Vísbending


Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Framtíðarlandið ísland Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur Fyrir um ári sendi Hannes Hólm- steinn Gissurarson (HH) frá sér bókina: „Hvernig getur ísland orðið ríkasta land í heimi?“. Nú í sept- ember var henni fylgt eftir með sjón- varpsþættinum „Hagsælda hrímhvíta móðir“, byggðum á efni bókarinnar og með innskotum úr umræðum á alþjóð- legri ráðstefnu, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hélt 2. nóvember 2001 um skattasamkeppni þjóða. Þessir viðburðir vöktu talsverða athygli og jafnvel fjaðrafok. Efni af þessu tagi er aldrei eingöngu fræðilegt, heldur ber með sér gildismat og stefnuval í þeim mæli, að sumir álíta hreinlega pólitískt. Bókin inniheldur snjalla samantekt á hagsögu landsins og þróun sumra smá- ríkja og eylanda yfir í fjármagnsmið- stöðvar, sem hafa áunnið sér traust og virðingu, og segir réttilega á bókarkápu að hún sé „frábærlega vel skrifuð". Sjón- varpsþáttur slíks efnis í ríkisfjölmiðli er að vonum gagnrýndur sem einhliða rök- semdafærsla um efnahags- og stjórnmál, en er þó velkomin tilbreyting frá enda- lausu munnveðri frétta- og stjórnmála- manna, svo að nær væri að opna fremur en loka fyrir gerð slíkra þátta. Þetta tilefni verður nú gripið til þess að fjalla um helstu efnisþætti málsins. Fyrst er þá til að taka, að æskilegra þætti að ræða uin þjóð sem ríka heldur en land, sem aldrei getur verið svo nema í yfirfærðri merkingu á safn manna og lögpersóna, sem er skráð heimilisfast eða ríkisborgarar í því landi. Þúfa slíks mismunar veltir að vísu ekki hlassi stórra þjóða, en gerir dæmi Lúxemborgar og smáeyja illa samanburðarhæft, þar sem fjöldi aðkomufólks og erlent fjármagn skapa mikil verðmæti skráð til þess ríkis, án þess að þjóðin sem slík njóti þeirra. Er gjarnan sleppt að fullyrða, hvar slíkar einingar séu í röð þjóðartekna, stundum með tilvísun til lítils gildis þess að hafa póstfang á dyrum eða erlenda menn skráða til heimilis án teljandi umsvifa eða tekna. Við þetta má bæta efasemd urn, að hástigið skipti mestu, ef þjóðin er hvort sem er í hópi hinna tekjuhæslu, og gæti kallað á vafasama athygli og óhóflegar kröfur til hennar. Réttilega andntælir HH þeirri skoðun þróunar- landa og græningja, að framleiðsla og neysla þjóða séu aðskildar stærðir, og hátekjur þróaðra beinlínis á kostnað hinna lakar settu, og sé því unnt að taka hátekjurnar til fortakslausrar endur- skiptingar. Staðreyndin er sú, að tekjur myndast með hliðsjón af hlutdeildar- rétti, og að þeim er skipt um leið og þær myndast. Framleiðslaog tekjur til slíkrar endurskiptingar yrðu því aldrei til. Markaðarleiðir Leiðina til framtíðarlands hátekna af umsvifum fjármagnsmiðstöðvar á Islandi varðar HH einkum samkeppnis- hæfum og hvetjandi skattkjörum á fyrirtæki og fjármagn. Þegar stigin skref eru lækkun tekjuskatts fyrirtækja í áföngum úr 45% 1992 í 30% 1999 og aftur í 18% með árinu 2002, auk lækkunar eignarskatts á þau úr 1,45% í 0,6%. Lagt er til framhald þeirrar þróunar í 10% tekjuskatt og niðurfellingu eignarskatts, en skattasamræming Evrópuríkja virðisl stefna á 10-12,5% tekjuskatt, sem gæti myndað hér sterkt fordæmi fremur en skuldbindingu. Hliðsjón var höfð af skýrslu skattahóps Samtaka atvinnu- lífsins um samkeppnishæft skattaum- hverfi (maí 2001), þar sem lögð er til lækkun í 15% tekjuskatt og afnám eignarskatts. Séu þessar tillögur teknar sem ntið- aðar einhliða að myndun hérlendrar fjármagnsmiðstöðvar, ntá talsvert um þær efast. Þróunin hefur hingað til beinst fremur að því að mynda tengingar inn á tjármagnsmarkað með íslenskum ein- ingum ytra. Virðist þurfa átakasama umþóttun