Vísbending


Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 2
ISBENDING Eins og Buffett Ein af þessum svokölluðu stundum sannleikans rann upp í kennslu- stund í efstu stigum fjárfestinga- fræða í viðskiptafræðinni við Háskóla Islands fyrirnokkrum árum. Einn ágætur fjárfestingafræðingur fór þar mikinn við að reikna út alls konar kennitölur og leitni hlutabréfa til að búa til hluta- bréfasérfræðinga úr nemendum sínum. Einn nemandinn spurði þá hvort að gefnar staðhæfingar væru ekki í þver- sögn við það sem Warren Buffett myndi halda fram. Kennarinn var fljótur að endurtaka staðhæfingarnar og spurði svo eftir andartaksþögn: „Hver er þessi Buffi?“. Nemandinn benti þá á að hann væri annar ríkasti maður í heimi og þekkt- asti fjárfestir heimsins. Fjárfestingasér- fræðingurinn varð þá eitt spurningar- merki og sagðist vita að Bill Gates væri ríkasti maður í heimi en hver þessi Buffi væri. væri aukaatriði. Þannig varfarsæl- asti fjárfestir samtímans afgreiddur á mettíma á efstu stigum fjárfestingafræð- anna við Háskóla Islands þegar stjarna hans reis sem hæst. Einhver komst síðar svo að orði að það að sérfræðingur í fjárfestingafræðum kynni ekki deili á Warren Buffett væri svona álíka og prestur sem vissi ekki hver þessi Jesús væri. Það er kannski heldur djúpt í árinni tekið en hugsanlega mætti segja að þar sem Buffett stendur næstum fyrir önnur „trúarbrögð“ í fjármálafræðunum en hlutabréfasalar heimsins eru hrifnastir af að þá mætti kannski frekar segja að hann væri eins og Múhammed spá- maður fyrir prestinum. Að þekkja Buffett Buffett var allt að því dæmdur úreltur á hlutabréfamarkaðinum þegar hann neitaði að taka þátt í tæknibólunni undir lok tíunda áratugarins. Seinna kom það svo í Ijós að fáir skildu leikinn betur en hann. En þrátt fyrir að fjár- festingahugmyndafræði hans hafi ekki virkað vel í uppsveiflu tæknifyrirtækja þegar aðrir græddu á tá og fingri (sjá einnig 21. tbl. 2000) þá var Buffett þriðji ríkasti maður í heimi þegar Sunday Times tók saman slíkt yfirlit fyrr á þessu ári (sjá 21. tbl. 2002). Hann var þá metinn á um 3.500 milljarðaíslenskrakrónasem sam- svarar sextánföldum tekjum ríkissjóðs á síðasta ári. Þettaeru auðæfi sem honum hafa áskotnast eingöngu með því að fjárfesta í verðbréfum. Buffett byrjaði með 105.000 dollara árið 1957 sem eru eilthvaðum 15til20milljónirkrónamiðað við núverandi verðlag. Þessi gríðarlegi árangur hefur byggst á tiltölulega ein- faldri skynsemi og umfram allt þolin- mæði. Buffett er einn af fáum fjárfestum sem hefur tekist um langt skeið að ávaxta peningana sína betur en heildar- vísitala markaðarins. Þegar bækur voru skrifaðar um Buffett á tíunda áratug- inum, áður en tæknibyltingin skall á, þá var jafnan vitnað til þess að ávöxtun Berkshire Hathaway, fjárfestingafyrir- tækis Buffetts, hefði skilað að jafnaði 23,8% ávöxtun á 32 ára tímabili, sem er ekki slæmt ef hugsað er til þess að á sama tíma var arðsemi eigin fjár hjá bandarískunt fyrirtækjum að meðaltali um 12%. Kannski vekurþómestaathygli að á meðan aðrir fjárfestar tóku þátt í tæknibólunni undir lok tíunda áratug- arins sat Buffett hjá. Sumir fóru jafnvel að tala um hann eins og hann væri ruglað gamalmenni sem skildi ekki þróunina í fjárfestingarheiminum og hið „nýja hag- kerfi“ þegar hann gagnrýndi bæði glóru- laust verðmat fyrirtækja og græðgi stjórnenda. Nú er það hins vegar ljóst að enginn skildi fjárfestingarumhverfið betur en Buffett enda hefur hann verið að græða síðustu tvö ár meðan flestir aðrir hafa verið að tapa. Það er því ljóst að það er ekki svo vitlaust að vita hver Warren Buffett er og reyna að skilja þó ekki