Vísbending


Vísbending - 31.05.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 31.05.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING Að kjósa rétt! ann 25. maí síðastliðinn voru tvennar kosningar sem héldu sjónvarpsáhorfendum föngnum. Annars vegar sveitarstjórnarkosningar á Islandi, og þá sér í Iagi í Reykjavík, og hins vegar kosning á sigurlagi í Euro- vision - söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Við fyrstu sýn virðist langur vegur á milli þessara tveggja kosninga þar sem önnur hafði alvarlegt yfirbragð en hin öllu léttari ásýnd og önnur snérist urn pólitík en hin um dægurlög. Engu að síður var í báðum tilfellum keppt til sigurs og sigurgleðin var að sama skapi sönn - og sárindin heldur ekki ósvipuð. Að útskýra tapið Sjálfstæðismenn biðu lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum fyrir R- listanum íReykjavík ogOlafurF. Magn- ússon fékk uppreisn æru. Vonbrigði sjálfstæðismanna leyndu sér ekki þegar ljóst var að fléttu- og skákmeistarar flokksins höfðu verið niátaðir. í sárind- unum var brugðist við með afneitun þar sem „klofningsframboði" Ólafs F. og fjölmiðlum var kennt um slæmt gengi flokksins. Hvað annað getur útskýrt tapið? I ár voru Islendingarekki með í Euro- vision en frændur okkar Danir fengu að vera með en þeir eru orðnir ástfangnir upp fyrir haus af keppninni eftir að hafa sigrað árið 2000 og lent í öðru sæli árið 2001. f ár sendu þeir fagurlimaða yngis- ntey með gífurlegt raddsvið sem gat verið allt fyrir alla. Eitt af efstu sætunum var öruggt. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar upp var staðið og danska lagið reyndist vera neðst allra laga. Hin unga Malene grét alla nóttina þungum tárum en kom svo með skýringu á óförunum strax í bítið daginn eftir; breytt afstaða danskra yfirvalda gegn innflytjendum hafði kostað hana dýrrnæt stig. Þetta var augljósl þar sem hvorki Finnland né Svíþjóð höfðu gefið Dönum stig. Hvað annað getur útskýrt tapið? s Astæðurnar fundnar að hefur lönguin þótt ágætur partý- leikur að finna ástæður þess að ákveðið land gefureðagefurekki Islandi stig í Eurovision-keppninni. Markaðs- svæði SIF er þá grandskoðað, rýnt í frændsemi þjóða og Jóni Baldvini klapp- að lof í lófa fyrir öll stig frá Eystrasalts- löndunum. Stundum virðast skoðanir á mismunandi gengi stjórnmálaflokka vera af svipuðum toga. Alls konar atburðir eru tíndir til sem ýmist eiga að hafa haft jákvæð eða neikvæð áhrif á kjörgengi flokka og ýmislegt staðhæft án þess að nokkur tilraun hafi verið gerð til þess að rannsaka það. Fyrir vikið verður þetta álíka merkilegur leikur og partý-leikur aðdáenda Eurovision. Þó að það sé sennilega auðveldara verkefni að finna út hvað gerir það að verkum að íslenskir kjósendur hallast að ákveðnum stjórnmálaflokki en af hverju kjósendur í ólíkum þjóðlöndum kjósa eitt dægurlag umfram annað þá er það engu að síður nokkuð erfitt verkefni. Þó yrði útgangspunkturinn í slikri rann- sókn nokkuð svipaður og þá sennilega hvemig kjósendur meta frambjóðendur og það sem þeir hafa fram að færa í samanburði við aðra frambjóðendur og málflutningþeirra. Þaðerþóekki útilok- að að margir ólíkir þættir geti haft áhrif á hvernig niðurstaða kosninganna að lokum verður en þó er líklegast að skýr- ingin sé tiltölulega einföld, eins og t.d. h vaða lag og flytjandi heillar áhorfendur hvað mest eðahvaða lagi þeireru líkleg- astir til að tralla með sér til ánægju. Skynsamur kjósandi ólk sættir sig ntisjafnlega vel við að tapa, sumir sætta sig alls ekki