Vísbending


Vísbending - 26.04.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.04.2002, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahag ; s m á 1 26. apríl 2002 17. tölublað 20. árgangur Fyrir og eftir bíó Ríkisstuðningur, nú í formi ríkis- ábyrgðar, hefur enn og aftur komið deCode Genetics og dótt- urfyrirtækinu Islenskri erfðagreiningu í heitapottsumræðuna. Islenska ríkið hefur ákveðið að veðja á framtíð fyrir- tækisins. Flestir eru reyndar á því að slík veðmál séu ekki í verkahring ríkisins og sumir hafa haldið því fram að verið sé að veðja á rangan hest. Oháð spilafíkn ríkisins þá má velta fyrir sér til hvers leikurinn sé gerður af hálfu þessa umdeilda en engu að síður stórmerkilega fyrirtækis. Ýktarsveiflur Það er athyglivert að skoða verðsögu hlutabréfa í fyrirtækjum sent byggja starfsemi sína á erfðafræði. Amex Bio- tech vísitalan er ágætur grunnur. Ef horft er á Biotech-vísitöluna þrjú ár aftur í tímann í samanburði við Nasdaq- og Dow Jones vísitöluna má sjá að á meðan hinar tvær síðarnefndu standa lægra nú en fyrirþremur árum erBiotech-vísitalan 150% í plús. Hún hefur þó lækkað um helming frá því sem hún var hæst á þessu tímabili. Biotech-vísitalan hefur engu að síður fylgt Nasdaq og Dow Jones að miklu leyti eftir í sveiflunt nema hvað sveiflurnar hafa verið verulega ýktar, sérstaklega upp á við. Ef einungis er horft á Biotech-vísi- töluna í apríl á hverju ári frá árinu 2000 þá mætti ætla að vísitalan hefði haldist nokkuð stöðug, fór niður í 405 stig í apríl árið 2000, í 414 stig í apríl 2001 og stendur nú í um 450 stigum. Sú er hins vegar ekki raunin því að í millitíðinni hefur hún skotist upp í hæstu hæðir, upp í 801 slig í september2000, Í700 stig íjúní 2001 og 620 stig í nóvember síðastliðnum. Það þarf greinilega sterkar taugar til að vera á þessum markaði, spennan er mikil þó að það virðist vera að draga nokkuð úr sveiflunum. Breytt virðismat Þegar einstök fyrirtæki eru skoðuð í þessum geira kemur í ljós að þróun þeirra hefur ekki verið hin sama. Sum Mynd 1. Biotecli, Nasdaq, Dow Jones og deCode frá apríl 1999 (%) Mynd 2. Biotech, Nasdaq og deCode frá júiní 2000 (%) Mynd 3. Biotech, deCode og þrjá önnur fyrirtœki frá júní 2000 (%) þeirra hafa hækkað í verði á síðastliðnu ári, eins og Isis Pharmaceuticals (67%), Ligand Pharmaceuticals (102%) og NSP Pharmaceuticals (39%). Á rneðan hafa hlutabréf í mörgum öðrum fyrirtækjum í sömu grein lækkað mikið, eins og t.d. Hyseq (62%) og Human Genome Sciences sem stendur nú í 15,7 en náði hæst 77 stigum á síðastliðnu ári. Sumir sérfræðingar í hátæknigeir- anum þykjast sjá ákveðna þróun í verð- mati á þessum fyrirtækjum. Þeim fyrir- tækjum sem einungis stunda erfðafræði- rannsóknir hefur verið ýtt til hliðar en fjárfestar halda enn í vonina um að fyrirtæki sem geta einnig þróað lyf út frá rannsóknum sínum eigi enn möguleika á glæstri framtíð. Þau fyrirtæki sem eru með lyf í farvatninu eru hlutfallslega vei metin en þau sem ekki virðast hafa neitt í pípunum eru sniðgengin. DeCode Genetics tilheyrir þeim hópi fyrirtækja sem einbeitir sér að rann- sóknum, sem má einnig sjá á þróun hluta- bréfaverðs fyrirtækisins sem er nú um 5 stig, en eins og rnörg slík fyrirtæki þá er deCode að reyna að styrkja möguleika sína til að geta þróað lyf. Það er ekki einungis skynsamleg stefnumótun heldur lífsspursmál því að rétt eins og flest önnur fyrirtæki í þessari grein þá mun það brenna upp peningabirgð- unum á 3-4 árum ef ekki koma til tekjur eða nýtt fjármagn. Hingað til hafa fjár- festar þó ekki tekið þessa stefnubreyt- ingu sem nægilega sannfærandi til að það leiði til hækkunar á hlutabréfaverði. Dansað í myrkrinu Atburðarásin í kringum fyrirtæki í erfðafræðirannsóknunt hefur að mörgu leyti verið eins og í bfó. Vænt- ingarnar til DeCode minna t.d. óneitan- lega á væntingarnar til bíómyndar Lars von Trier og Bjarkar Guðmundsdóttur, Dancer in the Dark. Fyrir sýningu voru væntingar landans skrúfaðar upp en eftir sýninguna vissu flestir ekki hvort þeir hefðu verið að horfa á eitthvert hræðilegt klúður eða sannkallað meist- araverk. Það er enn hulin ráðgáta. Og deCode dansar í myrkrinu. 1 Verð hlutabréfa í fyrirtækj- um í erfðarannsóknum hefur sveiflast mikið en greina má ákveðna þróun. 2 Allsherjarverkfall á ítaliu sýnir að það verður erfitt að reyna að draga úr starfs- vemd þar í landi. 3 Þór Sigfússon fjallar um íslenska iðnjöfra sem korna frá útlöndum með fullar hendur ijár. 4 Framhald af grein urn starfs' vemd þar sem OECD-ríkin eru borin saman út frá því hversu ströng verndin er. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.