Vísbending


Vísbending - 20.09.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.09.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING Að dreifa athyglinni Allir góðir stjórnmálamenn vita að það er nauðsynlegt að skipta um umræðuefni þegar ljóst er að þeir eru að tapa í rökræðunum. Þetta á einnig við þegar kjósendur fara að krefja þá um að efna loforðin. Þó er jafnan mikil- vægast að reyna að beina umræðunni í annan farveg þegar hneykslismál koma upp, sem ekki var hægt að kæfa í fæðingu. Flestir vita að þetta kunna stjórnmála- menn betur en flestir aðrir og tekst þetta æ ofan í æ. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir í hve miklum mæli þessu er beitt í stjórnmálum eða hversu alvarleg áhrif þetta getur haft. Sviðssett stríð Arið 1998komtilsýningarkvikmynd- in „Wag the Dog“ með Robert De- Niro og Dustin Hoffman í aðalhlut- verkum. I þessari ágætu kvikmynd fá þeir félagar það hlutverk að dreifa athyglinni frá hneykslismálum forseta Bandaríkjanna með því að setja á svið stríð í Austur-Evrópu. Þessi mynd fékk hins vegar nýja þýðingu skömmu síðar. Þann 7. ágúst urðu sendiráð Banda- ríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrir sprengjuárásum hryðjuverkamanna sem taldir voru undir stjórn Osama nokk- urs bin Ladens. I kjölfarið gerðu Banda- ríkjamenn næsta handahófskenndar loftárásir á lyfjaverksmiðju í Súdan og skæruliðabúðir í Afganistan.1 Margir stjórnmálaskýrendur og samstarfs- menn Clintons eru enn í dag hissa á að hann skyldi bregðast við með jafn harka- legum og ómarkvissum hætti. Það skýrir þó aðgerðirnar, alla vega að hluta til, að á sama tíma var ástarævintýri hans og Monicu Lewinsky að komast í hámæli. Ibók Joe Kleins, TheNatural, semfjallar um forsetatíð Clintons, er haft eftir hátt- settum bandarískum embættismanni: „Eg trúi því að þetta hafi verið rétt ákvörðun en læt ekki segja mér að þetta hafi verið ótengt pólitíska ástandinu heima fyrir.“ Rétt eins og í bíómyndinni þá gekk þetta herbragð upp ef um herbragð var að ræða. Hneykslismál Clintons voru ekki lengur fyrsta frétt heldur hernaðaraðgerðir erlendis. Það varaði þó ekki lengi. Aðhyljafjársvik Hagfræðingurinn, og dálkahöfundur New York Times, Paul Krugman hefur undanfarið (t.d. 17. september, „Cronies in Arms“) verið að setja fram þá kenningu að ríkisstjórn Bush sé að reyna að slá ryki í augu almennings. Þá hefur hann í huga að öll umræðan um fjármálamisferli sem svipti bandaríska hlutabréfamarkaðinn trausti á þessu ári virðist ná bæði til Georges W. Bush og Dicks Cheney. Sala hlutabréfa Bush í Harken Energy þykir keimlík mörgum þeim hneykslismálum sem komið hafa upp á þessu ári og stjórnendur hafa verið húðstrýktir í fjölmiðlum fyrir, en Bush seldi bréf sín í fyrirtækinu þegar hann hafði undir höndum trúnaðarupp- lýsingar um rekstrarerfiðleika fyrirtækis- ins. Fjárfesting hans í hafnaboltaliðinu Texas Rangers virðist svo vera meira en lítið undarleg. Svipaða sögu er að segja af Cheney og Halliburton. Þegar fjöl- miðlar eru á nornaveiðum, eins og þeir voru í sumar, þá er ekki ólíklegt að synd- ugir menn vilji dreifa athygli þeirra. Það virðist ansi langt gengið að hafa í stríðshótunum við aðrar þjóðir til þess að reyna að dreifa athyglinni frá vanda- málum heima fyrir, en ef það hefur verið markmiðið þá hefur það vissulega tekist. Fjölmiðlar tala um lítið annað um þessar mundir en möguleika á að Bandaríkin geri innrás í írak en spillingarumræðan hefur nær lognast út af. Aðlátablekkjast Oft og tíðum er það stórfurðulegt hvernig suinum mönnum tekst að drepa málum á dreif. Stundum er eins og að fólk taki því fegins hendi að athygli þeirra sé dreift frá málum, vegna þess að þau eru pínleg eða jafnvel vegna þess að fólk telur sig einfaldlega græða á því. Sérfræðingar á verðbréfamarkaðinum í Bandaríkjunum hafa t.d. áttað sig á því að stríðshótanir gegn Irak hafa dregið úr hinni háværu umræðu um spillingu í bandarískum fyrirtækjum og muni hugs- anlega geta dregið úr spennunni á mark- aðinum. I verðbréfadálki The New York Post í sumar mátti lesa þessi orð: „Go On, Mr. President: Wag the Dog.