við tap og jafnvel neita að hafa tapað, aðrir játa sig sigraða og nýta reynsluna lil að læra af henni. Þeir sem tapa tala urn að kosn- ingareglurnar séu ónýtar og að kjós- endur hafi verið blekktir- eða þá að þeir hafi alls ekki tapað heldur unnið „varnar- sigur“. Sigurvegararnir segja að úrslitin sýni að skynsemi kjósenda sé yfir orða- gjálfur og auglýsingamennsku hafin, þeir hæfustu sigri. Þetta snýst svo við reglulega þegar þeir sem töpuðu síðast verða sigurvegarar og sigurvegararnir tapa. Skynsemi kjósenda virðist því vera nokkuð sveiflukennt fyrirbæri og full af þversögnum. Astæðan er þó ekki jafn undarleg og í fyrstu virðist þar sem það gefur augaleið að kjósendur geta ein- ungis verið skynsamir þegar þeir kjósa rétt! ( Vísbendingin ) r~, ^ a síðastliðnu ári hefur verðið á únsu af gulli hækkað um rúmlega 17% og útlit er lyrir frekari hækkanir. Stríðs- hræringar í Austurlöndum, bæði á milli Israel og Palestínu og Indlands og Pak- istans, hafa gert fjárfesta taugaveiklaða. Bandaríkjadollari hefur fallið í vinsæld- um að undanförnu sent traustasta leiðin til þess að tryggja verðmæti fjármagns enda hefur ltann ekki slaðið lægra gegn evrunni í átta mánuði. Það er því gullið sent hefur fengið sitt gamla, góða hlut- verkáný._____________ Aðrir sálmar «________________________________ ( “ A Irósabaði Að kosningum loknum vilja menn alltaf finna hina dýpri merkingu úrslitanna. Ríkissjónvarpið bætti við skilning manna á kosninganótt með því að birta tölur sem sýndu að allir flokkamir væru að tapa ef á heildina væri litið og sérfræðingar þess lögðu út af þessu með spekingssvip. Tölur sem fóru um skjáinn voru stjórnendum greinilega gersamlega ofviða og tölvukerfinu líka, því það reyndist ekki geta lagt saman flmm tölur frá Akureyri sem lesnar voru upp í tvígang. Fljótt á litið virtist það svo að Samfylkingin færi heldur halloka annars staðaren í Hafnarfirði, en eftirað hafa lesið greinar Fylkingarmanna eftir kosningar sést að hún hefur alls staðar unnið mikinn sigur í Ijósi þess að hún bauðekki framsíðast. Framsóknarflokk- urinn fagnar stórsigri á Fáskrúðsfirði og Sjálfstæðismenn unnu hlutkestið í Bolungarvík. Eini maðurinn sem er spældur eftír kosningarnar er Steingrím- ur J. sem segir að ntenn fari alltaf í kosn- ingar til þess að vinna. Hjá hinum flokk- unum er markmiðið fyrst og fremst það að vinna einhvers staðar. Fréttaskýrendur reyna að leila skýr- ingaátapi Sjálfstæðisflokksins íReykja- vík í stefnu hans fyrir kosningarnar, en það er ótrúverðugt því R-listinn nýtti sömu stefnu til sigurs. Barátta R-listans í Reykjavík var lærdómsrík. Listanum tókst í tæka tíð að skila listunum um þá sem kosið höfðu utankjörfundar, sem sóttir voru fyrir misskilning á degi hverj- unt. Sigrinum var tekið af lítillæti þegar hinnelskaði, virti.dáðioghrærði leiðtogi gekk inn á sviðið baðaður rósablöðum. Eftir kosningar biðu menn spenntir eflirþví að listinn gæfi upp hverjir hefðu gefið mest til baráttunnar, en það er stefna Samfylkingarinnar á Alþingi að gefa upp nöfn allra þeiiTa sem gefa meira en hálfa milljón í kosningasjóð. Kosn- ingarstjóri R-listans sagði hins vegar að stærstu styrktaraðilar hefðu ekki ósk- að eftir að nafn þeirra birtist og því yrði það ekki gert. Þarf nú ekki að breyta frumvarpi Jóhönnu á þá lund að nöfn þeirra styrktaraðila sem gefa meira en hálfa milljón verði birt „ef þeir óska þess“? ''Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._______________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.