Vísbending


Vísbending - 11.10.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.10.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Endurnám auðlinda til lands og sjávar Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur ý Islendingar hafa að vonum verið stolt- ir yfir landnámi sínu á þessu eylandi, einkum meðan báru glýju glæstrar gullaldar í augum til samanburðar við armóð síðari alda. Vissulega var það afrek fámennum hópurn landnema að fullnema þetta tiltölulega stóra land á aðeins sex áratugum og koma upp stjómskipan og réttarkerfi undir höfð- ingjaveldi, en þó með hvað mestum lýð- réttindum sem þekkst höfðu. Hafi alþýð- legt landnám, af vestrænum eða aust- rænum toga, farið að nokkru fyrir skipu- legu landnámi höfðingja með þverskurði stéttskipts samfélags í för, var afrekið ekki minna að koma á samfélagslegri skipan, þótt meiri yfirgangi kunni þá að hafa verið beitt. Lengst af mun framsýni og hyggindi forfeðranna í skipan réttinda til nýtingar lands og sjávar hafa þótt standast tímans tönn, utan þeirrar ávirðingar að líða eyðingu skóga. Enda þótt sam- félags- og stjórnskipan yrði sniðin að nútímalegum háttum, þótti hliðstæð nýskipan ekki við hæfi á sviði eignar- og afnotaréttar. Réttarrök þess efnis hafa því gagnrýnislítið verið reist á fornum afsölum, þinglýsingum, dómurn og hefðum, sem sé á venjurétti með grunnstoð í skilningi liðinna kynslóða á inntaki upphaflegrar helgunar lands- réttinda og myndunar eignarréttar. Fólst raunar í þessu heilbrigð íhaldssemi og andóf við ofríki af hálfu nýrra þjóðfél- agsafla og valdhafa. Auðlindahugtakið Ekkert er þó algilt og ævarandi. Sjálft auðlindahugtakið ber þetta í sér. Auðlindir eru þau efni eða eiginleikar náttúrunnar, sem þekking, tækni og verklag á hverjum tíma og þróunarstigi gera nýtanlega til að mynda verðmæti og verða auðsuppspretta. Auðlindir eru metanlegar sem fjármagn í lilteknum tímapunkti með hliðsjón af nýtingar- horfum, endingu og þar með arði untfram kostnað yfir komandi tímabil, og bera í einkaeign verð samkvæmt þvf. Nýjar auðlindir verða til við þekkingar- og tækniþróun, en aðrar glata verðgildi sínu að nokkru eða fullu, og hverfa þá úr tölu auðlinda. Skilyrði voru ekki til, að landnámsmenn helguðu sér aðrar auðlindir en nýttust í hefðbundnum búskap og staðbundnum veiðurn í ám og vötnum og út af ströndinni. Sé gerð sú eðlilega krafa, að nýting helgi eign, varð ekki annar eignarréttur til við land- námið, enda þótt það tæki form yfirráða yfir landsvæði með öllu, sem því fylgdi. I því tilliti voru einkum vatnsnytjar með veiði mikilvægar, svo sem fram kemur í reglu vatnalaga: „Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið,“ og með því varnað þess að veita frá vatni og spilla með því landkostum, sem verið höfðu forsendur landnáms. I því fólst einnig, að eignarrétturinn náði til vatnsins, meðan hafði viðdvöl á landareign. Auðlindarök rnunu meðfram hafa tekið mið af því, hvort hagsmunir væru svo ríkir, að orðið gætu tilefni átaka, hvort sem þjóðir eða einstaklingar ættu í hlut, en mjótt var á þeim munum í samveldis- kerfi Islendinga með einstaklings- bundna réttarframkvæmd. Landnám er í þessari umræðu ekki aðeins skilið sem sú efnislega athöfn að taka land undir byggð, nýta það og eignast, heldur er það útvíkkað til hvers konar myndunar réttinda til rýmis og náttúrugæða, hvort sem er til einstakl- inga, hópa eða samfélagsins í heild, og réttarreglna um yfirráð þeirra og nýt- ingu. Beitt er almennum hagrænum eða hagfræðilegum rökum í tilraun til alhæf- ingar um æskileg réttarskilyrði auðlinda- nýtingar og hagþróunar, en án þess að reynt sé að veita sögulegt yfirlit eða grafast