Vísbending


Vísbending - 20.09.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.09.2002, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. september 2002 38. tölublað 20. árgangur Framsæknustu fyrirtæki Islands Samkvæmt vali samtakanna Eur- ope’s 500 voru átta íslensk fyrir- tæki í á listanum yfir framsækn- ustu fyrirtæki Evrópu í ár. Aldrei hafa fleiri íslensk fyrirtæki verið á listanum og sérstaka athygli vekur að Bakkavör Group lenti í öðru sæti en aldrei fyrr hefur íslenskt fyrirtæki komist eins hátt á listanum. Þetta verður að teljast mjög ánægjulegt fyrir íslenskt viðskiptalíf. Frumkvöðlahvatning Europe’s 500 samtökin urðu til að undirlagi Evrópusambandsins og fyrsti listinn yfir 500 framsæknustu fy rir- tæki Evrópu var tekinn saman árið 1996. Fyrirtæki frá átján löndum eru með í valinu, það eru lönd Evrópusambands- ins ásamt Noregi, Islandi og Liechten- stein.1 Hugmyndin á bak við þessa saman- tekt er að það sé hægt að draga dýrmætan lærdóm af þeim fyrirtækjum sem eru að ná góðum árangri. Og að lærdómurinn geti orðið til þess að undirbúajarðveginn fyrir fleiri frumkvöðla og hvetja fólk til þess að stofna fyrirtæki og hafa það að markmiði sínu að gera þau framsækin. Listinn er í sjálfu sér afurð þeirrar frum- kvöðlabyltingar sem varð á tíunda ára- tuginum í Evrópu og hann undirstrikar jafnframt að frumkvöðlamenning er eftirsóknarverð og mikilvæg fyrir hag- kerfi Evrópu. Atvinnusköpun Ahuga stjórnmálamanna á frum- kvöðlum og smáfyrirtækjum má að mörgu leyti rekja til rannsókna banda- ríska hagfræðingsins Davids Birch, en Birch sýndi fram á að það hafi verið smáfyrirtæki en ekki stórfyrirtæki sem sköpuðu þorrann af störfum í Banda- ríkjunum á áttunda áratuginum. Eftir kreppuna miklu, þegar Vesturlönd fengu að rey na þá eymd sem fylgir miklu atvinnuleysi, hafa atvinna og atvinnu- sköpun verið ofarlega á baugi og oft kjarni stjórnmálaumræðunnar. Þessar upplýsingar urðu því til þess að stjóm- málamenn einblíndu ekki lengur á þarfir Fjöldi fyrirtœkja eftir löndurn á Europe's 500 og hlutfallslegur fjöldi m.v. VLF jr Fjöldi fyrirtækja Fjöldi fyrirtækja m.v. VLF á Europe's 500 i E Jafn fjöldi ft. «-) ■ || ■ 31 IhuLl Li > 1 B fti li ll J l u 2- S stórfyrirtækja heldur fóru smám saman að skilja mikilvægi smáfyrirtækja. Birch sýndi síðar fram á að það væru ekki öll smáfyrirtæki sem sköpuðu störf heldur væri atvinnusköpunin borin uppi af tiltölulega fáum fyrirtækjum sem uxu hratt úr grasi. Birch kallaði þessi fyrirtæki gasellur en listinn yfir framsæknustu fyrirtæki Evrópu er að miklu leyti af- sprengi þessara rannsókna. Þau fimmhundruð fyrirtæki sem eru á listanum í ár sköpuðu samtals 277 þúsund störf á árunum 1996 til 2001 sem er 9,5% rneira en fyrirtæki á listanum á síðasta ári gerðu. Reyndar er þetta lang- mesta atvinnusköpun fyrirtækjanna Tafla 1. Birch- og grósku-vísitala eftir löndum m.v. Europe's 500 síðan listinn var fyrst settur saman og 