Vísbending


Vísbending - 22.03.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.03.2002, Blaðsíða 2
ISBENDING Framhald einkavæðingar Þórður Friðjónsson hagfræðingur Skemmst er frá því að segja að tals- verðir hnökrar hafa verið á einka- væðingarferli ríkisfyrirtækja að undanfömu. Ekki er þó ástæða til að láta þessa hnökra leiða til þess að menn hverfi frá markaðri stefnu um sölu hluta- bréfa ríkisins í bönkunum og Lands- símanum. Rökin fyrir einkavæðingu þessara fyrirtækja eru sterk - og í reynd lítt umdeild, þótt ferlið sjálft hafi af ýmsum ástæðum beðið nokkurn hnekki. Veigamestu rökin fyrir framhaldi einkavæðingar felast í því að hún stuðlar að aukinni framleiðni og afköstum í efna- hagslífinu og fyrir vikið leiðir hún til betri lífskjara. Það er kjarni málsins. Að baki liggur að einkavæðing, sérstaklega fyrirtækja í samkeppnisrekstri, hefur bæði hagstæð áhrif á rekstur þeirra og jafnframt hagfelld þjóðhagsleg áhrif. Fyrirtæki og þjóðarhagur Flestar kannanir sýna að einkarekin fyrirtæki ná meiri árangri í rekstri. Þetta birtist bæði í meiri hagkvæmni og betri afkomu en hjá sambærilegum ríkis- fyrirtækjum. Að baki liggurmeðal annars að leikreglur eru skýrari og viðskiptaleg sjónarmið ráða ferðinni fremur en póli- tísk markmið. Einkareksturfelurþvíí sér ríkari hvata til hagræðingar og umbóta. Einnig fá stjórnendur ríkara aðhald en gerist og gengur í ríkisfyrirtækjum. Hagræðing og aukin framleiðni í einkavæddum fyrirtækjum hefur já- kvæð þjóðhagsleg áhrif. Þetta stafar af því að aukin framleiðni losar um fram- leiðsluþætti og skapar þannig færi á meiri framleiðslu og verðmætasköpun. Því eykst hagvöxtur og lífskjör batna þegar til lengri tíma er litið. Rökin fyrir einkavæðingu eru einkar sterk þegar um er að ræða fyrirtæki á samkeppnis- markaði. Þar eru leikreglur skýrar og samkeppnin knýr menn til að leita bestu lausna. Ríkisfyrirtæki á slíkum markaði skekkir hins vegar samkeppnisstöðuna og getur fyrir bragðið latt aðra til þátttöku, enda er sá möguleiki fyrir hendi að ríkið aðstoði fyrirtækið ef það lendir í erfiðleikum. Ef ríkið reynir hins vegar við slíkar aðstæður að líkja eftir einka- rekstri í öllum atriðum er vandséð hvaða tilgangi það þjónar að binda skattfé í hlutaðeigandí fyrirtæki. Fleira kemur hér til. Einkavæðing styður við þróun hlutabréfamarkaðar. Öflugur hlutabréfamarkaður stuðlar að hagkvæmri nýtingu fjármagns og er jafnframt mikilvæg forsenda almennrar þátttöku útlendinga í íslensku atvinnu- lífi. Þá hvetur hann til fjárfestinga í atvinnulífinu, enda er fjárfestum þannig auðveldað að koma fyrirtækjum sínum í verð. Enginn vafi er því á að sterkur hlutabréfamarkaður hefur grundvallar- þýðingu fyrir vöxt og viðgang fyrir- tækj a. Þ ví er það mikið keppikefli að efl a hlutabréfamarkaðinn á Islandi, auka seljanleika hlutabréfa og gera verð- myndun virkari. Hlutabréfamarkaður Lítum nánar á hlutabréfamarkaðinn hér á landi með hliðsjón af ríkis- fyrirtækjunum sem þar eru skráð og reynum að meta í því Ijósi áhrif fullrar einkavæðingar bankanna og Lands- símans. Af þessu má fá nokkra mynd með því að skoða veltuhraða hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands (mynd 1), þ. e. veltu í hlutfalli af markaðsvirði, og verð- mætustu fyrirtækin á þinginu (mynd 2). Velta með bréf félaga á Verðbréfa- þinginu var um 138 milljarðar króna á árinu 2001. Veginn veltuhraði (þ. e. velta í hlutfalli af markaðsvirði) bréfa var urn 37% en innan við helmingur félaga var með meiri veltuhraða en 20%. Þegar litið er til Landsbankans og Búnaðarbank- ans var veltan tæplega 8 milljarðar króna og veltuhraði bréfanna um 20%. Af þessu má sjá að full einkavæðing þess- ara fyrirtækja gæti hæglega leitt til þess að velta með bréf þeirra 2-3 faldaðist, þótt vitaskuld skipti fleira einnig máli, m.a. hvernig eignarhaldi yrði háttað eftir einkavæðinguna. Markaðsvirði Landsbanka, Bún- aðarbanka og Landssímans er samtals 80-85 milljarðar króna eða nærri fimmt- ungur af markaðsvirði allra félaga á Verðbréfaþingi íslands. Ef þessi fyrir- tæki yrðu einkavædd að fullu gæti velta hlutabréfa á þinginu aukist um 15-30% frá því sem nú er. Lægri mörkin miðast við að veltuhraði með bréf þessara fél- aga sé jafn vegnum veltuhraða annarra bréfa á þinginu, en efri mörkin taka mið af veltuhraða í kringum 60%, sem er svipað og til að mynda veltuhraði með bréf íslandsbanka. Næstu skref Mikilvægt er að það hik sem verið hefur á einkavæðingunni að und- anförnu verði ekki til þess að langt hlé verði á sölu hlutabréfa ríkisins í umrædd- um fyrirtækjum. Þess vegna er brýnt að stíga sem fyrst næstu skref. Helstu leiðir við sölu eru fjórar: 1) áskrift til almenn- ings, 2) tilboðssala til stærri aðila, 3) bein sala til eins eða fleiri kjölfestu- fjárfesta og 4) sala gegnum viðskipta- kerfi Verðbréfaþings íslands. Leið 1 og 2 reyndust ágætlega framan af einka- væðingarferlinu en mistókust í tilviki Landssímans. Leið 3 hefur ekki enn gengið upp varðandi umrædd fyrirtæki en við réttar aðstæður er hún áhuga- verð. Líklega verða menn þó að staldra (Framhald á síðu 4) Myitd 1. Veltuhraði árið 2001 (Meðalveltuhraði á mánuði (á ársgrundvelli)) Mynd 2. Verðmœtustu félögin á VÞl (Markaðsvirði m.v. 15. mars eða síðustu skráningu) II Q_ < cc o CQ LL _l o X => < h- _i cn (/) O x cn co cc < z> < :> < O o Q_ CQ cn Heimild: VÞÍ Z < 05 => > I 11 (O 111 (í milljónum króna) 50.000 Hcimild: VÞÍ O CD o Q- X cf) < cc < o < => => => :> 1 > cD X Q- CQ < CQ < < c0 LLI ~3 cn (f) O _i Q 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.