“ (e. Whistleblowers) hafa verið mikið í umræðunni að undanfömu, bæði hér heima og erlend- is. Það sem kveikti þessa umræðu hér heima var að starfsmaður Landssímans gaf blaðamanni DV upplýsingar úr bókhaldi félagsins sem sýndu að ráð- gjafarfyrirtæki í eigu stjórnarformanns- ins hafði skrifað reikninga á Landssím- ann fyrir um 7,6 milljónir árið 2001. Fy rir þessa uppljóstrun var starfsmaðurinn rekinn með skömm. Hugtakið Mál sem varða „flautara" hafa verið fátíð hér á landi og uinræðan næstum ekki til. Umræða um þessi mál hefur hins vegar staðið nokkuð lengi víða erlendis, þó mest í Bandaríkjunum. Til eru nokkrar skilgreiningar á upp- ljóstrun eða „flautun" (e. Whistleblow- ing). Samkvæmt Black's Law orðabók- inni er „llautari" „starfsmaður sem neitar að taka þátt í og/eða upplýsir um ólög- mætt eða óréttmætt athæfi vinnuveit- enda eða samstarfsmanna". Samkvæmt skilgreiningu bresku Nolan-þingnefnd- arinnar er „flautun“ það „ að vekja athygl i á misferli innan félags eða innan sjálf- stæðra eininga sem tengjast því“. Sam- kvæmt Chambers-orðabókinni er „llaut- un“ það „ að veita upplýsingar (yfirleitt til yfirvalda) um ólöglegt og sviksamlegt athæfi“. Og í Brewer-orðabókinni er þetta hugtak skilgreint sem það „að upp- lýsa fjölmiðla um misferli eða yfirhylm- ingar hjá fyrirtækjum eða hinu opin- bera“. Arið 1989 voru sett lög í Bandaríkjun- um til verndar þeim sem upplýsir um ólöglegt athæfi, verulega mengun, veru- lega óstjórn, misnotkun yfirráða eða verulega og ákveðna hættu sem beinist gegn heilsu eða öryggi almennings. Svipuð lög voru sett í Bretlandi árið 1999. En slík lög gela starfsmanni rétt til þess að ljóstra upp um, eða öllu heldur „flauta“ á, svik og spillingu án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir vikið. Slík lög er hins vegar ekki að finna hér á landi né á hinum Norðurlöndunum eftir þv í sem best verður að komist. Fyrir vikið er lítið sem íslenskur „flautari" getur gert nema að éta það sem úti frýs. S viknir „flautarar“ rátt fyrir að til séu lög til verndar þeim sem „flauta" á svik og spillingu í Bandaríkjunum sýna langflest dæmi að slíkt er sjaldan farsælt. Flestum þeirra sem slíkt gera er með einum eða öðrum hætti refsað fyrir uppljóstranirnar, ef ekki með uppsögn og félagslegri útskúf- un þá með því að auðmýkja þá og sverta eða koma þeim á svartan lista svo þeir eigi aldrei afturkvæmt inn í þá atvinnu- grein sem þeir störfuðu í. Stundum eru þeir drepnir. Tvær sögur, sem orðið hafa efni í kvikmyndir, eru dæmi um þetta. Meryl Streep lék Karen Silkwood í samnefndri ntynd en hún lést í dularfullu bflslysi eftir að hún hafði verið að safna upplýs- ingum um kjarnorkugeislun í Kerr- McGee’s plútóníum framleiðsluverinu. Russell Crowe lék Jeffrey Wigand í „The Insider" sem var hundeltur fyrir að reyna að Ijóstra upp um skaðlega starfsemi tóbaksiðnaðarins. Sagan af Harry Tem- pleton er ekki eins þekkt, en Harry var prentari hjá skoska dagblaðinu Daily Record og trúnaðarmaður í lífeyrissjóði Maxwells - bresku fjölmiðlasamsteyp- unnar. Harry benti samstarfsmönnum sínum og stéttarfélagi á að Maxwell tjár- magnaði starfsemi sína með því að taka fé úr