“ 1. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001, sem voru einnig skipulögð af bin Ladcn, hafa menn þó velt þvf fyrir sér hvort stjóm Clintons hefði ekki getað gert meira til þess að tryggja öryggi Bandaríkjanna, og hafa repúblikanar vcrið duglegir við að kenna stjóm Clintons um að svo fór sem fór. | Vísbendingin ) f " N ennilega hefur fáum komið á óvart að Opec-ríkin ákváðu að halda olíu- framleiðslunni óbreyttri. Enn er því þrýstingur á olíuverðið upp á við. Þó virðist hafa dregið eitthvað úr spenn- unni á milli Bandaríkjanna og Sádi- Arabíu þar sem Sádar hafa gefið grænt Ijós á aðstöðu Bandaríkjanna í Sádi- Arabíu í stríði við Irak. Þá hefur stríðs- álagið á olíu lækkað eftir að Irakar gengu að kröfum Sameinuðu þjóðanna. Enn er þó líklegt að olíuverð verði hátt nema að efnahagsástandið versni verulega. Aðrir sálmar ____________________________________/ r ; n Bestaheilbrigðiskerfið Hingað til lands kom heilbrigðis- ráðherra Bandaríkjanna, Tommy Tompson. Hann er þekktur maður í Bandaríkjunum og áður en hann tók við ráðherraembætti í ríkisstjórn Bush var hann ríkisstjóri í Wisconsin. Þar stóð hann fyrir athyglisverðum tilraunum á velferðarkerfinu þar sem markmiðið var að hvetja bótaþega til sjálfshjálpar. Hingað kom hann í einhverskonar kurteisisheimsókn þar sem hann skrifaði meðal annars undir yfirlýsingu um sam- starf íslendinga og Bandaríkjamanna um rannsóknir í heilbrigðismálum. Athygli vakti yfirlýsing hans um það hve geysilega gott íslenska heilbrigðis- kerfið væri og hve mikið Bandaríkjamenn gætu af íslendingum lært. Einhver kynni að telja að sér hefði misheyrst. Eða að ráðherrann væri ekki sérlega vel upplýstur um stöðu rnála. Skyldi hann hafa vitað af vanskilum Landspítalans við birgja? Það eitt og sér að reglulegar fréttir berist af stöðu vanskilaríkisspítala upp á 500 til 1.000 milljónireftirþvíhvenærreiknaðersýnir að því fer fjarri að hér sé allt í góðu lagi. Heildsalar eru ekki í góðri stöðu til þess að innheimta sína skuld því hvað yrði sagt ef þeir hættu að afgreiða lyf til spít- alans? Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum myndi lýsa fyrirlitningu á mönn- um sem héldu sjúku fólki í gíslingu. Skyldi ráðherrann hafa vitað af hinum löngu biðlistum sem verða til þess að fólk fær ekki fu 111 starfsþrek fy rr en miklu seinna en eðlilegt mætti teljast? Ætli honum hafi verið sagt frá lokun deilda þar sem heilbrigðiskerfið dregur úr afköstum til þess að reyna að ná saman endum? Það sem ráðherrann átti við var að heilbrigðiskostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu erminnihéren íBanda- ríkjunum. Það vantaði hins vegar hinn hlutann af jöfnunni, hvereru gæði þjón- ustunnar? Það er engin ástæða til þess að gera lítið úr íslenska heilbrigðiskerf- inu, en það er hættulegt ef nota á orð hins óupplýsta ameríska ráðherra sem rökstuðning gegn nauðsynlegum úr- bótum í heilbrigðiskerfinu til dæmis þeim að nýta kosti einkarekstrar sem hvetur til aðhalds og aukinna afkasta. - bj V J //Ritstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.