fyrir um réttarsöguleg rök að lögfræðilegum hætti. Ekki eru heldurtök á því að styðjast við aðra náttúrufræði- lega þekkingu en liggur nánast á yfir- borði þjóðfélagsumræðunnar. Hugleið- ing þessi er því aðeins ætluð sem fyrsta nálgun að hugmyndafræði þessa efnis og tilraun til að bera fram umgjörð til þess að fylla út í með nánari þekkingu og skilningi. Flokkun og jaðartilvik Náttúruauðlindirnar greinast til þessarar meðferðar í þrjú megin- svið: 1. byggðarlandið, 2. hafsvæðin og 3. hálendið. Að því er tekur til líf- auðlinda, fellur þessi greining nokkuð saman við „lífbeltin þrjú“, sem áður voru í umræðunni. Fortakslaus eignarréttur í þá veru, sem landnámið og þróun frá því helgar, tekur þó í reynd varla nema til byggðarlandsins. Jaðartilvik eru þó til beggja átta, einkum í mynd sérréttar til nýtingar, svo sem til netalagna við sjávarsíðuna og afrétta til beitar og veiðinytja inn til landsins. A báða bóga hefur verið sótt á til aukins inntaks þessara réttinda, svo að myndi eignarrétt eða ígildi hans, en samfélagið hefur í báðum tilvikum reist rönd við. Innan byggðarlandsins hefur eignarréttur þó einnig verið færður út til nýtingar, sem var óþekkt fyrirbæri við landnám, einkum með virkjunarrétti á höndum landeig- enda samkvæmt mjög umdeildum ákvæðum vatnalaga frá 1923, enda hefur gildi þeirra í reynd verið mjög takmarkað með íhlutun ríkisvaldsins. Réttlæting einkaeignarréttar á þessu sviði hefur efalítið átt meðfram rót að rekja til þess, hve mismunandi hagnýting lands er háð innbyrðis eða gagnkvæmt útilokandi. Sá er reginmunur hafsvæða og há- lendis, að til hafsins hafa ekki verið tök á að draga nein einkaréttarleg mörk, þótt þjóðréttarleg og fiskistjórnarleg mörk hafi verið dregin á kort, og byggðarítök hefðu getað komið lil greina í innfjörðum. A landi má hins vegar setja niður mörk og draga línur eftir staðgóðum kennileit- um, þótt verði nokkuð fljótandi, þegar upp til jökla eða eyðisanda er komið. Skilningsskortur landeigenda á tak- mörkunum sínum virtist því stundum valda truflunum á eðlilegum réttargangi. Þegar ntenn fóru svo á ofanverðri Við- reisn að renna augum út til hafs og upp til fjalla í leit að aukinni réttarvissu, spurðist að Norðmenn hefðu staðið fyrir hreingerningu lagagildis slíkra réttar- heimilda hjá sér, en þá voru íslendingar ekki orðnir eins leiðir á að hafa þá að fyrirmynd og síðar varð. Varð ég þá til að færa þau mál í tal á orkuráðstefnu og taldi eðlileg nytjarök þurfa að liggja til gildis eignarréttarins. Brást Jóhann Hafstein, þá iðnaðar- og orkuráðherra, þá neikvætt við að hræra upp í þeim málum, og sá kunni lagantaður Benedikt Sigurjónsson kvað litlu tjóa að grafast fyrir um ástæður eignarréttar umfram það, að hann bara væri. Báðir töluðu þannig fyrir þeirri stefnu að láta dóm- stóla um að greiða úr flækjunum, en hin stefnan að veita frekari leiðsögn um meginreglur til samræmingar og sann- girni varð á endanum ofan á með þjóð- lendulögunum, þótt þrætur urn þau geti enn komið til úrskurðar dómstóla. Margt ber til þess, að valt sé að treysta velktum og snjáðum bréfsnifsum til úrlausnar á nútíma réttarafstöðum, og varðar ástand pappírsins þar minnstu. Lítil trygging kann að vera fyrir fornum og klassískum réttarskilningi gjörninga, hvað þá nútímalegum. Helgun eignar kann að hafa verið með öllu ótímabær. þar sem nytjar hennar sem slíkiar hafi engar verið, enda óger- legar eins og þegar jöklar, eyðisandar og vatnsflæmi eiga í hlut. 1 slíkum tilvikum kann að vera nærtækara að spyrja um bætur fyrir skaða, sem eignin kunni að valda öðrum, svo sem með jökulhlaupum og eldgosum. Leiðir sú (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.