Vísbending


Vísbending - 02.08.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.08.2002, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. ágúst 2002 31. tölublað 20. árgangur Bandarísk kreppa Það var eins og kaldri vatnsgusu væri skvett framan í markaðinn, sem var hoppandi hamingju- samur eftir miklar hækkanir hlutabréfa, þegar greint var frá því að hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi hefði einungis verið um 1,1%. Þó leiddu þessar fréttir ekki til lækkana á Dow Jones-vísitölunni eins og ætla hefði mátt. Flestir höfðu verið að spá hagvexti á bilinu 2,2-2,5% og er því um verulega niðursveiflu að ræða frá þeirri spá. Þetta er einnig veruleg breyting frá fyrsta ársfjórðungi þegar hagvöxturinn var 6,1 % (en leiðréttir útreikningar sýna að hagvöxturinn var 5,0%). Spurningin sem flestir velta fyrir sér um þessar mundir er hvort bandaríska hagkerfið sé að taka aðra dýfu í staðinn fyrir að vera í uppsveiflu á ný eftir „stutta og grunna" lægð. Dýpkar og lengist Kreppa - hvaða kreppa! hafa verið upphafsorð margra bandarískra greina um efnahagsmál á síðastliðnu ári. Ærin ástæða var til upphrópunar þar sem eftir hefðbundnum skilgreiningum er ekki hægt að tala um „kreppu" nema að verg landsframleiðsla dragist saman samfleytt í tvo eða fleiri ársfjórðunga. Það gerði bandaríska hagkerfið aldrei, eða „staðreyndin“ var sögð vera sú þangað til leiðréttir útreikningar birtust fyrirsíðastaár, þann31.júlísíðastliðinn. Hingað til hefur einungis verið talið að samdráttur hafi orðið á þriðja ársfjórð- Mynd 1. Hagvöxtur í Bandaríkjunum eftir ársfjórðungum frá 1. ársfjórðungi 1999 til 2. ársfjórðungs 2002 Mynd 2. Breyting á einkaneyslu í tíandarikjunum eftir ársfjórðungum frá 1. ársfjórðungi 1999 til 2. ársfjórðungs 2002 ungi síðasta árs en það er nær lagi að samdráttur hafi verið á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2001 (sjá mynd 1). Fyrir árið í heild var þá heldur ekki 1,2% hagvöxtur eins og hingað til hefur verið haldið fram, heldur vöxtur upp á 0,3%. Niðursveiflan var því bæði dýpri og lengri en talað var um áður þótt hún geti ekki talist mjög alvarleg í sögulegu samhengi. Fellur á ný Þegar greint var frá því, fyrr á árinu, að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hefði verið 6,1% kom það verulega á óvart og var þá ljóst að uppsveiflan væri hafin. Fáir bjuggust þó við því að hagvöxturinn á öðrum ársfjórðungi gæti orðið eitthvað í líkingu við fyrsta árs- fjórðunginn, en 2,5% þótti hógvær spá. Vonbrigðin eru því veruleg með það að hagvöxturinn hafi ekki verið meiri en 1,1 % á öðrum ársfjórðungi og að fyrsti ársfjórðungur hafi verið leiðréttur niður í 5,0%. Bandarísk stjórnvöld voru þó fljót að tilkynna að ekki væri hætta á annarri dýfu eins og suntir hagfræðingar hafa haft áhyggur af. Minni hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi stafaði af minni einkaneyslu og samneyslu en búist liafði verið við og aukinni birgðasöfnun. Spurning um neyslu Hingað til hefur það verið neysla almennings sem hefur haldið bandaríska hagkerfinu á floti en þrátt fyrir að hún væri minni en ætlað var jókst neyslan á öðrum ársfjórðungi engu að síður um 1,9% miðað við árið í heild (sjá mynd 2). Þrátt fyrir að bjartsýni almennings hafi minnkað samkvæmt bjartsýnismælikvörðum, úr 110ímaíí97 í júlí, þá leikur vafi á að verulega muni draga úr eyðslunni þar sem t.d. bílasala hefur verið að aukast ntikið að undan- förnu. Engu að síður hafa verið merki um að sparnaður almennings sé að auk- ast í kjölfar verðfalls á hlutabréfamörk- uðum þar sem hlutfall sparnaðar hefur verið um 3% síðustu mánuði en var um (Framhald á síðu 4) 1 Nýjar hag vaxtartölur fy rir fyrstu tvo ársfjórðunga þessa árs og síðasta árs valda mörgum áhyggjum. 2 Frumkvöðlar og stórhuga athafnamenn eru nauð- synlegir fyrir framþróun íslensks viðskiptalífs. 3 Sigurður Jóhannesson fjallar um hvort að konum mismunað, hvað laun se 4 varðar, á vinnumarkaði. Ef svo er ætti það að vera keppikefli allrafyrírtækjaað ráða sem flestar konur til starfa. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.