Vísbending


Vísbending - 11.10.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.10.2002, Blaðsíða 1
ISBENDING 11. október 2002 41. tölublað Viku r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 20. árgangur Afram Island Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur að undanförnu verið að útskýra betur andstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu. A sama tíma hafa aðrir stjórnmálaleiðtogar, að því er virðist, hvílt sig á umræðunni um inngöngu íslands í Evrópusambandið en þó hefur Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagt að spurningin um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði eitt af stóru málunum í næstu kosningum. Nú þegar hafa leikmenn verið að skipa sér í hópa með eða á móti þó langflestir virðist vera á báðum áttum eða nokkuð sama. Það er því ekki víst að þetta mál fái þá athygli sem það á skilið. Afstaða forsætisráðherra orsætisráðherrann hefur reglulega skotið inn ntálsgreinum í ræðum sínum um andstöðu sína við inngöngu íslands í Evrópusambandið (ESB). í ræðu sinni í september á fundi íslensk- ítalska verslunarráðsins í Róm benti hann á að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) frá því árið 1994 hefði þjónað íslendingum vel og veitti okkur aðgang að mörkuðum ESB og helstu kostum þess án þess þó að við værum aðilar að því. Ólíkt því sem hann hefur oftast gert þá hældi hann Evrópu- sambandinu í þeirri ræðu og taldi skref þeirra til útvíkkunar til Austur-Evrópu vera mikilvægt skref, bæði hvað varðar frið og efnahagsmál í Evrópu. Við önnur tækifæri í umræðum hér á landi hefur honum þó blöskrað kostnaðurinn sem fylgir þessari útþenslustefnu og hefur notað hann til þess að styðja and- stöðuna við inngöngu íslands í ESB. Davíð hefur iðulega sagt að það væru margar ástæður fyrir því að ísland ætti að standa fyrir utan bandalagið, sú stærsta væri yfirráðin yfir sjávarauð- lindinni. I ræðu sinni áráðstefnu Lands- bankans í lok september sagði hann: „Með því að flytja lögsögu Islendinga yfir fiskimiðunum til Brussel þá værum við að gefa frá okkur efnahagslegt sjálf- stæði okkar.“ Aðrir stjórnmálamenn og flestir málsmetandi menn virðast vera sammála um að ekki komi til greina að ganga inn í ESB án þess að tekið yrði tillit til þessarar sérstöðu íslendinga. Önnur meginástæða fyrir andstöðu forsætisráðherra við inngöngu f ESB tengist upptöku evrunnar. I ræðu sinni á ráðstefnu Landsbankans benti hann á að þegar íslendingar væru búnir að taka upp evruna myndi vaxtastefna sam- bandsins ekki taka mið af sérstökum aðstæðum hér á landi en þær aðstæður sköpuðust fyrst og fremst af því að efnahagssveiflur hér á landi væru ekki í takt við efnahagssveiflur í Evrópu. Þar af leiðandi væri það mjög áhættusamt fyrir Islendinga að taka upp evruna. Venjulega hefur hann kryddað þennan málflutning sinn með því að benda á lönd sem eiga í efnahagserfiðleikum sem dæmi um hver áhrifin yrðu á Island, um áramótin var það Argentína og nú síðast voru það erfiðleikar í Þýskalandi. Sterk- asta áróðursvopn forsætisráðherrans gegn ESB hefur þó falist í því að höfða til þjóðarstolts Islendinga. Honunt er tamt að tala um sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi í þessu samhengi. I ræðu sinni þann 17. júní síðastliðinn sagði hann m.a.: „ Þeir, sem einhvern tímann kynnu að halda því að íslenskri þjóð að