Vísbending


Vísbending - 26.07.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.07.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Atvinnustig og raungengi Þegar gengi er látið fljóta og seðla- banki hefur það að markmiði að láta verðbólgu vera sem næst ákveðnu, fyrirframgefnu stigi þá má búast við því að nafngengi gjaldmiðils og raungengi sveiflist mikið. Gengi íslensku krónunnar hefur þannig sveifl- ast þó nokkuð síðustu misseri og mun meira en innlent og erlent verðlag. Afleiðing þessa hefur verið sú að raun- gengið lækkaði frá vordögum ársins 2000 og fram í árslok 2001 um næstum 20% en hefur hækkað um u.þ.b. 10% undanfarna mánuði. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir afleiðingum raun- gengisbreytinga sem verða t.d. þegar væntingar fjárfesta breytast og fjár- magn flyst á milli landa. Mikilvægasta spurningin er auð- vitað sú hver séu áhrif raungengis- lækkunar á atvinnustig og framleiðslu innanlands. Samkvæmt skilgreiningu felur raungengislækkun það í sér að innlend framleiðsla verður ódýrari í samanburði við erlenda framleiðslu. Þess vegna mætti halda að áhrif raun- gengislækkunar séu einkum þau að bæta samkeppnisaðstöðu innlendrar framleiðslu og ætti þá útflutningur að vaxa og innflutningur að dragast saman með þeim afleiðingum að eftirspum eftir innlendri framleiðslu eykst og þá einnig framleiðsla og atvinna innanlands. Þetta er sú Keynesíska hagfræði sem við lesum í flestum kennslubókum.1 BigMac-gengið Inýlegri grein sem ég skrifaði með Edmund Phelps2 litum við á samband raungengis og atvinnustigs. Við not- uðum mælikvarða tímaritsins Economist á raungengi en hann mælir raungengi með hlutfallslegu verði Big Mac ham- borgara í hinum ýmsu löndum. Þannig tókum við verð hamborgara í nokkrum löndum og deildum í það með meðal- verði hamborgara í Evrulandi. Hátt hlut- fallslegt verð hamborgara bendir þá til þess að raungengi sé hátt í viðkomandi landi. Þetta gerði okkur kleift að bera saman raungengi á milli hinna ýmsu landa en opinberar tölur um raungengi eru í formi vísitalna sem ekki er unnt að nota við alþjóðlegan samanburð. A grundvelli Keynesíska líkansins væri unnt að spá því fyrir að þeim mun lægra sem raungengið er, þ.e.a.s. þeirn mun ódýrari sem Big Mac hamborgarinn er, því hærra sé atvinnustigið vegna þess að samkeppnisstaða viðkomandi lands sé góð. Ef land getur framleitt hamborg- ara sem eru ódýrari en hamborgarar í öðrum löndum þá ætti viðkomandi land að eiga auðvelt með að flytja út vörur til annarra landa og einnig að keppa við innflutning. En eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er samband þessara breyta ekki með þessum hætti. Myndin sýnir atvinnustig á útmánuðum 2002 og hlutfallslegt verð hamborgara árið 2001. Ástralía er greinilega útlagi á mynd- inni. Hin löndin mynda upphallandi samband sem skýrir 62% breytileika atvinnustigsins á milli landa. Það vekur athygli að ef myndin er gerð fyrir lengra tímabil (t.d. fímm ára meðaltöl) þá myndast einnig upphallandi samband. Þetta virðist ganga þvert á þá tilgátu að lágt raungengi fari saman við hátt atvinnustig og framleiðslu vegna góðrar samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja.3 Framboðshliðin Þegar hins vegar li tið er á framboðshlið hagkerfisins þá þarf ekki að koma á óvart að jákvætt samband sé á milli raungengis og atvinnustigs. Ef búist er við vaxandi framleiðni innanlands og fjárfestar, erlendir sem innlendir, vilja af þeim sökum kaupa innlend framleiðslu- tæki þá verður afleiðingin hátt raun- gengi. Hlutfallslegt verð innlendrar framleiðslu hækkar við það að eftirspum eftir innlendum fjárfestingarvörum eykst. Hagkerfi þar sem hinar ýmsu stofnanir, löggjöf og skipulag markaða hvetur til nýjunga, uppgötvana og framfara hafa þá hærra raungengi en hin þar sem fáir vilja fjárfesta. En hækkun raungengis hefur það í för með sér að neytendur geta nú keypt erlendar vörur ódýrar. Búast má við að innlendir fram- leiðendur bregðist við þessari auknu samkeppni með því að lækka verð fram- leiðslu á innlendum markaði mældu í innlendri mynt. Á þann hátt geta þeir reynt að halda markaðshlutdeild sinni gagnvart innflytjendum. Þannig verður blómlegur efnahagur og heilbrigt stofn- anaumhverfi til þess að framleiðendur verða fyrir aukinni samkeppni á inn- lendum markaði og lækka innlent verð á vörum og þjónustu. En slík verðlækkun jafngildir hækkun raunlauna, að gefnu stigi nafnlauna. Raunlauna-hækkunin hefur þá í för með sér hærra atvinnustig. Þetta er bæði vegna þess að fleiri atvinnuleysingjar sjá sér hag í því að finna starf og hætta að lifa af bótum almannatrygginga en einnig vegna þess að fyrirtæki sjá sér nú hag í því að ráða fleiri starfsmenn að gefnum ákveðnum raunlaunum sem við getum ímyndað okkur að geti ákvarðast af starfsemi verkalýðsfélaga. Á þennan hátt verður hækkun raungengis til þess að auka jafnvægisatvinnustigið, gagnstætt því sem eftirspumarkenningar fylgismanna Keynes spá fyrir um. Takið eftir að ferlið á sér allt stað á framboðshlið hagkerfis- ins:bjartarvonirumframtíðhagkerfisins kalla á innstreymi fjármagns sem verður til þess að raungengi hækkar, þá versnar samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja á innlendum markaði, þau lækka verð á vörum og þjónustu og þar með eykst kaupmáttur starfsmanna (þeir geta keypt meira af innlendri vöm og þjónustu en áður) sem veldur því að atvinnustig batnar. Á myndinni má sjá að Spánn og Ítalía hafa lágt raungengi og einnig lágt atvinnustig. Þetta em einmitt þau lönd þar sem bæði vinnumarkaður og vöm- markaður em einna mest bundnir á klafa (Framhald á síðu 4) Atvinnustig og hlutfallslegt verð hamborgara ) Hlutfallslegt verð 1.8 — hamborgara (fyrir árið 2001) 1.6- 1.4- S viss Atvinnustig 0.88 0.92 0.96 1 00 (á ^nu 2002) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.