til að snúa því við til að laða erlenda aðila hingað. Viðleitni Evrópu- sambands og alþjóðastofnana stefnir og að vonum mjög að því að efla eftirlit og koma á samræmingu, sem myndu jafna skilyrðin til varðveislu tjármagns um a.m.k. hinn vestræna heim í stað miður heilbrigðrar áherslu á sérstök fjárhæli, skattaskjól og felustaði. Góðu heilli hafa hins vegar bæði áorðnar umbætur og fram komnar tillögur almennt gildi til eflingar rekstrargrund- vallar hvaða atvinnugreina sem er. Ber því að meta þær og ræða út frá almennum meginviðhorfum skattheimtu og sant- ræmis rnilli tekjuflokka og skilyrða atvinnugreina og framleiðsluþátta. Hið fyrsta, sem brýnt er að leiðrétta í því efni, er að landsmenn neyðist ekki til að hlaupa með fé sitt til útlanda til að njóta samræmis og sanngirni í söluhagnaði eða endurmati fjárstofna, sem er skatt- lagt sem almennar tekjur en ekki fjár- magnstekjur. Hér er sopið seyðið af því að hverfa frá vönduðu nefndaráliti um aðhæfingu fjármagntekjuskatts að kerfi hins almenna tekjuskatts, byggðu á skil- greiningu rauntekna, en með hæfilegum ívilnunum meðan fjármagnskerfið væri vanþroska. Velferðarfræðilegthlutleysi Hlutleysi um fjárráðstöfun skatt- borgaranna hefur gjarnan verið lagt til grundvallar gæðamati skattkerfa, að þau brengli ekki þau viðntið velferðar, afkasta og tækifæra, sem fólki séu eðlis- læg og hagstæð í dýpstu greiningu felur þetta í sér hlutleysi um, hvort rétt skil- greindar rauntekjur hafi verið eða verði festar sem fjármagn til framleiðslunota, heldur sé það hlutverk arðs og vaxta að ráða réttum hvatningum til þeirrar ráð- stöfunar. Rauntekjur eigenda, hvort sem eru útgreiddar eða mynda eignar- auka í fyrirtækjum, komi því til skatt- heimtu. Yfir þetta leggjast svo félagsleg og velferðarleg markmið samfélagsins, sem skattleggur, háð samkennd þess og því ætíð með stefnu til jafnaðar. Koma þau markmið ekki síst fram í stighækkun skatthlutfalls eftirtekjuhæð, að meðaltali eða/og sem jaðarsköttun. Sé stighækkun fylgt fast fram, er hætt við brenglun hvata til tekjuöllunar og auðmyndunar innan marka hlutaðeigandi samfélags. Veruleikanum, sem þessari tæru hugsýn er ætlað að túlka, hefur þó svo ítrekað verið raskað af stríðum, kreppum og hagsmunaþvingunum, að önnur hefur risið við hlið hennar og jafnvel orðið henni yfirsterkari. Er þá framleiðslu- kerfið með fjárfestingu sinni og skipu- lagsbyggingu tekið út úr hinu mannlega hagsmunasamhengi, sem þá takmarkast við útgreiddar tekjur í formi launa, arðs eða vaxta. Þetta frávik kallar hins vegar árammargirðingarumframleiðslukerfið til að fyrirbyggja útleka tekna til neyslu, en hefur jafnframt haft herfilegar aiíeið- ingarfyrirhreyfanleik fjármagns til hag- kvæmari nota. Þessi sýn á framleiðslu- kerfið annars vegar, og vinnuafl og fjár- magn til þess hins vegar, virðist því ekki sfður vera höfð til hliðsjónar en fyrr- greinda hugsýnin. Valið milli þessara hugsýna til að grundvalla skattkerfi á, hlýtur að vera að miklu leyti háð aðferðum til kostunar samfélagsþjónustu og samneyslu- eigna, sem framleiðslukerfið nýtir. Þegar þjónusta samgöngukerfa og sveitar- félaga er kostuð að fullu með sérstökum hafna-, flugvalla-, vega-, lóða- og fast- eignagjöldum, svo sem láta mun nærri, blasir við, að atvinnulífið gerir ekkert beint tilkall til mannlegra þjónustuþátta mennta- og heilbrigðiskerfis, menning- arlífs og félagsþjónustu, heldur þvert á móti leggur til tekjur til að standa undir jteint. Er þá lítil ástæða til ágreinings um, þótt stuðst sé við hina síðari og ráðslag- að um mun lægri tekjuskatta á fyrirtæki en einstaklinga. Öðru máli rnundi gegna, (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.