Vísbending


Vísbending - 19.07.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.07.2002, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Græðgi ríkisins au svikamál sem komið hafa upp í bandarísku fyrirtækjaumhverfi hafa orðið til þess að ýmsir aðilar hafa séð fyrir sér endalok kapítalismans og markaðshagkerfisins. Þeir sem sjá lausn allra vandamála heimsins í sterku ríkisvaidi segja að græðgi einstakling- anna sé með öllu i 11 og leiði ekki ti 1 annars en svika og spillingar. Þessi sama græðgi lifir þó ágætu Iífi í opinbera geiranum en munurinn er sá að þar er ekki hægt að virkja hana til hagsældar eins og í einkageiranum. Kenningar um almannaval hjálpa við að útskýra þetta. Almannaval rðið „almannaval" (e. public choice) er samansett úr tveimur orðum, annars vegar orðinu „almenningur“ sem á við um fólk og orðið „val“ sem á við um aðgerð sem felst í að gera upp á milli ákveðinna kosta. Það eru einstaklingar sem „velja“ en það er hægt að skipta vali þeirra í það sem kalla mætti einkaval og almannaval. Einkaval á við um ákvarð- anir sem einstaklingur tekur fyrir sjálfan sig, þá valkosti sem hann stendur frammi fyrir á hverjum degi. Almannaval á hins vegar við þegar valkostirnir varða fleiri en ákvörðunartakann, þ.e. einstaklingur er ekki aðeins að taka ákvörðun fyrir sig heldur einnig fyrir aðra einstaklinga. Kenningar um almannaval fóru að gera vart við sig á sjöunda áratuginum þegar hagfræðingar fóru að rannsaka betur skilvirkni ríkisvaldsins. Aður, og enn í dag, voru þær rómantísku kenn- ingar á lofti að lýðræðislega kosið ríkis- vald myndi alltaf hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, að þeir sem væru við stjórnvölinn myndu alltaf setja hagmuni almennings ofar sínum eigin hagsmun- um. Stjórnmálafræðin lýsti þannig hvernig stjórnmálin ættu að vera frekar en hvernig þau væru í raun og veru. Þær kenningar sem snúast um almannaval urðu að vissu leyti til vegna þess að hagfræðingar unnu að því að finna hagsælustu lausnir fyrir heildina sem ríkisvaldið átti síðan að framfylgja. En í staðinn fyrir að innleiða þær lausnir þá varð endaleg úrvinnsla oft á tíðum eitthvað afskræmi upprunalegrar lausn- ar eftir að þær höfðu farið í gegnum afgreiðslu- og málamiðlanaferli stjórn- málanna og opinberra starfsmanna. Það var því augljóst að hagmunir heildar- innar væru ekki alltaf hafðir að leiðarljósi, eins og mætti ætla að væri hornsteinn lýðræðisins, heldur einhverjir allt aðrir hagsmunir þar sem þrýstihópar, eigin- hagmunir stjórnmálamanna og opin- berra starfsmanna léku stórt hlutverk. Kenningar um almannaval urðu til sem leið til þess að reyna að lýsa og leita skýringa á hinu lýðræðislega ákvörð- unarvaldi. Ríkislausnin andaríkin eru ágætt dæmi um sam- band ríkisins og markaðarins þar sem hvergi í heiminum er markaðs- hagkerfið eins í hávegum haft og þar. Þetta er afleiðing hugmyndafræðilegra átaka tuttugustu aldarinnar, en það voru Bandaríkjamenn sem hölluðu sér næst markaðinum á meðan Evrópa daðraði við áætlunarbúskapinn. Sumir fræði- menn eru á því að markaðsbúskapurinn hefði hreinlega verið jarðaður á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar ef ekki hefði verið fyrir hugmyndafræði Keynes sem fólust í að leiða markaðsbúskapinn „af villu vegar síns“. Segja má að hugmyndir Keynes hafi markað upphafið að þjóð- hagfræðinni sem sá ríkið í því hlutverki að vera eins konar skipstjóri á þjóðar- skútunni. Hugmyndin um að nota eigi ríkisvaldið til að „laga“ og „fínpússa“ markaðshagkerfið varð þá til og er enn meira og minna ráðandi. Þetta væri sennilega allt tiltölulega einfalt ef almannavalið væri fyrst og fremst byggt á almannahagsmunum en það hefur komið æ betur í ljós að