Vísbending


Vísbending - 12.04.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.04.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Flöktkrónunnar Valdimar Ármann hagfræðingur Mikið hefur verið rætt um íslensku krónuna síðustu mánuði í kjöl- far breytinga á peningamála- stjórn Seðlabanka Islands og mikilla sviptinga á innlendum gjaldeyris- markaði. Sú ályktun hefur verið dregin að íslenska krónan sé óhagstæð íslensk- um fyrirtækjum vegna aukinnar óvissu og aukins flökts. Þessu til viðbótar hefur því verið slegið fram að íslenska krónan hafi veikst mikið undanfarin ár og sé þannig of veikur gjaldmiðill. Mælikvarði á sveiflu Seðlabanki Islands hefur frá árinu 1993 verið að minnka ítök sín á íslenskumgjaldeyrismarkaði. Árið 1995 flaut krónan innan 6% vikmarka sem voru síðan víkkuð í 9% í febrúar 2000. Þann 27. mars 2001 var skrefíð loks stigið til fulls og gengi krónunnar látið fljóta og þannig látið ákvarðast að fullu á markaði. Flökt er mælikvarði á sveiflu gjald- miðils sem gefur til kynna hversu mikið hann hefur sveiflast sögulega séð; því hærra sem flöktið er því meira hefur gjaldmiðill sveiflast. Flökt á gengi gjald- miðla hefur mikil áhrif á fyrirtæki sem þurfa að kaupa eða selja gjaldeyri. Áætlanagerð verður erfiðari og einnig verðlagning á innfluttum vörum. Þar sem hagkerfið á Islandi er mjög opið, og þannig mjög háð inn- og útflutningi, geta sveiflur á gengi krónunnar haft mikil áhrif á efnahagsumhverfið. Veiking krónunnar / Islenska krónan hefur veikst rnjög mikið frá því sumarið 2000 og kom mesta veikingin í kjölfar þess að vik- mörkin voru afnumin. Frá ársbyrjun 1999 hefur krónan veikst um 17%. Ef þróun krónunnar gagnvart einstökum mynt- um er skoðuð má sjá að dollarinn hefur frá ársbyrjun 1999 styrkst um 44,5% gagnvart íslensku krónunni og evran styrkst um 7,7% gagnvart krónunni. Skýristþessi munur af því hversu sterk- ur dollarinn hefur verið gagnvart all- flestum myntum á þessu tímabili. Athyglisvert er að bera þessa þróun saman við evruna sem byrjað var að nota sem reiknieiningu og í millibanka- viðskiptum þann 1. janúar 1999. Árið 1999 veiktist evran um tæp 13% gagnvart dollara, árið 2000 veiktist hún um rúm 9% og árið 2001 um tæp 4%. Enn hefur hún veikst um 2,5% á þessu ári. Samtals er veiking evrunnar gagnvart dollara því urn 25,5% frá ársbyrjun 1999. Flöktandi króna T jóst er að þegar íslenska krónan hafði JL/stuðning af vikmörkum, sem ákvörðuð voru af Seðlabanka Islands, var flökt krónunnar takmarkað enda vitað að bankinn myndi verja þessi mörk. Því var staða krónunnar mjög hag- stæð fyrirtækjum sem nýttu sér vaxta- mun milli landa og tóku erlend lán með takmarkaðri gengisáhættu. Áður en vikmörkin voru víkkuð flökti íslenska krónan um 2,5% en stuttu eftir að þau voru víkkuð í 9% jókst flöktið í um 6%.1 Nú flöktir hún um 10% og náði hámarki sumarið 2001 þegar hún flökti um 15%. í töflu má sjá að krónan flöktir í dag á bilinu 10-13% gagnvart einstök- um myntum í vísitölunni og á mynd má sjá að flöktið fór hæst í rúm 16% gagn- vart bandarískum dollara sumarið 2001, stuttu eftir að vikmörkin voru afnumin. Gjaldmiöill Flökt JPY/ISK 13% USD/ISK 11% EUR/ISK 10% Vissulega eru þetta miklar breyt- ingar á aðstæðum á íslenskum gjald- eyrismarkaði og hefur óhjákvæmilega í för með sér aukna áhættu fyrir fyrirtæki með umsvif í erlendum myntum. Fyrir- tæki þurfa því núna að taka meira tilíit til gengisáhættu og velta hverskonar gengisvömum betur fyrir sér. Hægt er að minnka gengisáhættu að verulegu leyti, til dæmis með því að kaupa eða selj a viðeigandi gj aldmiðla framvirkt eða kaupa rétt á kaupum eða sölu viðeigandi gjaldmiðla. Aðrirgjaldmiðlar Spurningin er hvort þetta sé óeðlilega mikið flökt á gjaldmiðl i. í samanburði við erlenda gjaldmiðla má sjá að íslenska krónan flöktir nú álrka mikið og stærstu gjaldmiðlar heims. I töflu má sjá að evran og bandaríski dollarinn hafa verið að flökta á bilinu 6-16% gagnvart einstök- um myntum á síðustu tveimur árum. GjaldmiðiII Flökt ÚSD/GBP 6-10% EUR/USD 8-12% USD/JPY 8-12% EUR/JPY 10-16% EUR/GBP 8-12% Að lokum þarf að taka tillit til þess að íslenska krónan er lítill gjaldmiðill með viðskiptamagn sem er aðeins brot af viðskiptamagni erlendra gjaldmiðla. Ætla má að eðlilegt sé að flökt lítilla gjaldmiðla sé meira en þeirra stærri þar sem viðskipti eru lítil og ósamfelldari. Því er áhugavert að bera þróun íslensku krónunnar saman við þróun annarra gjaldmiðla en þeirra stærstu. Sem dæmi má nefna að flökt á nýsjálenska doll- aranum gagnvart þeirn bandaríska er um 12,5% í dag og hefur verið á bilinu 7—42% undanfarin tvö ár. Niðurstaða s Islenska krónan er vissulega lítill gjaldmiðill en það þarf ekki að þýða (Framhald á síöu 4) Mynd 1. Gengisþróun íslensku krónunnar, evrunnar og Bandaríkjadollara Mynd 2. Gengisjlökt íslensku krónunnar, evrunnar og Bandaríkjadollara 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.