Vísbending


Vísbending - 05.04.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.04.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Frjáls verslun með lífeyrisréttindi? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Iúrskurði EFTA-dómstólsins 22. mars segir að kjarasamningar um lágmark lífeyrisréttinda brjóti ekki í bága við samkeppnisreglur á Evrópska efna- hagssvæðinu. Oðru máli kunni að gegna ef samið sé um að greiða í tiltekinn líf- eyrissjóð. I úrskurðinum segir (grein 75, lauslega þýtt) að ef dómstólar EFT A- landa telji að tiltekin ákvæði kjarasamn- inga um lífeyrisréttindi rniði ekki að því að bæta kjör launamanna og „ef [þeirj komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðin þýði að kaupa verði lífeyristryggingu frá ákveðnum lífeyrissjóði, og þau komi þannig í veg fyrir að skipt sé við annan viðurkenndan sjóð, eða geri það illkleift, kunni þessi samningsákvæði að teljast hindra samkeppni í skilningi [sam- keppnisreglna á Evrópska efnahags- svæðinu].“’ Hér á landi verða flestir launamenn sem eru í stéttarfélagi að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Úrskurðurinn hlýtur því að teljast mikil frétt. Líklegt verður að telja, að innan skamms verði látið reyna á skyldugreiðslumar í ljósi úrskurðar EFTA-dómstólsins. Mikilvægtmál Mikilvægi málsins á Islandi má marka af því að Alþýðusamband Islands og Samtök atvinnulífsins létu það til sín taka. Þegar málið kom fyrir EFTA-dómstólinn fóru þessi samtök fram á það við fjármálaráðherra, að hann léti í ljós þá skoðun við dóminn, að kjara- samningar um lífeyrismál stríddu ekki gegn samkeppnisreglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ráðherrann féllst á erindið og sendi bréf þess efnis til EFTA-dómstólsins síðla vetrar 2001.2 Afstaða ráðherrans kann að koma á óvart í ljósi þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks vorið 1995 segir, að tryggja þurfi aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni milli lífeyris- sjóða. I samræmi við þá yfirlýsingu skip- aði fjármálaráðherra nefnd um lífeyris- mál strax unt haustið 1995.1 erindisbréfi hennar segir að leggja skuli sérstaka áherslu á að finna leiðir til að auka valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni. Jafnframt skuli leitað leiða til að tryggja bein áhrif sjóðfélaga á stefnumörkun og stjórn sjóðanna. Eftir samræður við aðila vinnumarkaðarins vorið 1996 var nefndin leyst frá störfum Nokkrar tölur um lífeyrissjóði og deildir þeirra árið 2000 (óvegið meðaltal) „Frjálsir" lífeyrissjóðir (5) Sjóðir með skylduaðild (51) Skuldabréf með fasteignaveði 0% af eignum 15% af eignum Skuldabréf með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga 34% af eignum 40% af eignum Hlutabréf 37% af eignum 26% af eignum Erlend verðbréf 27% af eignum 17% af eignum Ávöxtun '96-'00 5,7% 6,0% Hér eru séreignadeildir skyldusjóðanna taldar með þeim. Heimild: Fjármálaeftirlitið, Lífeyrissjóðir 2000, eigin útreikningar. og liggur niðurstaða hennar ekki fyrir. Síðan var samið frumvarp til laga unt lífeyrisréttindi og starfsemi lífeyris- sjóða, sem samþykkt var á alþingi árið 1997. Þar er tekið á ýmsum vanda sem steðjaði að þessum málaflokki, en mark- mið um valfrelsi og samkeppni í lífeyris- málum hafa ekki skilað sér. Nú liggur fyrir þingi frumvarp fjög- una þingmanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki um valfrelsi í lífeyris- kerfinu. Svipaðar tillögur hafa komið þar fram áður og bendir ekkert sérstakt til þess að þær verði samþykktar nú. Hverju breytir valfrelsi? Nú geta aðeins þau 10-20% launa- manna, sem standa utan stéttar- félaga, valið sér lífeyrissjóð. Ef allir gætu það er líklegt að aðhald að rekstri sjóð- anna ykist. I því sambandi verður þó að geta þess að rekstur margra sjóða batn- aði mikið eftir að yfirlit um reikninga þeirra fóru að birtast upp úr 1990. Með lögunum frá 1997 komst líka meira skikk áreksturinn. Litlum sjóðum með mikinn rekstrarkostnað hefur fækkað með sam- einingu. En auk þess má gera ráð fyrir að samkeppni leiði tilþess að sjóðimirbjóði fleiri tryggingar, sniðnar að fjölbreyttum óskum félaganna, í stað þess að selja öllum sams konar tryggingu. I þriðja lagi geta sjóðir í samkeppni ekki flutt verðmæti frá einum hópi tryggðra til annars (frá ungum til gamalla eða frá körlum til kvenna). Ef þeir gera það leita þeir sparendur annað, sem hljóta minni réttindi en nentur því sem þeir borga í sjóðina. Pólitísk sjónarmið? Stjórnir lífeyrissjóðanna eru ekki kosnar beint af félögum, heldur eru þær tilnefndar af samtökum launamanna að hálfu og atvinnurekenda að hálfu. Skylduaðildin og tilhögun við stjórnar- kjör gera það að verkurn að stjóm líf- eyrissjóðs hefur mikil pólitísk völd, hún þarf ekki að hlaupa eftir öllum óskurn sjóðfélaga. Stjórnendur lífeyrissjóð- anna þiggja völdin frá alþingi, sem setur lög um starfsemi sjóðanna. Yfirleitt má gera ráð fyrir að stjórnirnar hafi hag sjóðfélaga að leiðarljósi, en hætta er á að kappsfullir stjórnarmenn láti atvinnu- sköpun eða önnur pólitísk sjónarmið villa sér sýn, eða beygi sig fyrir þrýstingi stjórnvalda, fremur en að hætta á að missa völdin. I valfrjálsu kerfi er þessi hætta lítil, samkeppnin gerir það að verkum að sjóðirnir reyna hvað þeir geta til þess að þóknast sparendum. Hér á eftir er skoðað hvort hugsast geti að pólitískur þrýstingur ráði einhverju um hvar sjóðirnir fjárfesta. Samanburður Töluverður rnunur er á fjárfestingum frjálsra lífeyrissjóða og þeirra sem gera út á skylduaðild. Hjá frjálsum sjóðunt þekkjast lán gegn fasteignaveði nánast ekki, en þau voru að meðaltali urn 15% eigna skyldusjóðanna í lok árs 2000. Stór hluti af þessurn lánum er vegna íbúðakaupa sjóðfélaga. Einn sjóðurinn auglýsir 3,5% vexti á lánum til sjóðfélaga, en kjör annarra sjóða, sem skoðaðir voru, eru nær vöxtum á hús- bréfum, sem nú eru nálægt 6% (ofan á verðtryggingu). Aður voru hagstæð lán meginkostur lífeyrissjóðsaðildar í hug- um margra. Slík lán rýra lífeyrissparn- aðinn. Lánin má þó vart rekja til áhrifa- leysis sjóðfélaganna. Frekar stafa þau af því að áhrifavald í sjóðunum fer ekki eftir eign, eins og gerist til dæmis í hlutafélögum (þá myndu atkvæði þeirra vega mest sem komnir eru yfir miðjan aldur og eiga mestan lífeyrisrétt). Sjóðir með skylduaðild eiga heldur meira af skuldabréfum með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga en hinir. Munurinn er lítill, en hann máef til vill tengja því að fulltrúar verkalýðsfélaga í skyldusjóðunum þrýsti á um aðþeir kaupi húsbréf. Frjálsu sjóðirnir eiga hins vegar meira af hluta- bréfum en hinir (sjá töflu). Lífeyrissjóðir ávaxta fé í langan tíma og því má ætla að (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.