lífeyrissjóðnum. Fyrir vikið var hann rekinn en ekki komst upp um málið fyrr en eftir að Maxwell drukknaði árið 1991. Rubert Walker, sjóðsstjóri hjá Govett Investments, var rekinn frá fyrir- tækinu í september á síðasta ári eftir að hann lýsti áhyggjum sínum við Financ- ial Times yfir því að fjárfestingasjóðir stundi það að fjárfesta hver í öðrum. Nú er sú samsæriskenning uppi í sambandi við Enron-málið að J. Clifford Baxter, fyrrverandi vara-stjórnarformaður fél- agsins, sem yfirgaf Enron í maí á síðasta ári með því að ley sa út 35 mi I ljóna dollara inneign sína, og fannst látinn í bifreið sinni fyrir nokkrum vikuin, hafi ylirgefið félagið vegna þess að ekki var tekið mark á athugasemdum hans varðandi þá samninga sem síðar komu félaginu í koll og hafi í raun verið drepinn til þess að vernda menn í æðstu stöðum. Þessi kenning hljómar reyndar heldur reyfara- kennd en staðreyndin er sú að „flaut- urum“ er oft refsað illilega fyrir uppljóstr- anir sínar, sem er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni. Bjargvættir Srnám saman, síðustu tíu árin eða svo, hefur skilningur aukist á því að það er mikilvægt fyrir samfélagið að fólk ljóstri upp um ólöglega og skaðlega starfsemi. Sjálfar rætur samfélagsins rotna smám saman ef spilling fær að þrífast óáreitt og yfirleitt gerir hún það og vindur hratt upp á sig ef hún fær að vera í friði. „Flautarar“ eru lfka mikilvægir út frá hagfræðilegum sjónarhóli, t.d. með tilliti til umboðsvandans og ósam- hverfra upplýsinga. Hvorki eigendur fyrirtækja né stjórnvöld eiga þess kost að fylgjast með nema broti af því sem gerist í fyrirtækjum og stofnunum. Mjög erfitt er að fylgjast með hvort stofnunum hins opinbera er stýrt með eðlilegum hætti, ekki síst þegar pólitískar klíkur skiptast tímabundið á um völdin eða skipta með sér völdum, en þá er enn frekari hætta á að stjórnendur mjólki slíkar stofnanir með óeðlilegum hætti. Eins er það hæltulegt í hlutafélögum að stjórnendur, einstakir starfsmenn eða hluti eigenda, reyni að maka krókinn ólöglega á kostnað annarra. Kostnað- urinn við að reyna að fylgjast með því hvort farið er eftir lögum og reglum er yfirleitt það mikill að slíkt borgar sig ekki, þ.a.l. ereftirlit yfirleitt einungis yfir- borðslegt. Mikið eftirlit heftir líka bæði fyrirtæki og stofnanir og dregur úr fruntkvæði og frumleika eins og gerðist á áttunda og níunda áratuginum þegar regluveldið var alls ráðandi. Ef „flautaramenning" væri virk er líklegt að það væri hægt að koma, alla vega að einhverju leyti, í veg fyrir spill- ingu og svik. Auknar líkur á því að greinl yrði frá svikum og spillingu í fjölmiðlum (Framliald á síðu 3) Flautarar geta haft mikil- ^ Fyrirtæki eiga sér ákveð- ^ vera að styttast þar sem ný j Þórarinn G. Pétursson gerir' I vægu eftirlitshlutverki að ) inn lífsferil sem einhvern 2 og betri fyrirtæki ýta þeim /| athugasemdir við greinina X gegna í opinbera sem og tímann tekur enda. L£ft£mí eldri útaf ntarkaðinum með „Vextir og verðlagshorfur" einkageiranum.___________________fyrirtækja virðist stöðugt þvf að innleiða nýjungar.________sem birtist í síðasta blaði I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.