henni muni best farnast fórni hún drjúgum hluta af fullveldi sínu, munu ganga á hólm við sjálfa þjóðarsöguna. Ekkiereifittað spáfyrirum þau leikslok." Málefnaleg umræða? egar horft er til mælsku- og áróðurs- snilldar forsætisráðherra þá er ekki að undra að þeir sem eru hlynntir inn- göngu, eða hafa áhuga á að skoða það mál betur, eigi erfitt uppdráttar. Davíð hetLr einnig verið duglegur við að gera lítið úr þeim og málflutningi þeirra sem hafa borið á borð kostina sem fylgi inngöngu. Aróður forsætisráðherrans gegn inngöngu í ESB hefur hins vegar ekki verið neilt sérstaklega vel rökstudd- ur. Það er þó ljóst að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur verið Islendingum til mikils happs og hefur m.a. leitt til þess að hagvaxtarskeiðið varð eins gott og raun ber vitni undir lok tíunda áratugarins. Sá samningur veitir íslendingum aðgang að markaðssvæð- inu á sömu tollaforsendum og ESB-ríkin sem er langmesti kostur þess að vera aðili að Evrópubandalaginu. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur þó gefið í skyn að þessi samningur sé ekki trygging fyrir að- göngu að markaðssvæðinu til lengri tíma litið. Þetta er þó mjög umdeilt. En EES-samningurinn gerir það að verkum að ekki er jafnaðkallandi fyrir viðskipta- lífið að vera fylgjandi inngöngu í ESB og ella. Þó væru sennilega mun fleiri hlynntir aðild ef ekki væri fyrir spurning- una um yfirráðaréttinn yfir fiskimiðun- um. Með þennan þátt hefur verið farið eins og trúarbrögð í umræðunni, það hefur ekkert þurf að skoða það neitt frekar hvað þetta þýði fyrir íslenska hagkerfið. Það gefur augaleið að það er stórlega ýkt að íslendingar missi efna- hagslegt sjálfstæði sitt ef þeir missa yfirráðaréttinn yfir fiskimiðunum. Hins vegar væri nær að athuga hver áhrif annars fyrirkomulags yrðu á þjóðarbúið og íslenskt atvinnulíf. Varðandi upp- töku evrunnar þá er alls ekki útséð urn að áhrifin gætu ekki þvert á móti orðið mjög jákvæð fyrir íslenska efnahags- sveiflu og að krafan um ábyrgari efna- hagsstjórnun gæti varla orðið til annars en góðs fyrir efnahagslífið. Sú áhætta sem fylgir upptöku evrunnar, sem felst í því að geta ekki brugðist við efnahags- ástandinu með peningamálastjórnun, er vissulega nokkur en hún virðist ein- hvern vegin smávægileg ntiðað við t.d. þá áhættu sem felst í því hversu krónan er berskjölduð fyrir árásum gjaldeyris- kaupmanna. Hvað þjóðarstoltið og full- veldið varðar er erfitt að sjá að mikið muni breytast frá því þegar Island gekk í NATÓ og gerði samninginn um EES. Allt þetta mál krefst greinilega miklu ítarlegri umræðu en þegar hefur átt sér stað þó að utanríkisráðuneytið hafi að mörgu leyti staðið sig vel í þeirn efnum. Ólíklegt er annað en allir aðilar beri hags- muni Islands fyrir brjósti sama hvaða niðurstöðu þeir komast að í þessu máli og þvert á áróðurinn þá verður Island áfram ísland eftir sem áður. Menn virðast í auknum ^ Verg landsfrantleiðsla á ^ Bjarni Bragi Jónsson hag- i ogyfirráðognýtinguþeirra'' I mæli vera að skipa sér í ) mannsegirekkiallasöguna -2 fræðingurIja11arum„Iífbe11- /1 Þetta er fyrsti hluti þessarar fylkingar í „ Evrópuum- um hversu rík þjóð er ísam- in þrjú“, þ.e. byggðarland- umræðu, sfðari hlutannunu ræðunni". anburði við aðrar þjóðir. ið, hafsvæðin og hálendið, birtast á næstu vikum. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.