Vísbending


Vísbending - 12.07.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.07.2002, Blaðsíða 1
ISBENDING 12. júlí 2002 28. tölublað Viku rit u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 20. árgangur Erlendar fjárfestingar Erlendar fjárfestingar í OECD- ríkjunum drógust saman um 56% á síðasta ári í samanburði við árið 2000. Þessi gríðarlegi samdráttur hefur þó sínar skýringar sem gefa ágæta mynd af þeirri efnahagssveiflu sem heims- hagkerfið hefur farið í gegnum undan- farin ár. Sveifla síðustu ára Þegar erlendar fjárfestingar í OECD- ríkjunum eru skoðaðar kemur í ljós að upp úr 1997 jukust þær stórum skrefum ár frá ári þar til þær náðu hámarki árið 2000. Erlendar fjárfestingar fóru úr 300milljörðumBandaríkjadalaárið 1997 Í523 milljarða 1998 og 776 milljarðaárið 1999. Árið 2000 fóru svo erlendar fjár- festingar í OECD-ríkjunum upp í 1.274 milljarða Bandaríkjadala og hafa þær aldrei í heimssögunni verið eins miklar. Á síðasta ári varð hins vegar mikill umsnúningur og erlendar fjárfestingar í OECD-ríkjunum fóru niður í 566 milljarða Bandaríkjadala. Niðursveifla erlendra fjárfestinga virðist líka ætla að halda áfram ef hægt er að taka mið af þeim sameiningum og uppkaupum sem orðið hafa á þessu ári í samanburði við árið 2001. Á öllu síðasta ári var virði sameininga og uppkaupa um 636 millj- arðar Bandaríkjadala en frá janúar til 12. júní höfðu þær verið innan við 200 milljarða. Ef fyrri hluti ársins er vísbend- ing um hvernig árið í heild mun þróast þá má ætla að sameiningar og uppkaup verði einhvers staðar á bilinu 450 til 500 milljarðareðasamdrátturíkringum20til 25%. Með þetta viðmið hefur OECD spáð því að erlendar fjárfestingar geti dregist saman um 20% á þessu ári í sam- anburði við það síðasta. Það myndi þýða að erlendar fjárfestingar í OECD-ríkjun- um hafi ekki verið lægri síðan árið 1997. Þessi mikla sveifla erlendra fjárfest- inga gefur tilefni til nánari skoðunar þar sem þær hafa verið til aukinnar umræðu á undanförnum árum, ýmist sem rnæli- kvarði á alþjóðavæðingu, tæki til þess að draga úr fátækt eða sem auking á framleiðni og efnahagslegu heilbrigði þjóða. milljarðar $ 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 1998 1999 2000 2001 2002 Ahrifaþættir Imeginatriðum má segja að þrír þættir, sem eru um leið nátengdir, hafi haft hve rnest áhrif á þá gríðarlegu aukningu sem varð upp úr árinu 1997 á erlendum fjárfestingum. Þeir eru sameiningar og uppkaup, einkavæðing og verðhækk- anir á hlutabréfamörkuðum. Það er óþarfi að rekja enn einu sinni þær miklu hækkanir sem urðu á hluta- bréfamörkuðum heimsins undir lok tíunda áratugarins sem hafa verið að ganga til baka á síðastliðnum tveimur árum. Áhrif verðhækkanna á erlendar fjárfestingar eru aðallega tvenns konar. Ánnars vegar það æði sem skapaðist á mörkuðum og gerði það að verkum að fjárfestar létu eins og þeir væru að missa af lestinni og fjárfestu grimmt án þess að beita allt of miklu af rökrænum grein- ingum. Það leiddi meðal annars til þess að fjöldi sameininga og uppkaupa jókst verulega. Hins vegar þá leiddu hækk- anirnar til þess að verðmiðar fyrirtækja sem keypt voru upp eða sameinuð öðrum urðu hærri, þ.e. meðalvirði hvers samnings hækkaði verulega þegar líða tók undir lok tíunda áratugarins. Einkavæðing átti líka sinn þátt í mikilli aukningu erlendra fjárfestinga undir lok tíunda áratugarins. Verðmæti einkavæðingar í OECD-ríkjunum jókst allan tíunda áratuginn. Það fór úr 20 milljörðum Bandaríkjadala árið 1990 í tæpaóOmilljarðaáárunum 1994 til 1996 en tók svo ennþá meiri kipp árið 1997 þegar verðmætið fór upp í tæpa 100 milljarða. Þannig hélst það til ársins 1999 en féll svo niður í 70 milljarða árið 2000 og niður fyrir 20 millj arða Bandaríkj adala árið 2001. Mestu munar um einkavæð- ingu símafyrirtækja á árunum 1997 til 1999 sem höfðuðu sérstaklega mikið til erlendra fjárfesta. Ólíklegt er að aðrar eins upphæðir eigi eftir að sjást í einka- væðingu þó að enn sé margt í höndum ríkisins sem betur færi í höndum einka- aðila. Þó eru orkufyrirtæki stór biti og munu líklega verða einkavædd í auknum mæli á komandi árum. Að mestum hluta má rekjamikið flæði (Framhald á síðu 4) Erlendar fjárfestingar í ^ Aðgerðir Bush gegn bók- ^ Þórður Friðjónsson hag- i verið í Bandaríkjunum og I OECD-ríkjunum hafa 1 haldssvikumfelaekkiísér 2 fræðingur fjallar unt ólíkar /| skilið hal'a eftir sig óbragð X dregist mikið saman frá að skrá hlutabréfavilnanir bragðtegundir bókhalds- i" á stærstu hlutabréfamörk- þvíárið2000. sem kostnað. blekkingasemnotaðarhafa uðum heintsins. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.