sé nema fáein af þeim grundvallar- atriðum sem hann hefur að leiðarljósi. Hugmyndafræðin Margar bækur hafa verið skrifaðar um Warren Buffett sem veita mismikla innsýn x hugmyndafræði hans. Ein af þeim sem stendur upp úr er skrifuð af fyirverandi tengdadóttur hans, Mary Buffett, og fjölskylduvininum David Clark og nefnist Bujfettology. Sennilega er hvergi að finna einfaldara og skýrara yfirlit yfir fjárfestingahugmyndafræði Buffetts en í þessari bók. Samantektin á hugmyndafræðinni er í sjö liðunx (um- orðað): 1. Buffett fjárfestir eingöngu til langs tíma í fyrirtækjum sem hann getur af sæmilegu öryggi spáð hagnaði til lengri tíma litið. 2. Fyrirtæki sem hægt er að spá hagnaði til lengri tíma litið eru venjulega fyrir- tæki sem byggð eru á viðskiptalíkani sem þarfnast ekki mikillar endurfjár- festingar svo að hægt sé að halda því gangandi. Þannig getur fyrirtækið notað peningana sem það aflar til að kaupa önnur fyrirtæki eða auka eigin arðsemi. 3. Þessi fyrirmyndarfyrirtæki skila gjarn- an hárri arðsemi eigin fjár, góðri afkomu, hafa eins konar einokun á ákveðinni „neyslu“ viðskiptavina og stjórnanda sem vinnur með hagsmuni hluthafa að leiðarljósi. 4. Verðið sem greitt er fyrir verðbréf markar þá ávöxtun sem hægt er að vonast til að fá. Því lægra sem verðið er, því hærri ávöxtun. Því hærra sem verðið er, því lægri verður ávöxtunin. 5. Buffett, ólíkt flestum fjárfestum, ákveður hvernig fyrirtæki hann vill kaupa og lætur svo verðið og vænta ávöxtun ákvarða hvort hann láti af kaupunum verða. Eða bíður þangað til verðið er réttlætanlegt. 6. Öll hugmyndafræði Buffetts byggir á því að þegar fyrirmyndarfyrirtæki eru keypt á réttu verði þá geti þau að jafnaði skilað 15% eða enn hærri ávöxtun á ári. 7. Buffett fann að með því að nýta þekk- ingu sína til þess að fjárfesta einnig fyrir annað fólk, sem hann gerði með því að stofna Berkshire Hathaway, gæti hann auðgast mun meira en ella. I fljótu bragði virðist hugmynda- fræði Buffetts ekki svo ólfk hefðbund- inni fjárfestingafræði en nálgunin er þó gjörólík þó að boðskapurinn sé svipað- ur, ekki ósvipað og þegar boðskapur og úrvinnsla Kóransins og Biblíunnar eru borin saman. Betri útskýring er þó að segja að Buffett velur hlutabréf eins og hann sé í leit að maka til að giftast og stofna fjölskyldu með, flestir velja þau með skyndikynni í huga. Abyrjunarreit egar hlutabréfamarkaðir eru á rússí- banaferð upp og niður og aðalmálið virðist vera að reyna að giska á hvenær botninum sé náð og hvenær hlutabréf bruni upp á við á ný er ekki vitlaust að taka Buffett sér til fyrirmyndar. Senni- lega hefur sjaldan verið skynsamlegra að reyna að kynna sér fyrirtækin og skilja í grófum dráttum rekstur þeirra áður en farið er út í fjárfestingar. Þegar hlutabréfamarkaðurinn fellur nxikið, eins og hann hefur gert að undanförnu, þá er ekki ólíklegt að eitthvað af fyrirtækj- um, sem hægt væri að kalla fyrirmyndar- fyrirtæki út frá hugmyndafræði Buffetts, séu á góðu verði og gefi von um góða ávöxtun til lengri tíma. Það er greinilegt að Buffett hefur beðið eftir þessu verðfalli á markaðinum því að það gustar af honum um þessar mundir og hann leggur í hverja stór- fjárfestinguna á fætur annarri. Flestar þeirra eru þó umdeildar. Hlutabréfaleik- urinn, að mati Buffetts, gengur ekki út á að reyna að spila á sveiflur markaðarins heldur að fjárfesta í traustum fyrirtækjum sem geta skilað jafnri ávöxtun til nokk- urra ára. Þegar vonin um ýktar hækkanir hlutabréfaverðs eru ekki lengur raun- hæfar þá er ekki ólíklegt að aðferðafræði Buffetts sé góður byrjunarreitur. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.