322% meira en atvinnusköpun 500 fram- sæknustu fyrirtækja Evrópu var árið 1996. Þetta er að mörgu leyti athyglivert þó varhugavert sé að taka nið- urstöðurnar bókstaflega, t.d. má sjá að gasellurnar skapa áfram fleiri störf þrátt fyrir niðursveiflu í efna- hagslífinu og þrátt fyrir að fréttir af uppsögnum starfs- fólks stórfyrirtækja berist nær daglega, eins og á síð- asta ári. Þetta kemur hins vegar heim og saman við hinar upphaflegu rannsóknir Birch, að gasellurnar eru einu fyrirtækin sem skapa störf í niðursveiflu. íslensk atvinnusköpun \ Europe’s /Váhrif Birch Fjöldi fyrirt. Atvinnu- sköpun (meðalt.) Birch- vísit. Pj. ft. m.v, VLF Mism. fjölda Grósku vísit. Austurríki 37 585 1.184 11,5 25,5 82 Bclgía 19 634 2.486 14,1 4,9 7 Oamnörk 9 242 549 9,7 -0,7 -1 Finnland 18 139 404 7,3 10,7 26 Frakkland 42 542 1.548 80,8 -38,8 -20 Þýskaland 107 642 1.562 116,0 -9,0 -8 Grikkland 27 368 1.052 7,1 19.9 76 (sland 8 713 3.522 0,4 7,6 134 írland 12 430 1.770 4,8 7,2 18 ítalfa 43 525 1.435 65,4 -22,4 -15 Liíxemborj 3 243 3.351 1,0 2,0 6 Holland 25 409 996 22,3 2,7 3 Noregur 8 558 2.567 8,7 -0,7 -1 Portúgal 9 160 662 6,3 2,7 4 Spánn 34 711 1.839 33,5 0,5 1 Svíþjóð 26 649 2.704 13,5 12,5 24 Sviss 8 888 2.306 15,4 -7,4 -4 Breiland 65 607 3.166 82,0 -17,0 -14 Alls 500 556 1.566 500,0 0,0 0 500 listanum má sjá að eru augljós þar sem reiknuð er út svokölluð Birch-vísitala fyrir atvinnusköpun fyrirtækja (fjöldi skapaðra starfa margfaldaður með hlut- fallslegri aukningu starfa). Þessi vísitala var m.a. notuð til þess að velja fyrirtækin á listann. Birch-vísitalan gefur líkagóða mynd af því hvaða fyrirtæki eru í hópi þeirra framsæknustu þar sem hún tekur tillit til upphaflegs fjölda starfa í fyrirtæki en horfir ekki einungis á hreina aukn- ingu starfa. Því má álykta sem svo að þau fyrirtæki sem standa sig hvað best í að skapa störf séu þau sem hafa hæsta Birch-gildið. Ef þessi vísitala er reiknuð út fyrir þau átján lönd sem eru til skoðunar, miðað við meðaltalsaukningu starfa fyrirtækjafráeinstökumlöndum,kemur í ljós að íslensk fyrirtæki eru mestu gas- ellur Evrópu ef horft er á atvinnusköpun út frá Birch-vísitölunni (sjá töflu I). Meðalgildi þeirra átta íslensku fyrir- tækja sem eru á listanum í ár er 35 222 en næst á eftir koma fyrirtæki sem eru frá Lúxemborg, með gildið 3351, og Bret- landi með gildið 3166. Hrein aukning starfa er einnig að meðaltali með því mesta hjá íslensku fyrirtækjunum þar (Framhald á síðu 2) 1 Áttaíslenskfyrirtæki voru meðal fimmhundruðfram- sæknustu fyrirtækja Evr- ópu í ár. íslensk fyrirtæki 2 hafaaldrei veriðfleiriáþess- um lista og er það óskandi að þau eigi eftir að verða jafnmörg á komandi árum. 3 Sigurður Jóhannesson fjallar unt ruðningsáhrif af virkjunarframkvæmdum á íslenskt atvinnulíf. 4 Það er mismunandi hversu rnenn eru tilbúnir til að ganga langt til að dreifa athyglinni frá eigin gjörðum. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.