Vísbending


Vísbending - 12.07.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.07.2002, Blaðsíða 2
V ISBENDING Arangurs-hvatinn! George W. Bush Bandaríkjaforseti talaði sköruglega um að auka þyrfti siðferði í bandarískaeinka- geiranum í ræðu sinni 9. júlí síðastliðinn íNew York.Tilefniðvarhrinaendalausra svikamála í bandarískum fyrirtækjum nú síðustu vikumar. Fram til þessa virðist Bush hafa vonast til að vandamálin leystust af sjálfu sér en þegar hlutabréfa- markaðurinn hélt áfram hrapinu og reiði almennings var um það bil að ná hámarki var kominn tími til að bregðast við. Ræðan breytti hins vegar litlu um fall hlutabréfamarkaðarins og sefaði ein- ungis reiðina í eitt augnablik. Greinilegt var að orðagjálfur átti ekki lengur við því nú er þörf fyrir aðgerðir. Hlutabréfavilnanir æða Bush boðaði, engu að síður, verulega hert eftirlit og aðgerðir gegn svikum og svindlurum. Það vakti þó nokkra athygli að þrátt fyrir að hann hefði skipt um skoðun á því hvernig á að taka á þessum svikamálum þá skaut- aði hann fram hjá einu mesta deiluefninu í þessu sambandi, sem er hvort gera eigi grein fyrir hlutabréfavilnunum stjórn- enda í reikningshaldi fyrirtækja. Bush sagði um laun og umbun stjórn- enda í ræðu sinni (í lauslegri þýðingu): „Við höfum frétt af framkvæmdastjórum sem fá tugi milljóna dollara í bónus- greiðslur rétt áður en fyrirtæki þcirra fara á hausinn á meðan starfsfólk, eftir- launaþegar og fjárfestarþjást.... Abyrgir leiðtogar innleysa ekki risabónusa þegar virði fyrirtækja þeirra lækkar með dramatískum hætti.... Fjármálaeftirlitið (SEC) krefst nú árlegra upplýsinga um umbun stjórnenda en þær upplýsingar eru oft grafnar í löngum skýrslum stjórna sem hluthafar sjaldnast sjá. Ég skora á alla framkvæmdastjóra í Ameríku að greina frá í ársreikningi fyrirtækisins - með skýrum hætti á skiljanlegri ensku - hvernig umbun þeirra er háttað, þar með talin laun, bónusar og fríðindi. Og fram- kvæmdastjórinn ætti, í þeirri skýrslu, einnig að útskýra hvernig það umbunar- fyrirkomulag þjónar hagsmunum fyrir- tækisins best.“ Eins og áður eru Bush og félagar því á þeirri skoðun að gera eigi grein fyrir hlutabréfavilnunum stjórnenda en ekki að skrá þær sem kostnað eins og margir fræðimenn hefðu frekar kosið. Kostnaður? ennilega hefur enginn barist jafn ötullega gegn hlutabréfavilnunum og frægasti fjárfestir heimsins, Warren Buffett. Allan tíunda áratuginn varaði hann við notkun hlutabréfavilnana sem umbunarkerfi fyrir stjórnendur. Astæð- an er fyrst og fremst sú að hvergi er gerð grein fyrir hlutabréfavilnunum í reikn- ingshaldi fyrirtækis, nema í besta falli í texta, þannig að það hefur engin áhrif á afkomu fyrirtækisins þó að fyrirtækið hafi dreift slíkum vilnunum í stórum stfl. Buffett skrifaði nýlega grein í Was- hington Post af því tilefni að enn og aftur er frumvarp þess efnis, hvort gjald- færa eigi hlutabréfavilnanir, komið fyrir bandaríska þingið. Þegar slíkt frumvarp kom fyrir þingið árið 1994 var því hent út með 88 atkvæðum gegn 9. Buffett líkir þessu við þróunarsöguna og kallar þennan úrskurð: „Survival of the fatt- est“. Erfitt er að rökstyðja það að hluta- bréfavilnanir eiga ekki að vera gjald- færðar eins og Buffett bendir á í grein sinni, annars konar umbun til stjórnenda er færð sem kostnaður en ekki vilnanir. Flingað til hafa meginrökin verið þau að það sé erfitt að verðleggja vilnanir, sem eru hæpin rök eins og Buffett segir, þar sem verslað er með mun flóknari vilnanir á hverjum degi út um allan heim og það væri tiltölulega auðvelt að selja þær fyrir beinharða peninga. Með öðrum orðum segir Buffett: „Að gefa starfsmanni eitt- hvað sem annars væri hægt