Vísbending


Vísbending - 15.03.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.03.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Ekki er álið sopið þó í ausuna sé komið Mynd 1. Raunverð á áli frá 1968 til 2001 (í Bandaríkjadolliirum) Ólai’ur Klemensson hagfræðingur Alframleiðslan á seinasta ári var um 241,5 þúsund tonn og verður væntanlega um 258 þús. tonn á þessu ári. títflutningsverðmætið á liðnu ári var rúmlega 39 ma. kr. Vermæta- aukning milli áranna 2000 og 2001 var ríflega40% en magnaukning um 22%. A þessu ári mun magnaukning verða um 7% en væntanlega mun útflutnings- verðmætið lítið aukast vegna lægra verðs á áli seinustu mánuðina en að meðaltali yfir seinasta ár. Mikilvægi álframleiðslunnar hefur aukist stórum skrefum á undanförnum árum eða úr 10% af heildarvöruútflutningi árið 1990 í um fimmtung á síðastliðnu ári. I áformum Reyðaráls (Noral) og Norður- áls kemur fram að stefnt er að um 780 þús. tonna ársframleiðslu fyrir árið 2010. Slfk framleiðsluaukning hefði bæði mjög jákvæð og varanleg áhrif á þjóðar- búskapinn. Vöruútflutningur ykist um nærri 40% og hlutdeild vöruútflutnings af VÞF færi úr 25% í um 35% að öðru óbreyttu. Þá yrði og útflutningsverð- mæti iðnaðarvara svipað eða meira en útflutningur sjávarafurða. Nú nýverið komu fram hugmyndir frá Isal um 260 þús. tonna stækkun. Allan fyrirvara skal hafa varðandi þessar hugmyndir en ef af þessum þremur áætlunum öllum yrði, rnyndi vöruútflutningur aukast um 55% að verðmæti frá því sem nú er og hlutfall útflutnings af VÞF fara í urn 40%. Þannig næmi álútflutningur unt 145 ma. kr. m.v verðlag á áli nú eða um nærri fimmtungi hærri upphæð en útflutningur sjávar- afurða nam á síðastliðnu ári. Innri þættir En lítum nú á innri þætti álframleiðslu í heiminum, verðþróun, heildareftir- spurn og framboð ásamt spá um þessa þætti til næstu ára. Sérstaða áls sem hrávöru felst í því að eftirspurn hefur vaxið jafnt og þétt og þegar til lengri tíma er litið hefur árleg aukning eftir- spurnar verið um 2,5%. Almennt er talið að ekki verði lát á þessari þróun og búist er við að notkun á áli aukist unt þriðjung á næstu 5-6 árum. Meðal ástæðna fyrir þessum ntikla og stöðuga vexti eftir- spurnar eru að ál er tiltölulega ungur iðnaðarmálmur með mjög hátt stað- kvæmdarstig, þ.e. ál hefur í miklum og vaxandi mæli verið að koma í stað annarra málma, stáls, glers og trjáviðar. Þess utan hefur ál margvíslega tæknilega og umhverfislega kosti umfram aðrar raunhæfar staðkvæmdarvörur. Veik- leikar eru hins vegar þeir að málmurinn er dýr og náin staðkvæmd er við önnur ódýrari efni, t.d. plast og hugsanlega trefja- eða keramikefni. Raunverð á áli hefur verið að lækka á seinustu áratugum samfara mjög aukinni framleiðslu, aukinni framleiðni og lækkandi framleiðslukostnaði. Þannig er meðalverðið á árabilinu 1990- 2002 um 38% lægra en var árin 1968- 1979 og um 35% lægra en verðið 1980- 1989. Frá 1950 hefur raunverð á áli lækkað um helming eða að meðaltali unt 1,35% áári. Til santanburðarhefurkopar lækkað um 1,65% og zink um 4% árlega að meðaltali, en sterkl verðsamband er milli áls og þessara málma. Alið hefur þó lækkað minna hlutfallslega en flestir aðrir málmar sem skýrist af sívaxandi notkunarmöguleikum þess. Raunverðið hefur ekki aðeins verið að lækka heldur er verðið mjög sveiflukennt innan árs- ins. Semdæmi unt verðsveiflurmánefna að tvisvar á seinuslu tveimur áratugum hefur raunverð áls verið nærri þrisvar Mynd 2. Skipting heimsframleiðsl- unnar á milli tíu stœrstu framleið- K enda og annarra framleiðenda y Alcoa 15% 2% sinnum hærra en það er núna og í verðtoppi tíunda áratugarins var verðið um 60% hærra en núna. Svo er að sjá að verðsveiflurnar hal'i verið sérstaklega afgerandi á áttunda og níunda áratugn- unt og í byrjun þess tíunda. Verðið hefur veriðmjögkviktogverðsveiflurnarmjög óreglulegar. Mælt hefur verið flöktið á liðnum áratugum. Flöktið mælt sem stað- alfrávik reynist vera 23,5% á árabilinu 1980-2002,30,9% á árunum 1980-1990 en aðeins 15,3% frá 1991. Annað höfuðeinkenni álframleiðslu er mikil og vaxandi samþjöppun með yfirtökum og samruna álfyrirtækja. Þessi þróun hefur verið sérstaklega áberandi á seinustu tíu árum. Nú er svo komið að tíu stærstu álframleiðendurnir eru með um 55% af heimsframleiðslunni og þrír stærstu (Alcan, Alcoa og RusAl) rneð um þriðjung af heildarframleiðslunni. Segja má að þessi þrjú fyrirtæki séu allsráðandi á álmarkaðinum núna. Aðaldrifkrafturinn bak við tæknilegar breytingar og grunnþáttabreytingar er stöðugt lækkandi raunverð á áli. Þetta hefur leitt til stækkunar framleiðsluein- inga til að ná frarn frekari stærðarhag- kværnni og hagræðingu. Ódýrasti kost- urinn við stækkun álfyrirtækja hefur verið uppkaup og yfirtaka á seinustu árurn þar sem fruntuppbygging (green- field-fjárfesting) álvera hefur verið mun dýrari kostur. Samrunaferlinu er því engan veginn lokið. 1 tengslum við þessa þróun hefur þess einnig gætt að ríkis- yfirráð og ríkisumsvif í álframleiðslu hafi mjög dregist saman. Á þetta sérstaklega við urn álframleiðslu í löndum eins og Rússlandi, Kína og Indlandi. Almennt hefur áhersla á hömlur á einokun orðið meiri á undanförnum árum og sterk tilhneiging er til alþjóðavæðingar. (Framliald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.