eigin- hagsmunir leika t.d. stórt hlutverk í ákvörðunum ríkisstjómar Bandaríkj- anna. Þetta er þó flóknara en svo að einungis sé um átök á milli almanna- hagsmuna og eiginhagsmuna að ræða, bæði vegna þess að það er oft óljóst hverjir hagsmunirnir eru, bæði til skamms og langs tíma, og vegna þess að það eru ólíkir aðilar og hópar sem koma að ákvörðuninni. Það hefur komið æ betur í ljós að hagsmunahópar sem beita stjórnmálamenn þrýstingi hafa veruleg áhrif á hvert almannavalið verður. Þrýstihópum hefur líka vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum og hafa fengið sífellt meira vægi í ákvörð- unum nkisvaldsins. Þannig getur tiltölu- lega fámennur hópur, með skýran ávinn- ing af íhlutun, haft verulega mikil áhrif þar sem stærri hópar hafa oft ekki ráð og rænu á að skipa sérstakan þrýstihóp þar sem hagmunir eru dreifðir og til- tölulega litlir á hvern aðila. Ahrifin á almannaval eru oft augljós eins og t.d. þegar til verndunar einstakra atvinnu- greina kemur eins og stáliðnaðarins í Bandarfkjunum og kjúklingabænda hér á landi. Eiginhagsmunir stjórnmálamanna, sem einkennast oft af framapoti, í bland við stöðugt áreiti þrýstihópa gerir það að verkum að stjórnvaldið er ekki nærri eins skilvirkt fyrir hagsæld þjóðar og sumirviljahaldafram,jafnvelílýðræðis- ríki sem kennir sig við kapítalisma. Sú hugmynd virðist jafnframt ríkjandi að það sé nægilegt að finna heiðvirðan leiðtoga til þess að sníða þessa galla af kerfinu. Þetta er sú leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem rey nt er að kryfja þær sálir til mergjar sem vilja í æðstu stöður opinbera geirans. Þrátt fyrir þá krufningu eru leiðtogarnir sjaldnast flekklausir og stjórnmálin í Bandaríkj- unum hafa í ríkari mæli snúist um „sið- spillingu" í stað þess að snúast um framþróun hagsældar. Innkoma Bush átti að marka breytingu á þessari þróun en sjaldan hefur greiðasemin við vini og einstaka hagsmunahópa verið meiri og er hann sjálfur sakaður um að auðgast á samböndum sínum við dómara mark- aðsleiksins. Stjórnunleiksins Adam Smith sagði sjálfur að það væri ekki hægt að breyta eðli eiginhags- muna en það væri hægt að koma á fót stofnunum sem gætu gert það að verk- umað hægtværi að nýtaþátil heilla fyrir mannkynið. Smith talaði aðallega um tvö skilyrði sem yrðu að verafyrirhendi, annars vegar eignarréttarákvæði og hins vegar mikilvægi þess að koma í veg fyrir einokun og þar með talin þau einokunarréttindi sem ríkisvaldið veitir. Smith var því ljóst að það væri ekki hægt að spila markaðsleikinn án þess að setja einhverjar leikreglurog dæma eftirþeim. Hann vildi hins vegar að keppnin, en ekki dómarinn, skæri úr um það hver væri sigurvegarinn. Ríkisvaldið hefur ntikilvægu hlut- verki að gegna í markaðskerfinu sem er m.a. að setja reglur og dæma eftir þeim. V andamálið er, rétt eins og í fótboltanum, að of miklar reglur koma til með að eyðileggja leikinn og dómarinn er afar skeikull. Það sem er þó verra er að ríkis- valdið setur stundum reglur sem þjóna einum hópi mun betur en öðrum og dæmir oft meira eftir því hvað honum sjálfum kemur best. Markaðskerfið hefur sína galla sem oft koma í ljós þegar grunnþætti, eins og traust og heiðarleika, þrýtur. Það vill hins vegar oft gleymast að hið opinbera hefur einnig sína galla, það er einnig drifið áfram af eiginhagsmunum sem oft þarf að hemja til þess að þeir geti þjónað almannahagsmunum, rétt eins og í einka- geiranum. Endalaus útþensla ríkisins er ein birtingarmyndin en það þarf að varpa kastljósinu að þeirri staðreynd að óhóf- leg græðgi og eiginhagsmunir eru enn alvarlegri í innviðum ríkisins en þau geta nokkurn tímann orðið á markaðinum. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.