að selja fyrir beinharða peninga hefur sömu áhrif á fyrirtækið og að gefa honum peninga“ í niðurlagi greinarinnar vekur Buffett upp þrjár spurningar sem vert er að svara áður en því er enn einu sinni hafnað að gera það að bókhaldsreglum að hluta- bréfavilnanir séu færðar sem kostnaður; 1) ef vilnanir eru ekki ein tegund umbun- ar, hvað eru þær þá? 2) ef umbun er ekki kostnaður, hvað er hún þá? 3) ef kostn- aður á ekki að koma inn í útreikning á hagnaði, hvar á hann þá að koma fram? Ekkert smámál Warren Buffett er ekki einn um að leggja áherslu á mikilvægi þess að hlutabréfavilnanir séu gjaldfærðar og komi þannig fram í afkomutölum fyrirtækis. Alan Greenspan, bankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, hefur einnig hvatt til þess að þessi tegund umbunar stjórnenda verði tekin inn í reiknings- haldið sem kostnaður. Þetta er heldur ekkert smámál því að bróðurpartur umbunar framkvæmdastjóra er í formi hlutabréfavilnana. Rannsóknir seðla- banka Bandaríkjanna benda til þess að árlegur vöxtur hagnaðar stórfyrirtækja í Baridaríkjunum hafi verið 2,5% hærri en ella á árunum 1995 til 2000 vegna þess að hlulabréfavilnanir voru ekki skráðar sem kostnaður. Tímaritið Fort- une benti einnig nýlega á að hagnaður WorldCom hefði verið 14% lægri árið 2000 ef hlutabréfavilnanir starfsmanna hefðu verið teknar með í reikninginn, hagnaður Cisco 40% lægri og hagnaður Lucent 32% lægri. Heildarlaun bandarískra forstjóra hafa ennfremur vaxið hröðum skrefum á síðustu árum, nær eingöngu fyrir til- stillihlutabréfavilnana.Inýlegribókeftir Kevin Phillips „Wealth and Democracy“ er benl á að árslaun tíu tekjuhæstu for- stjóra Bandaríkjanna árið 1981 voru 3,5 milljónir Bandaríkjadala að meðaltali og árið 1988 varmeðaltaliðkomiðuppí 19,3 milljónir dala. Arið 2000 voru meðallaun tíu tekjuhæstu forstjóra Bandaríkjanna 154 milljónirdala að meðaltali eða 13,4 milljarðar króna miðað við núverandi gengi og 4.300% aukning frá 1981. Það er því ljóst að þessi umræða snýst ekki um einhverja smáskekkju í bókhaldinu heldur verulegan kostnaðar- lið sem hluthafar gera sér sjaldnast grein fyrir. Hlutabréfavilnanirhafaeinnig gert forstjórum, sem hafa jafnvel gengið af fyrirtækjum dauðum, kleift að ganga burt með tugi milljóna dollara í farteskinu rétt áður en fyrirtækin hafa orðið gjald- þrota. Enron-sagan er einungis ein af fáum slíkum dæmisögum. Starfsmenn, hluthafar og lánadrottnar sitja svo uppi með reikninginn. Hvatningai'kerfi rátt fyrir að bókhaldsmeðferð hluta- bréfavilnana sé vafasöm þá hafa slíkar vilnanir oft reynst ágætlega sem hvatning fyrir starfsmenn til að haga séreins og frumkvöðlar. Spumingin sem margir spyrja sig um þessar mundir er hins vegar sú hvort hvatningarkerfið hafi verið svo gott að það hafi átt stóran þátt í þeim bókhaldshneykslum sem skyggt hafa á bandaríska hlutabréfa- markaðinn að undanförnu. Spurning er hvort gróðafíkn stjórnenda hafi orðið svo mikil að þeirhafi ekki veigrað sér við að taka glórulausa áhættu og „beygja“ reglurnar til þess að sýna fram á ávinn- ing, þó einungis væri til skamms tíma, fyrir innlausn hlutabréfavilnana. Það er álitamál en líklegt er að gróðafíknin hafi leikið eitthvert hlutverk ásamt þeirri bjartsýnisstemningu sem ríkti og þeirri tiltrú að ólíklegt væri að upp kæmist eða mikið yrði aðhafst. Hvað sem því líður er erfitt að kalla eftir bættu siðferði á markaðinum um leið og kerfisbundið er hvatt til siðleysis með slíkum hætti. Nógu erfitt er að reyna að finna út verð- mæti fyrirtækja svo ekki þurfi líka að geta sér til um stóra kostnaðarliði og hver áhrif þeirra er á stjórnun fyrirtækis. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.